Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Mist Edvardsdóttir: Við erum ekkert að fara þarna fram uppá hreyfinguna sko

Mist Edvardsdóttir skoraði annað mark Vals í 0-2 sigri á Stjörnunni í Bestu deild kvenna í kvöld. Hún og félagi hennar í vörninni, Arna Sif, skoruðu mörkin og spiluðu frábærlega í vörninni í dag. Þetta var í annað sinn sem Valskonur vinna 2-0 og þær tvær skora mörkin en Mist segir það þó ekki vera leikplanið að þær skori öll mörk.

Sport
Fréttamynd

Dagný og stöllur fá nýjan aðalþjálfara

Dagný Brynjarsdóttir og stöllur hennar í West Ham eru komnar með nýjan aðalþjálfara í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Paul Konchesky, fyrrum leikmaður Liverpool, hefur tekið við stjórnartaumunum.

Fótbolti
Fréttamynd

Rosengård og Kristianstad skildu jöfn í Íslendingaslag

Íslendingaliðin Rosengård og Kristianstad skiptu stigunum á milli sín þegar liðin mættust í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Lokatölur 1-1, en Delaney Baie Pridham, fyrrum leikmaður ÍBV, jafnaði metin fyrir Kristianstad á lokamínútunum.

Fótbolti
Fréttamynd

Arnar: Maður er kannski bara gráðugur á línunni og vill meira

Víkingur átti næsta auðvelt með Fram í kvöld þegar þeir unnu 4-1 sigur á gestum sínum. Leikið var í fimmtu umferð Bestu deildarinnar og var sigurinn aldrei í hættu. Þjálfari Víkings viðurkenndi það að vera gráðugur og að hafa viljað meira frá sínum mönnum en stigin voru vel þegin.

Fótbolti
Fréttamynd

Grindavík og HK unnu örugga sigra

Grindavík og HK unnu örugga sigra í leikjum sínum í Lengjudeild karla í fótbolta í kvöld. Grindvíkingar unnu 3-0 sigur gegn Þrótti Vogum og HK-ingar fóru á Auto-völlinn og unnu 3-1 sigur gegn KV.

Fótbolti