Umfjöllun og viðtöl: KR 0-4 Breiðablik | Sannfærandi Blikasigur gegn bitlausu botnliði Breiðablik vann öruggan 4-0 útisigur á KR í 4. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta að Meistaravöllum í Vesturbæ Reykjavíkur í kvöld. Alexandra Jóhannsdóttir kom Blikum á bragðið í endurkomuleik sínum fyrir Kópavogskonur. Íslenski boltinn 13. maí 2022 22:45
Alexandra alsæl að koma heim: Þurfti að pressa smá á þá Alexandra Jóhannsdóttir kynnti sig til leiks í Bestu deild kvenna í fótbolta í kvöld með marki eftir aðeins fimm mínútna leik í 4-0 sigri Breiðabliks á KR í Frostaskjóli. Alexandra hafði aðeins mætt á tvær æfingar með liðinu fyrir leik kvöldsins. Íslenski boltinn 13. maí 2022 22:15
Mist Edvardsdóttir: Við erum ekkert að fara þarna fram uppá hreyfinguna sko Mist Edvardsdóttir skoraði annað mark Vals í 0-2 sigri á Stjörnunni í Bestu deild kvenna í kvöld. Hún og félagi hennar í vörninni, Arna Sif, skoruðu mörkin og spiluðu frábærlega í vörninni í dag. Þetta var í annað sinn sem Valskonur vinna 2-0 og þær tvær skora mörkin en Mist segir það þó ekki vera leikplanið að þær skori öll mörk. Sport 13. maí 2022 22:08
Fjölnir og Selfoss enn með fullt hús stiga | Kórdrengir og Fylkir gerðu jafntefli Fjölnir og Selfoss hafa unnið báða leiki sína í upphafi móts í Lengjudeild Karla í fótbolta. Fjölnismenn unnu 4-1 sigur gegn Þór á meðan Selfyssingar unnu 2-1 sigur gegn Gróttu. Á sama tíma gerðu Kórdrengir og Fylkir 1-1 jafntefli. Fótbolti 13. maí 2022 21:30
Umfjöllun og Viðtöl: Stjarnan-Valur 0-2 | Valssigur í Garðabænum Stjarnan og Valur mættust í Bestu deild kvenna á Samsungvellinum í Garðabæ í kvöld. Leiknum lauk með 0-2 sigri gestanna í mjög daufum og lokuðum leik. Íslenski boltinn 13. maí 2022 21:07
Luton og Huddersfield hófu umspilið á jafntefli Luton tók á móti Huddersfield í fyrri undanúrslitaleik liðanna í umspili um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Liðin fara jöfn í seinni leikinn, en leikur kvöldsins endaði með 1-1 jafntefli. Enski boltinn 13. maí 2022 20:42
City afhjúpar styttu af Agüero í tilefni af tíu ára afmæli marksins fræga Englandsmeistarar Manchester City afhjúpuðu í dag styttu af Sergio Agüero fyrir utan Etihad völlinn í tilefni af því að í dag eru tíu ár síðan leikmaðurinn tryggði liðinu Englandsmeistaratitilinn í uppbótartíma í lokaumferð tímabilsins. Enski boltinn 13. maí 2022 19:45
Dagný og stöllur fá nýjan aðalþjálfara Dagný Brynjarsdóttir og stöllur hennar í West Ham eru komnar með nýjan aðalþjálfara í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Paul Konchesky, fyrrum leikmaður Liverpool, hefur tekið við stjórnartaumunum. Fótbolti 13. maí 2022 19:01
Rosengård og Kristianstad skildu jöfn í Íslendingaslag Íslendingaliðin Rosengård og Kristianstad skiptu stigunum á milli sín þegar liðin mættust í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Lokatölur 1-1, en Delaney Baie Pridham, fyrrum leikmaður ÍBV, jafnaði metin fyrir Kristianstad á lokamínútunum. Fótbolti 13. maí 2022 17:56
Guardiola baunar á Evra og Berbatov: „Rústuðum þeim í úrslitaleik Meistaradeildarinnar“ Pep Guardiola tók til varna og skaut föstum skotum í átt að fyrrverandi leikmönnum Manchester United sem hafa gagnrýnt lið Manchester City að undanförnu. Enski boltinn 13. maí 2022 17:01
Ekkert partý þótt að Liverpool vinni bikarinn á morgun Leikmenn Liverpool fá ekkert að halda sigurpartý annað kvöld þótt að þeir vinni Chelsea í úrslitaleik enska bikarsins. Enski boltinn 13. maí 2022 16:30
Einn besti leikmaður heims á leið til Parísar frá Barcelona Lieke Martens, ein besta fótboltakona heims, hefur ákveðið að ganga í raðir Paris Saint-Germain frá Barcelona í sumar. Fótbolti 13. maí 2022 15:00
Bann sjálfboðaliðans í Ólafsvík fellt úr gildi Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur fellt úr gildi sex mánaða bannið sem Kristján Ríkharðsson, sjálfboðaliði hjá Víkingi Ólafsvík, hafði verið úrskurðaður í vegna falsaðrar leikskýrslu. Íslenski boltinn 13. maí 2022 14:21
Markvörður fingurbrotnaði eftir deilur við þjálfarann sinn Lens-markvörðurinn Jean-Louis Leca missir af lokaspretti franska tímabilsins vegna meiðsla en ástæðan er stórfurðuleg. Fótbolti 13. maí 2022 14:03
Leiknismenn að skora á rúmlega fimm klukkutíma fresti í síðustu fjórtán leikjum Mörkin láta bíða eftir sér hjá Leiknismönnum í Bestu deild karla í fótbolta í sumar og svo hefur í raun verið allt síðan að liðið missti framherjann Sævar Atli Magnússon í atvinnumennsku. Nú eru fimm umferðir búnar af þessu tímabili og Leiknismaður hefur enn ekki skorað fyrir Leikni í ár. Íslenski boltinn 13. maí 2022 13:00
