Viðskipti innlent

ALC segist hafa tapað 67 milljónum vegna kyrrsetningar Isavia

Sighvatur Jónsson skrifar

Bandaríska flugvélaleigufyrirtækið ALC segist hafa tapað sem nemur 67 milljónum króna vegna kyrrsetningar Isavia á farþegaþotu sem WOW air var með á leigu. Eftir tíu daga nemi tapið sömu upphæð og WOW air skuldaði vegna vélarinnar. Þota ALC hefur verið kyrrsett á Keflavíkurflugvelli í 50 daga.

Flugvélaleigufyrirtækið Air Lease Corporation, ALC, hefur haldið því fram að félagið tapi tugum milljóna króna á meðan Isavia heldur vélinni TF-GPA á Keflavíkurflugvelli.

Samkvæmt gögnum sem fréttastofa hefur undir höndum hafði ALC samið um áframhaldandi leigu þotunnar til annars flugfélags þegar Isavia kyrrsetti hana. Bandaríska félagið segir að WOW air hafi ætlað að skila vélinni sama dag og átti að afhenda hana nýjum leigutaka.

Tímalína málsins frá kyrrsetningu vélarinnar við gjaldþrot WOW air. Vísir/Tótla

Málið hófst með kyrrsetningu vélarinnar við gjaldþrot WOW air 28. mars síðastliðinn.

24. apríl átti að afhenda þotuna öðrum leigutaka.

2. maí úrskurðaði héraðsdómur að Isavia mætti halda vélinni en eingöngu vegna gjalda sem henni tengjast, ekki vegna samtals tveggja milljarða skuldar WOW air við Isavia.

3. maí kærði Isavia þann úrskurð til Landsréttar.

6. maí greiddi ALC 87 milljóna króna skuld við Isavia vegna vélarinnar. Þá mat ALC tap vegna kyrrsetningarinnar á 49 milljónir króna. Félagið segist tapa um 1.800.000 krónur á dag vegna málsins.

Síðan eru liðnir tíu dagar og hafa um 18 milljónir bæst við reikningsdæmi ALC. Félagið segist hafa tapað 67 milljónum króna.

Eftir tíu daga til viðbótar muni tapið nema sömu upphæð og skuld WOW air við Isavia vegna vélarinnar.

Í greinargerð Isavia til Landsréttar er bent á að ALC hafi mátt vera kunnugt um að vélin yrði kyrrsett þar sem ákvæði um slíkt er í leigusamningi WOW air og ALC vegna vélarinnar.

Málflutningur Isavia byggir á því að samkvæmt leigusamningi skipti ekki máli hvort um ræði gjöld vegna þotunnar eða annarra véla WOW air.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HEIMA
4,27
1
458
SIMINN
2,25
25
930.473
BRIM
1,39
2
349
MAREL
1,38
24
571.432
REITIR
1,22
3
123.480

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
FESTI
-1,59
3
186.188
TM
-0,63
1
712
KVIKA
0
4
5.881
ICEAIR
0
15
58.432
EIK
0
2
51.510
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.