Besta liðið og markasyrpan: „Lúxushöfuðverkur hve margar gera tilkall“ Lið ársins, besti leikmaður og þjálfari voru valin í veglegum uppgjörsþætti Bestu markanna eftir að leiktíðinni lauk um helgina í Bestu deild kvenna í fótbolta. Myndband til heiðurs meisturum Vals og markasyrpa sumarsins voru einnig sýnd í þættinum. Íslenski boltinn 4. október 2022 12:30
Börn með tárin í augunum meðal drukkinna stuðningsmanna Faðir sem fór með börnin sín tvö á bikarúrslitaleik Víkings og FH segir að drukknir áhorfendur hafi sett svartan blett á upplifunina. Honum fannst öryggisgæslu á leiknum ábótavant. Samskiptastjóri KSÍ segir að hún hafi verið með hefðbundnum hætti og erfitt sé að koma í veg fyrir skrílslæti stuðningsmanna. Íslenski boltinn 4. október 2022 11:06
Baulað á Hákon sem þurfti bara nýja skó Eftir að hafa fengið á sig eitt mark í bláum skóm hélt Hákon Rafn Valdimarsson marki sínu hreinu í rauðum skóm í góðum 3-1 sigri Elfsborg gegn IFK Gautaborg í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær. Fótbolti 4. október 2022 10:31
Benítez gæti verið á leið aftur í enska boltann Knattspyrnustjórinn Rafa Benítez virðist vera efstur á blaði hjá forráðamönnum enska úrvalsdeildarfélagsins Nottingham Forest yfir þá sem gætu tekið við af Steve Cooper verði hann rekinn. Enski boltinn 4. október 2022 09:31
Fjölbreytnin fer illa með íslenskan fótbolta Um leið og það ætti kannski að vera gleðiefni að kvennalið Stjörnunnar og karlalið KA nái þeim tímamótum að komast í Evrópukeppni í fótbolta þá má segja að það sé alls ekki hagur íslensks fótbolta. Það er vegna fyrirkomulags UEFA, knattspyrnusambands Evrópu, sem þjónar hag stærstu knattspyrnuvelda álfunnar. Íslenski boltinn 4. október 2022 08:00
„Skiljum ekki alltaf konur en skilningurinn hefur aukist“ Kristján Guðmundsson vitnaði í Arsene Wenger, setti stefnuna á Íslandsmeistaratitil og útskýrði hvernig námskeið í að tala við stelpur hefur hjálpað honum, í viðtali eftir frábæran árangur kvennaliðs Stjörnunnar í fótbolta undir hans stjórn. Íslenski boltinn 4. október 2022 07:31
Guardiola: Haaland fær allt, Messi gat skapað allt Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, neyddist til að bera saman þá Erling Haaland og Lionel Messi, þar sem hann sagði Messi hafa ákveðið forskot á þann norska. Fótbolti 4. október 2022 07:00
Steven Gerrard flæktur inn í írskt glæpagengi Steven Gerrard, fyrrum leikmaður Liverpool og núverandi knattspyrnustjóri Aston Villa, er á forsíðum breska fjölmiðla þessa stundina vegna tegnsla við glæpagengi í Írlandi. Enski boltinn 3. október 2022 23:01
Rodgers hafði betur í baráttunni um uppsögnina Leicester City vann sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu í kvöld með 4-0 sigur á nágrönnum sínum í Nottingham Forest. Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Leicester, gæti hafa bjargað starfi sínu með sigri á meðan útlitið er verra hjá Steve Cooper, knattspyrnustjóra Nottingham Forest. Enski boltinn 3. október 2022 22:00
„Verðum að bera meiri virðingu fyrir færunum okkar“ .Breiðablik vann sannfærandi 3-0 sigur á Stjörnunni í kvöld. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ánægður með frammistöðu Breiðabliks. Sport 3. október 2022 21:45
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Stjarnan 3-0 | Toppliðið byrjar úrslitakeppnina á sigri Breiðablik sem er á toppi deildarinnar byrjaði úrslitakeppnina á 3-0 sigri gegn Stjörnunni. Breiðablik stýrði leiknum og eftir að Dagur Dan Þórhallsson braut ísinn á 12. mínútu gerði Stjarnan aldrei tilkall til að skora. Íslenski boltinn 3. október 2022 21:15
Úrslitaleikur Sambandsdeildarinnar vinsælli en úrslitaleikur Evrópudeildarinnar Aleksander Ceferin, forseti evrópska knattspyrnusambandsins UEFA, barðist fyrir því á sínum tíma að fá Sambandsdeildina samþykkta, deild sem varð svo vinsælli en Evrópudeildin, samkvæmt honum sjálfum. Fótbolti 3. október 2022 20:31
Ógnvænleg tölfræði Haaland vekur athygli Erling Haaland, leikmaður Manchester City, hefur verið óstöðvandi í upphafi leiktímabils í ensku úrvalsdeildinni. Með álíka áframhaldi mun Norðmaðurinn bæta öll helstu markamet deildarinnar. Enski boltinn 3. október 2022 19:45
Hákon Rafn stóð vaktina í mikilvægum sigri Elfsborg Hákon Rafn Valdimarsson og Sveinn Aron Guðjohnsen, leikmenn Elfsborg, unnu 1-3 sigur á útivelli gegn IFK Gautaborg í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Fótbolti 3. október 2022 19:00
