Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Bóndi í Grímsnes- og Grafningshreppi hvetur sumarbústaðaeigendur til þess að skjóta upp flugeldum frekar heima hjá sér heldur en út í sumarbústað. Hann segir óvenju mikið hafa verið skotið upp í sveitinni á gamlársdag í ár með tilheyrandi eltingaleikjum við hrossin á bænum. Innlent 2.1.2026 09:57
Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Hanna Arnórsdóttir, dýralæknir á Dýraspítalanum í Garðabæ, segir marga hunda hrædda við flugelda og hávaðann sem þeim fylgja og það geti haft mikil áhrif á þá í aðdraganda og á gamlárskvöldi. Hægt sé að gefa hundum töflur til að gleyma og til að róa þá. Innlent 30.12.2025 10:03
Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögreglumenn fóru á vettvang eftir að tilkynnt var um laus hross. Lögreglan aðstoðaði við að fanga hrossin og koma þeim í öruggt skjól. Innlent 26.12.2025 18:24
Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport 22.10.2025 09:32
Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Fólk hefur búið í hesthúsum í Hafnarfirði þar sem eldur kom upp í nótt. Sveinn Heiðar Jóhannesson, varaformaður stjórnar Hestamannafélagsins Sörla, greinir frá því í samtali við fréttastofu og segir að félagið og aðrir hafi talað um það fyrir daufum eyrum Hafnarfjarðarbæjar. Innlent 16. ágúst 2025 14:01
Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Íslensk hestakona lauk keppni í erfiðustu kappreiðum í heimi í dag. Hún er ánægð með að hafa náð að ljúka keppninni og mun fagna árangrinum í kvöld. Lífið 13. ágúst 2025 11:18
Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana Nýverið hefur verið fjallað um þátttöku hestakonu í erlendri kappreið sem ber yfirskriftina The Mongol Derby og kynnt sem krefjandi ævintýri á hálfvilltum hestum. Kappreiðin fer fram í Mongólíu og gengur út á að keppendur fari eins hratt og hægt er 1.000 kílómetra á hestbaki. Skoðun 12. ágúst 2025 09:00
„Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Heimsmeistaramóti íslenska hestsins lauk í Sviss í gær. Landsliðsþjálfari íslenska liðsins segir árangurinn á mótinu hafa verið frábæran og að tár hafi fallið hjá knöpum sem þurfa nú að skilja við hestana sína erlendis vegna sóttvarnalaga. Sport 11. ágúst 2025 12:15
Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Hryssan Atorka féll frá fjögurra vikna folaldinu Tígli sem tók að horast í kjölfarið. Á nálægum bæ hafði hryssan Hermína misst folaldið sitt í köstun. Þau voru kynnt hvort fyrir öðru og hefur myndast með þeim fallegt mæðginasamband. Lífið 3. ágúst 2025 14:24
Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Njálsbrenna verður sviðsett og Bergþórshvoll brenndur með hópreið 99 brennumanna á fjögurra daga Njáluhátíð sem nýstofnað Njálufélag undir forystu Guðna Ágústssonar, fyrrverandi ráðherra, efnir til í Rangárþingi í næsta mánuði. Guðni segir þetta verða tignarlegustu sjón allra tíma. Innlent 22. júlí 2025 22:23
Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Heimsmeistaramót íslenska hestsins fer fram í byrjun ágúst. Að mörgu þarf að huga fyrir slíkt mót og geta tilfinningarnar verið miklar að því loknu. Markmið keppenda eru þá skýr. Sport 17. júlí 2025 09:33
Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Anna Guðný Baldursdóttir bóndi undirbýr sig núna fyrir þátttöku í lengstu og erfiðustu kappreið heims, Mongol Derby. Keppnin hefst þann 4. ágúst í Ulaanbatar. Anna Guðný segir það langþráðan draum að taka þátt í keppninni. Aðeins einu sinni áður hefur Íslendingur tekið þátt en það var Aníta Aradóttir árið 2014. 46 taka þátt í keppninni í ár. Innlent 11. júlí 2025 07:03
Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Landsliðshópur Íslands fyrir heimsmeistaramót íslenska hestsins í Sviss var opinberaður með pompi og prakt í höfuðstöðvum Icelandair í Hafnarfirði síðdegis. Tæpur mánuður er í mót og spenna á meðal HM-fara. Sport 9. júlí 2025 17:38
Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Liturinn á hestinum Prins Greifa í Vestur Landeyjum vekur alltaf mikla athygli en hann er Brún ýruskjóttur varblesóttur og eini hesturinn hér á landi með þannig litasamsetningu. Innlent 6. júlí 2025 20:07
Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Dönsk táningsstúlka sem lést í hestaslysi skammt frá Silkiborg í Danmörku í fyrradag var að teyma íslenskan hest þegar slysið varð. Erlent 2. júlí 2025 11:29
Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Hryssan Hlökk er eitt allra efnilegasta hross, sem hefur komið fram hér á landi en hún og knapi hennar, Ásmundur Ernir Snorrason unnu öll helstu verðlaun á Íslandsmóti á Selfossi um helgina. „ Dekurprinsessa“, segir Ásmundur. Innlent 1. júlí 2025 20:05
„Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, fagnar því að ástarfundur þeirra Gleði og Hreyfils hafi borið árangur og bíður spenntur eftir afkvæminu sem verður kastað í vor, hvort sem það verður hryssa eða foli. Lífið 1. júlí 2025 11:41
Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Sextán ára gömul stúlka lést af sárum sínum þegar hestur sem hún teymdi tók skyndilega á rás og dró hana hundruð metra eftir jörðinni við Silkiborg á Jótlandi í morgun. Slysið átti sér stað á kynbótastöð. Erlent 30. júní 2025 15:41
Stóðhryssur ekki moldvörpur Antílópur eru ekki heldur mýs. Þetta vita dýralæknar og þeir þekkja muninn á blóðhag dýra. Skoðun 25. júní 2025 14:31
Var lengi hikandi að selja Ratcliffe laxveiðijarðirnar Cargolux-flugstjórinn fyrrverandi, sem safnaði laxveiðijörðum í Vopnafirði, segist hafa selt þær breska auðkýfingnum Jim Ratcliffe eftir að hafa sannfærst um að þar færi einlægur náttúruverndarsinni sem vildi vernda laxastofninn. Innlent 12. júní 2025 10:20
Stormurinn gegn stóðhryssunni Í vor hef ég leitað til hrossabænda, kynnt mig og óskað leyfis að fá að taka til varnar fyrir íslensku stóðhryssuna. Það geri ég til að þjóna tilvist hryssnanna enda þykir mér vænt um þær og vil standa með þeim. Ég er enn að vinna að því að fá leyfi bændanna og vil helst fara af stað í sumar. Skoðun 27. maí 2025 13:01
Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Hann heitir Sómi, tennurnar hans eru í góðu lagi og hófarnir líka en það fer engin á bak honum lengur. Hér erum við að tala um elsta núlifandi hest landsins því hann er þrjátíu og sex vetra og unir sér vel út í haga í Skógum undir Eyjafjöllum. Innlent 24. maí 2025 22:33
Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni hefur lagt til að gjaldtaka vegna minni háttar viðburða verði lögð af og gjaldtaka vegna meiri háttar viðburða verði helmingað. Borgin sjái reglulega á eftir viðburðum vegna gjaldtöku. Innlent 15. maí 2025 17:02
Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Gjaldið sem Reykjavíkurborg ætlaði að rukka Landssamband hestamannafélaga fyrir Miðbæjarreiðina svokölluðu var 477,5 þúsund krónur. Hestamennirnir létu ekki bjóða sér það og hættu við reiðina. Ráða hefði þurft níu starfsmenn til að loka götum fyrir reiðina og útvega dælubíl. Innlent 15. maí 2025 12:30
Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Miðbæjarreið Landssambands hestamannafélaga mun að óbreyttu ekki fara fram í ár. Ástæðan er sögð viðburðargjald sem Reykjavíkurborg hyggist innheimta fyrir viðburðinn. Innlent 15. maí 2025 10:40