Segir að rekstrarafkoma félagsins á fyrsta ársfjórðungi sé óásættanleg Nadine Guðrún Yaghi skrifar 4. maí 2019 14:25 Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair. Vísir/Arnar Forstjóri Icelandair segir að rekstrarafkoma félagsins á fyrsta ársfjórðungi sé óásættanleg en félagið tapaði 6,7 milljörðum. Breytingar á samkeppnisumhverfi og kyrrsetning Boeing 737 MAX flugvéla hafi áhrif á stöðuna. Unnið sé að því fullum fetum að bæta reksturinn. Icelandair tapaði 6,7 milljörðum króna fyrstu þrjá mánuði ársins, eða 74 milljónum króna á dag, og drógust heildartekjur flugfélagsins saman um sjö prósent á milli ára. Það er talsvert meira en tap fyrirtækisins á sama tímabili í fyrra. Þá tapaði Icelandair 4,2 milljörðum króna. Þetta kemur fram í ársfjórðungsuppgjöri Icelandair Group sem birt var í Kauphöllinni í gærkvöld. Borgi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir að viðburðaríkir mánuðir séu að baki. „Það hafa orðnar miklar breytingar á samkeppnisumhverfinu.“ Þá hafi félagið þurft að leggja öllum Boeing 737 MAX flugvélum sínum og fresta móttöku annarra flugvéla sömu tegundar. „Það hefur náttúrulega talsverð áhrif á okkar rekstur til skamms tíma.“ En félagið hefur breytt flugáætlun sinni þar sem kyrrsetning Max vélanna mun vara lengur en búist hafði verið við. Við breytingarnar dregst sætaframboð saman um tæplega 2 prósent. „Við teljum að það muni leysast hratt og örugglega en hefur áhrif á sumarið eins og tilkynning okkar í gær bar með sér.“ Niðurstaðan uppgjörsins sé að mestu í takt við áætlanir. „Fyrsti og fjórði ársfjórðungur hvers árs er alltaf rekinn með tapi. Þannig er það enn þá. Við erum í því að innleiða nýjar flugvélar fyrir sumarið, þjálfun og þess háttar þannig það er talsverður kostnaður sem leggst á fyrsta ársfjórðungs sem er vegna síðari mánaða ársins,“ segir Bogi. Þá kemur fram í ársfjórðungsuppgjörinu að eiginfjárhlutfallið sem var 32 prósent í lok síðasta árs hafi verið komið niður í 23 prósent í mars. Bogi segir að langtímahorfur fyrirtækisins séu góðar og ánægjulegt að bandaríski fjárfestingarsjóðurinn PAR Capital Management hafi keypt 11,5 prósenta hlut í flugfélaginu á 5,6 milljarða króna. „Við þurfum að sjálfsögðu að gera betur í okkar rekstri, rekstrarafkoman á síðasta ári var ekki ásættanleg og ekki á fyrsta ársfjórðungi heldur þó að hún sé í takt við áætlanir. Við erum að vinna að því fullum fetum að bæta reksturinn bæði að lækka kostnað og auka tekjur.“ Fréttir af flugi Icelandair Viðskipti Tengdar fréttir Icelandair tapaði 6,7 milljörðum á fyrsta ársfjórðungi Flugfélagið Icelandair tapaði 6,7 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Þetta kemur fram í uppfjöri félagsins fyrir fjórðunginn sem kynnt var í dag. 3. maí 2019 23:03 Icelandair hefur rætt við Boeing um skaðabætur Icelandair hefur rætt við Boeing um skaðabætur vegna stýrikerfisgalla í Boeing 737 MAX 8. Flugfélagið hefur keypt níu slíkar þotur frá Boeing en þær eru kyrrsettar sem stendur. 25. apríl 2019 14:44 Mikið styrkleikamerki fyrir Icelandair Bogi Nils segir þetta styrkja hluthafahópinn og auka fjölbreytnina í honum en PAR Capital hefur fjárfest mikið í bandarískum flugfélögum og ferðaþjónustufyrirtækjum. 