Ný treyja Newcastle eins og landsliðstreyja Sáda Leikmenn Newcastle munu spila leiki á næstu leiktíð í treyju sem þykir nánast nákvæmlega eins og landsliðstreyja Sádi-Arabíu, á fyrstu heilu leiktíðinni eftir að Sádar eignuðust félagið. Enski boltinn 13. maí 2022 12:31
Conte skaut fyrst á Klopp og núna á Arteta: Hættu að væla svona mikið Antonio Conte og lærisveinar hans í Tottenham eru skrefi nær sæti í Meistaradeildinni eftir 3-0 sigur á nágrönnum sínum í Arsenal í gær. Knattspyrnustjóri Arsenal var mjög ósáttur eftir leikinn en Conte sendi honum tóninn. Enski boltinn 13. maí 2022 10:31
Sjáðu fyrsta þátt Sumarmótanna: „Unnum alla leikina en töpuðum bara einum“ Gleðin var við völd í Fossvoginum á Cheerios-mótinu í fótbolta á dögunum þar sem Gaupi var á meðal gesta og heilsaði upp á unga iðkendur og kunna foreldra. Íslenski boltinn 13. maí 2022 10:00
City fékk Haaland á mesta afslætti sögunnar samkvæmt úttekt Það voru mörg stórlið á eftir norska framherjanum Erling Braut Haaland en á endanum voru það verðandi Englandsmeistarar Manchester City sem höfðu betur í því kapphlaupi eins og þeir eru að gera væntanlega í kapphlaupinu um enska titilinn í ár. Enski boltinn 13. maí 2022 09:31
Sjáðu slysamark í Keflavík og öll hin mörkin á Víkingakvöldi í Bestu í gær Víkingarnir úr Reykjavík og Keflavík röðuðu inn mörkum í Bestu deildinni í fótbolta í gærkvöld og nú má sjá þessi mörk inn á Vísi. Íslenski boltinn 13. maí 2022 09:00
Ekki enn viljað þiggja starf eftir viðskilnaðinn við Ísland Sænski knattspyrnuþjálfarinn Erik Hamrén, sem orðinn er 64 ára gamall, hefur fengið nóg af tilboðum en ekki þjálfað neitt lið eftir að hann hætti með íslenska karlalandsliðið árið 2020. Fótbolti 13. maí 2022 08:30
Valsfjölskylda gæti hafa varið 250 þúsund krónum í miða á tveimur mánuðum Valsarar ætla sér að vera stórveldi í stóru boltagreinunum þremur, hjá konum og körlum, eins og síðustu vikur hafa sýnt svo glögglega. Stuðningsmenn Vals gætu mögulega mætt á 29 heimaleiki á aðeins tveimur mánuðum. Sport 13. maí 2022 08:01
Fordæma eigin stuðningsmenn sem gerðu grín að Emiliano Sala Forráðamenn franska knattspyrnufélagsins Nice fordæma hluta af stuðningsmönnum sínum sem tóku upp á því að syngja söngva þar sem gert var grín að Emiliano Sala sem lést í flugslysi í janúar árið 2019. Fótbolti 13. maí 2022 07:01
„Ég fer í bann ef ég segi hvað mér finnst“ Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, var allt annað en sáttur eftir tapið gegn erkifjendum liðsins í Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Enski boltinn 12. maí 2022 23:30
„Leikmaður Keflavíkur brotlegur í aðdragandanum“ Brynjar Hlöðversson, leikmaður Leiknis, var langt því frá að vera ánægður eftir 3-0 tap gegn Keflavík í fimmtu umferð Bestu deildarinnar í kvöld. Fótbolti 12. maí 2022 23:17
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Leiknir 3-0 | Keflvíkingar unnu sinn fyrsta leik Keflavík vann öruggan 3-0 sigur er liðið tók á móti Leikni í Bestu-deild karla í fótbolta í kvöld. Bæði lið voru í leit að sínum fyrsta sigri fyrir leikinn, en bið Keflvíkinga er nú á enda. Íslenski boltinn 12. maí 2022 23:10
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - Fram 4-1 | Meistararnir unnu öruggan sigur gegn nýliðunum Íslandsmeistarar Víkings unnu öruggan 4-1 sigur er liðið tók á móti nýliðum Fram í Bestu-deild karla í fótbolta í kvöld. Íslenski boltinn 12. maí 2022 22:20
Arnar: Maður er kannski bara gráðugur á línunni og vill meira Víkingur átti næsta auðvelt með Fram í kvöld þegar þeir unnu 4-1 sigur á gestum sínum. Leikið var í fimmtu umferð Bestu deildarinnar og var sigurinn aldrei í hættu. Þjálfari Víkings viðurkenndi það að vera gráðugur og að hafa viljað meira frá sínum mönnum en stigin voru vel þegin. Fótbolti 12. maí 2022 21:45
Spænsku meistararnir felldu botnliðið með öruggum sigri Nýkrýndir Spánarmeistarar Real Madrid unnu afar sannfærandi 6-0 sigur er liðið tók á móti botnliði Levante í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Fótbolti 12. maí 2022 21:43
Grindavík og HK unnu örugga sigra Grindavík og HK unnu örugga sigra í leikjum sínum í Lengjudeild karla í fótbolta í kvöld. Grindvíkingar unnu 3-0 sigur gegn Þrótti Vogum og HK-ingar fóru á Auto-völlinn og unnu 3-1 sigur gegn KV. Fótbolti 12. maí 2022 21:32