Viðskipti innlent

Gefur út bók um gjaldþrot WOW air  

Hörður Ægisson skrifar
Skúli Mogensen.
Skúli Mogensen.

Um næstkomandi mánaðamót kemur út bók um gjaldþrot flugfélagsins WOW air. Höfundur bókarinnar er Stefán Einar Stefánsson, fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu, en í henni er farið yfir aðdragandann að stofnun flugfélagsins, uppgang þess og fall. Nýjar upplýsingar er að finna í bókinni, sem er gefin út af Forlaginu, er varða fall félagsins og eru þær sagðar varpa áður óþekktu ljósi á þær ítrekuðu tilraunir sem gerðar voru til að forða því frá gjaldþroti.

Vinna við bókina hófst fyrst þegar ljóst varð að félagið heyrði sögunni til í lok marsmánaðar og byggir hún á opinberum heimildum en einnig áður óbirtum skjölum. Þá hefur bókarhöfundar rætt við tugi einstaklinga sem tengst hafa WOW air með einum eða öðrum hætti í þau rúmlega sjö ár sem flugfélagið starfaði.

Vinnutitill bókarinnar, sem er ríflega 300 síður að lengd, er Með himinskautum, ris og fall flugfélagsins WOW air, en ekki liggur fyrir hver verður endanlegur titill bókarinnar. Höfundur leitaði eftir samstarfi við Skúla Mogensen, stofnanda og forstjóra flugfélagsins, um ritun bókarinnar en hann gaf ekki kost á því.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REITIR
2,46
15
375.832
MAREL
1,11
14
298.559
REGINN
0,9
8
133.385
FESTI
0,84
7
200.425
SKEL
0,55
9
89.970

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
-2,3
9
120.376
ICEAIR
-2,17
51
165.212
KVIKA
-1,89
9
75.362
SYN
-1,43
5
20.669
SJOVA
-0,97
6
58.720
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.