25. apríl 2019 10:00 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Forstjóri Icelandair segir að rekstrarafkoma félagsins á fyrsta ársfjórðungi sé óásættanleg en félagið tapaði 6,7 milljörðum. Breytingar á samkeppnisumhverfi og kyrrsetning Boeing 737 MAX flugvéla hafi áhrif á stöðuna. Unnið sé að því fullum fetum að bæta reksturinn. Icelandair tapaði 6,7 milljörðum króna fyrstu þrjá mánuði ársins, eða 74 milljónum króna á dag, og drógust heildartekjur flugfélagsins saman um sjö prósent á milli ára. Það er talsvert meira en tap fyrirtækisins á sama tímabili í fyrra. Þá tapaði Icelandair 4,2 milljörðum króna. Þetta kemur fram í ársfjórðungsuppgjöri Icelandair Group sem birt var í Kauphöllinni í gærkvöld. Borgi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir að viðburðaríkir mánuðir séu að baki. „Það hafa orðnar miklar breytingar á samkeppnisumhverfinu.“ Þá hafi félagið þurft að leggja öllum Boeing 737 MAX flugvélum sínum og fresta móttöku annarra flugvéla sömu tegundar. „Það hefur náttúrulega talsverð áhrif á okkar rekstur til skamms tíma.“ En félagið hefur breytt flugáætlun sinni þar sem kyrrsetning Max vélanna mun vara lengur en búist hafði verið við. Við breytingarnar dregst sætaframboð saman um tæplega 2 prósent. „Við teljum að það muni leysast hratt og örugglega en hefur áhrif á sumarið eins og tilkynning okkar í gær bar með sér.“ Niðurstaðan uppgjörsins sé að mestu í takt við áætlanir. „Fyrsti og fjórði ársfjórðungur hvers árs er alltaf rekinn með tapi. Þannig er það enn þá. Við erum í því að innleiða nýjar flugvélar fyrir sumarið, þjálfun og þess háttar þannig það er talsverður kostnaður sem leggst á fyrsta ársfjórðungs sem er vegna síðari mánaða ársins,“ segir Bogi. Þá kemur fram í ársfjórðungsuppgjörinu að eiginfjárhlutfallið sem var 32 prósent í lok síðasta árs hafi verið komið niður í 23 prósent í mars. Bogi segir að langtímahorfur fyrirtækisins séu góðar og ánægjulegt að bandaríski fjárfestingarsjóðurinn PAR Capital Management hafi keypt 11,5 prósenta hlut í flugfélaginu á 5,6 milljarða króna. „Við þurfum að sjálfsögðu að gera betur í okkar rekstri, rekstrarafkoman á síðasta ári var ekki ásættanleg og ekki á fyrsta ársfjórðungi heldur þó að hún sé í takt við áætlanir. Við erum að vinna að því fullum fetum að bæta reksturinn bæði að lækka kostnað og auka tekjur.“
Fréttir af flugi Icelandair Viðskipti Tengdar fréttir Icelandair tapaði 6,7 milljörðum á fyrsta ársfjórðungi Flugfélagið Icelandair tapaði 6,7 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Þetta kemur fram í uppfjöri félagsins fyrir fjórðunginn sem kynnt var í dag. 3. maí 2019 23:03 Icelandair hefur rætt við Boeing um skaðabætur Icelandair hefur rætt við Boeing um skaðabætur vegna stýrikerfisgalla í Boeing 737 MAX 8. Flugfélagið hefur keypt níu slíkar þotur frá Boeing en þær eru kyrrsettar sem stendur. 25. apríl 2019 14:44 Mikið styrkleikamerki fyrir Icelandair Bogi Nils segir þetta styrkja hluthafahópinn og auka fjölbreytnina í honum en PAR Capital hefur fjárfest mikið í bandarískum flugfélögum og ferðaþjónustufyrirtækjum. 25. apríl 2019 10:00 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Icelandair tapaði 6,7 milljörðum á fyrsta ársfjórðungi Flugfélagið Icelandair tapaði 6,7 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Þetta kemur fram í uppfjöri félagsins fyrir fjórðunginn sem kynnt var í dag. 3. maí 2019 23:03
Icelandair hefur rætt við Boeing um skaðabætur Icelandair hefur rætt við Boeing um skaðabætur vegna stýrikerfisgalla í Boeing 737 MAX 8. Flugfélagið hefur keypt níu slíkar þotur frá Boeing en þær eru kyrrsettar sem stendur. 25. apríl 2019 14:44
Mikið styrkleikamerki fyrir Icelandair Bogi Nils segir þetta styrkja hluthafahópinn og auka fjölbreytnina í honum en PAR Capital hefur fjárfest mikið í bandarískum flugfélögum og ferðaþjónustufyrirtækjum. 25. apríl 2019 10:00