Leikur upp á líf og dauða milli Cooper og Rodgers Seinna í kvöld fer fram leikur Leicester City og Nottingham Forest, viðureign sem breskir miðlar fullyrða að verði sá síðasti hjá knattspyrnustjóra annars hvors liðs. Enski boltinn 3. október 2022 17:45
Sá besti í Þýskalandi fer til Chelsea næsta sumar Chelsea hefur fest kaup á Frakkanum Christopher Nkunku og mun hann ganga til liðs við félagið frá RB Leipzig í Þýskalandi næsta sumar. Fótbolti 3. október 2022 17:00
Vildi vera eins og Ronaldo: „Hann var bestur, þó hann hafi verið feitur“ Pierre-Emerick Aubameyang segist hafa drukkið í sig kunnáttu heimsklassa framherja í AC Milan þegar hann var þar á mála sem ungur leikmaður. Mest leit hann upp til Brasilíumannsins Ronaldo, sem var kominn af léttasta skeiði þegar hann samdi við félagið. Fótbolti 3. október 2022 16:31
Sagði að strákarnir hans Gerrards spiluðu á hraða snigilsins Jesse Marsch, knattspyrnustjóri Leeds United, gagnrýndi leikstíl Aston Villa eftir markalaust jafntefli liðanna í ensku úrvalsdeildinni í gær. Enski boltinn 3. október 2022 16:01
Klopp um Núñez: Liðið er ekki að hjálpa honum Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, kveðst hafa litlar áhyggjur af úrúgvæska framherjanum Darwin Núñez þrátt fyrir brösuga byrjun hans í Bítlaborginni. Enski boltinn 3. október 2022 15:00
Sú besta var á leið úr landi og átti bara eftir að skrifa nafnið sitt Besti leikmaðurinn og efnilegasti leikmaður Bestu deildar kvenna í fótbolta í sumar mættu sem gestir í uppgjörsþátt Bestu markanna eftir lokaumferðina á laugardag. Íslenski boltinn 3. október 2022 14:33
Harrington hættur hjá KR eftir stormasamt sumar Chris Harrington er hættur sem þjálfari kvennaliðs KR í fótbolta. Hann kom inn í þjálfarateymi liðsins á miðju tímabili sem lauk um helgina og KR-liðið fallið úr efstu deild. Íslenski boltinn 3. október 2022 13:30
Gummi Ben biðlar til Barkar: „Værir þú til í að leyfa okkur það?“ „Við vildum faglegri endi, sem sæmir þessu félagi og þessum þjálfara,“ segir Lárus Orri Sigurðsson um uppsögn Arnars Grétarssonar frá KA í síðasta mánuði. Uppsögn Arnars fyrir norðan og líkleg skipti hans til Vals voru til umræðu í Stúkunni. Íslenski boltinn 3. október 2022 13:00
Draumar Jasmínar halda áfram að rætast Jasmín Erla Ingadóttir hefur átt frábæra síðustu daga og í dag var hún svo valin í íslenska landsliðið sem á fyrir höndum úrslitaleik um sæti á HM í fótbolta. Fótbolti 3. október 2022 12:50
Harma hegðun „nokkurra skemmdra epla“ Knattspyrnufélagið Víkingur hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem framkoma nokkurra stuðningsmanna á bikarúrslitaleiknum um helgina er hörmuð. Félagið hefur óskað eftir myndum og upptökum og vill ná tali af mönnunum. Íslenski boltinn 3. október 2022 12:20
Sara mætir hinum meisturunum og Barcelona er í Íslendingariðli Sara Björk Gunnarsdóttir fer á sinn gamla heimavöll í Lyon og þarf einnig að takast á við Arsenal, í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í vetur. Fjöldi íslenskra landsliðskvenna er í liðunum 16 sem spila í keppninni. Fótbolti 3. október 2022 11:28
Sjáðu fimm bestu mörk sumarsins Bestu mörkin völdu fimm bestu mörk tímabilsins í Bestu deild kvenna í lokaþætti sumarsins sem var eftir lokaumferð deildarinnar á laugardag. Íslenski boltinn 3. október 2022 10:31
Sjáðu sjálfsmark KR, dönsku skærin og vonbrigði ÍA: „Þú stendur ofan í þessu“ Fyrsta úrslitakeppnin í sögu efstu deildar karla í fótbolta fór af stað í gær með einum leik í efri hluta og tveimur í neðri hluta. Ellefu mörk voru skoruð og rauða spjaldið fór tvisvar á loft, eins og sjá má í myndböndum hér á Vísi. Íslenski boltinn 3. október 2022 09:00
Stólpagrín gert að Hart stem steinlá Joe Hart, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Englands, þótti sýna mikla leikræna tilburði í leik með Celtic gegn Motherwell í skosku úrvalsdeildinni í fótbolta um helgina. Fótbolti 3. október 2022 08:30
Haaland fékk fyndin skilaboð frá liðsfélaga á boltann „Þetta á eftir að kosta mikinn pening í kaupum á fótboltum,“ skrifaði Aymeric Laporte, leikmaður Manchester City, við mynd af þeim Erling Haaland og Phil Foden sem báðir fengu keppnisbolta til eignar eftir að hafa skorað þrennu í 6-3 sigrinum gegn Manchester United. Enski boltinn 3. október 2022 08:01
Elín Metta er hætt Knattspyrnukonan og markaskorarinn Elín Metta Jensen hefur lagt skóna á hilluna. Hún varð Íslandsmeistari með Val um helgina og valin í íslenska landsliðshópinn sem kemur saman í vikunni til undirbúnings fyrir úrslitaleikinn um sæti á HM. Fótbolti 3. október 2022 07:30