ALC segist hafa tapað 67 milljónum vegna kyrrsetningar Isavia Sighvatur Jónsson skrifar 17. maí 2019 18:45 Bandaríska flugvélaleigufyrirtækið ALC segist hafa tapað sem nemur 67 milljónum króna vegna kyrrsetningar Isavia á farþegaþotu sem WOW air var með á leigu. Eftir tíu daga nemi tapið sömu upphæð og WOW air skuldaði vegna vélarinnar. Þota ALC hefur verið kyrrsett á Keflavíkurflugvelli í 50 daga. Flugvélaleigufyrirtækið Air Lease Corporation, ALC, hefur haldið því fram að félagið tapi tugum milljóna króna á meðan Isavia heldur vélinni TF-GPA á Keflavíkurflugvelli. Samkvæmt gögnum sem fréttastofa hefur undir höndum hafði ALC samið um áframhaldandi leigu þotunnar til annars flugfélags þegar Isavia kyrrsetti hana. Bandaríska félagið segir að WOW air hafi ætlað að skila vélinni sama dag og átti að afhenda hana nýjum leigutaka.Tímalína málsins frá kyrrsetningu vélarinnar við gjaldþrot WOW air.Vísir/TótlaMálið hófst með kyrrsetningu vélarinnar við gjaldþrot WOW air 28. mars síðastliðinn. 24. apríl átti að afhenda þotuna öðrum leigutaka. 2. maí úrskurðaði héraðsdómur að Isavia mætti halda vélinni en eingöngu vegna gjalda sem henni tengjast, ekki vegna samtals tveggja milljarða skuldar WOW air við Isavia. 3. maí kærði Isavia þann úrskurð til Landsréttar.6. maí greiddi ALC 87 milljóna króna skuld við Isavia vegna vélarinnar. Þá mat ALC tap vegna kyrrsetningarinnar á 49 milljónir króna. Félagið segist tapa um 1.800.000 krónur á dag vegna málsins. Síðan eru liðnir tíu dagar og hafa um 18 milljónir bæst við reikningsdæmi ALC. Félagið segist hafa tapað 67 milljónum króna. Eftir tíu daga til viðbótar muni tapið nema sömu upphæð og skuld WOW air við Isavia vegna vélarinnar. Í greinargerð Isavia til Landsréttar er bent á að ALC hafi mátt vera kunnugt um að vélin yrði kyrrsett þar sem ákvæði um slíkt er í leigusamningi WOW air og ALC vegna vélarinnar. Málflutningur Isavia byggir á því að samkvæmt leigusamningi skipti ekki máli hvort um ræði gjöld vegna þotunnar eða annarra véla WOW air. Deilur ISAVIA og ALC Keflavíkurflugvöllur WOW Air Mest lesið „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Sjá meira
Bandaríska flugvélaleigufyrirtækið ALC segist hafa tapað sem nemur 67 milljónum króna vegna kyrrsetningar Isavia á farþegaþotu sem WOW air var með á leigu. Eftir tíu daga nemi tapið sömu upphæð og WOW air skuldaði vegna vélarinnar. Þota ALC hefur verið kyrrsett á Keflavíkurflugvelli í 50 daga. Flugvélaleigufyrirtækið Air Lease Corporation, ALC, hefur haldið því fram að félagið tapi tugum milljóna króna á meðan Isavia heldur vélinni TF-GPA á Keflavíkurflugvelli. Samkvæmt gögnum sem fréttastofa hefur undir höndum hafði ALC samið um áframhaldandi leigu þotunnar til annars flugfélags þegar Isavia kyrrsetti hana. Bandaríska félagið segir að WOW air hafi ætlað að skila vélinni sama dag og átti að afhenda hana nýjum leigutaka.Tímalína málsins frá kyrrsetningu vélarinnar við gjaldþrot WOW air.Vísir/TótlaMálið hófst með kyrrsetningu vélarinnar við gjaldþrot WOW air 28. mars síðastliðinn. 24. apríl átti að afhenda þotuna öðrum leigutaka. 2. maí úrskurðaði héraðsdómur að Isavia mætti halda vélinni en eingöngu vegna gjalda sem henni tengjast, ekki vegna samtals tveggja milljarða skuldar WOW air við Isavia. 3. maí kærði Isavia þann úrskurð til Landsréttar.6. maí greiddi ALC 87 milljóna króna skuld við Isavia vegna vélarinnar. Þá mat ALC tap vegna kyrrsetningarinnar á 49 milljónir króna. Félagið segist tapa um 1.800.000 krónur á dag vegna málsins. Síðan eru liðnir tíu dagar og hafa um 18 milljónir bæst við reikningsdæmi ALC. Félagið segist hafa tapað 67 milljónum króna. Eftir tíu daga til viðbótar muni tapið nema sömu upphæð og skuld WOW air við Isavia vegna vélarinnar. Í greinargerð Isavia til Landsréttar er bent á að ALC hafi mátt vera kunnugt um að vélin yrði kyrrsett þar sem ákvæði um slíkt er í leigusamningi WOW air og ALC vegna vélarinnar. Málflutningur Isavia byggir á því að samkvæmt leigusamningi skipti ekki máli hvort um ræði gjöld vegna þotunnar eða annarra véla WOW air.
Deilur ISAVIA og ALC Keflavíkurflugvöllur WOW Air Mest lesið „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Sjá meira