ALC segist hafa tapað 67 milljónum vegna kyrrsetningar Isavia Sighvatur Jónsson skrifar 17. maí 2019 18:45 Bandaríska flugvélaleigufyrirtækið ALC segist hafa tapað sem nemur 67 milljónum króna vegna kyrrsetningar Isavia á farþegaþotu sem WOW air var með á leigu. Eftir tíu daga nemi tapið sömu upphæð og WOW air skuldaði vegna vélarinnar. Þota ALC hefur verið kyrrsett á Keflavíkurflugvelli í 50 daga. Flugvélaleigufyrirtækið Air Lease Corporation, ALC, hefur haldið því fram að félagið tapi tugum milljóna króna á meðan Isavia heldur vélinni TF-GPA á Keflavíkurflugvelli. Samkvæmt gögnum sem fréttastofa hefur undir höndum hafði ALC samið um áframhaldandi leigu þotunnar til annars flugfélags þegar Isavia kyrrsetti hana. Bandaríska félagið segir að WOW air hafi ætlað að skila vélinni sama dag og átti að afhenda hana nýjum leigutaka.Tímalína málsins frá kyrrsetningu vélarinnar við gjaldþrot WOW air.Vísir/TótlaMálið hófst með kyrrsetningu vélarinnar við gjaldþrot WOW air 28. mars síðastliðinn. 24. apríl átti að afhenda þotuna öðrum leigutaka. 2. maí úrskurðaði héraðsdómur að Isavia mætti halda vélinni en eingöngu vegna gjalda sem henni tengjast, ekki vegna samtals tveggja milljarða skuldar WOW air við Isavia. 3. maí kærði Isavia þann úrskurð til Landsréttar.6. maí greiddi ALC 87 milljóna króna skuld við Isavia vegna vélarinnar. Þá mat ALC tap vegna kyrrsetningarinnar á 49 milljónir króna. Félagið segist tapa um 1.800.000 krónur á dag vegna málsins. Síðan eru liðnir tíu dagar og hafa um 18 milljónir bæst við reikningsdæmi ALC. Félagið segist hafa tapað 67 milljónum króna. Eftir tíu daga til viðbótar muni tapið nema sömu upphæð og skuld WOW air við Isavia vegna vélarinnar. Í greinargerð Isavia til Landsréttar er bent á að ALC hafi mátt vera kunnugt um að vélin yrði kyrrsett þar sem ákvæði um slíkt er í leigusamningi WOW air og ALC vegna vélarinnar. Málflutningur Isavia byggir á því að samkvæmt leigusamningi skipti ekki máli hvort um ræði gjöld vegna þotunnar eða annarra véla WOW air. Deilur ISAVIA og ALC Keflavíkurflugvöllur WOW Air Mest lesið Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Lögmenn frá Juris til LEX Viðskipti innlent 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Nauðungarsala á Hlemmi Square Viðskipti innlent Fleiri fréttir Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Sjá meira
Bandaríska flugvélaleigufyrirtækið ALC segist hafa tapað sem nemur 67 milljónum króna vegna kyrrsetningar Isavia á farþegaþotu sem WOW air var með á leigu. Eftir tíu daga nemi tapið sömu upphæð og WOW air skuldaði vegna vélarinnar. Þota ALC hefur verið kyrrsett á Keflavíkurflugvelli í 50 daga. Flugvélaleigufyrirtækið Air Lease Corporation, ALC, hefur haldið því fram að félagið tapi tugum milljóna króna á meðan Isavia heldur vélinni TF-GPA á Keflavíkurflugvelli. Samkvæmt gögnum sem fréttastofa hefur undir höndum hafði ALC samið um áframhaldandi leigu þotunnar til annars flugfélags þegar Isavia kyrrsetti hana. Bandaríska félagið segir að WOW air hafi ætlað að skila vélinni sama dag og átti að afhenda hana nýjum leigutaka.Tímalína málsins frá kyrrsetningu vélarinnar við gjaldþrot WOW air.Vísir/TótlaMálið hófst með kyrrsetningu vélarinnar við gjaldþrot WOW air 28. mars síðastliðinn. 24. apríl átti að afhenda þotuna öðrum leigutaka. 2. maí úrskurðaði héraðsdómur að Isavia mætti halda vélinni en eingöngu vegna gjalda sem henni tengjast, ekki vegna samtals tveggja milljarða skuldar WOW air við Isavia. 3. maí kærði Isavia þann úrskurð til Landsréttar.6. maí greiddi ALC 87 milljóna króna skuld við Isavia vegna vélarinnar. Þá mat ALC tap vegna kyrrsetningarinnar á 49 milljónir króna. Félagið segist tapa um 1.800.000 krónur á dag vegna málsins. Síðan eru liðnir tíu dagar og hafa um 18 milljónir bæst við reikningsdæmi ALC. Félagið segist hafa tapað 67 milljónum króna. Eftir tíu daga til viðbótar muni tapið nema sömu upphæð og skuld WOW air við Isavia vegna vélarinnar. Í greinargerð Isavia til Landsréttar er bent á að ALC hafi mátt vera kunnugt um að vélin yrði kyrrsett þar sem ákvæði um slíkt er í leigusamningi WOW air og ALC vegna vélarinnar. Málflutningur Isavia byggir á því að samkvæmt leigusamningi skipti ekki máli hvort um ræði gjöld vegna þotunnar eða annarra véla WOW air.
Deilur ISAVIA og ALC Keflavíkurflugvöllur WOW Air Mest lesið Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Lögmenn frá Juris til LEX Viðskipti innlent 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Nauðungarsala á Hlemmi Square Viðskipti innlent Fleiri fréttir Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent