Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Börn með tárin í augunum meðal drukkinna stuðningsmanna

Faðir sem fór með börnin sín tvö á bikarúrslitaleik Víkings og FH segir að drukknir áhorfendur hafi sett svartan blett á upplifunina. Honum fannst öryggisgæslu á leiknum ábótavant. Samskiptastjóri KSÍ segir að hún hafi verið með hefðbundnum hætti og erfitt sé að koma í veg fyrir skrílslæti stuðningsmanna.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Baulað á Hákon sem þurfti bara nýja skó

Eftir að hafa fengið á sig eitt mark í bláum skóm hélt Hákon Rafn Valdimarsson marki sínu hreinu í rauðum skóm í góðum 3-1 sigri Elfsborg gegn IFK Gautaborg í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær.

Fótbolti
Fréttamynd

Fjölbreytnin fer illa með íslenskan fótbolta

Um leið og það ætti kannski að vera gleðiefni að kvennalið Stjörnunnar og karlalið KA nái þeim tímamótum að komast í Evrópukeppni í fótbolta þá má segja að það sé alls ekki hagur íslensks fótbolta. Það er vegna fyrirkomulags UEFA, knattspyrnusambands Evrópu, sem þjónar hag stærstu knattspyrnuvelda álfunnar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Rod­gers hafði betur í bar­áttunni um upp­sögnina

Leicester City vann sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu í kvöld með 4-0 sigur á nágrönnum sínum í Nottingham Forest. Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Leicester, gæti hafa bjargað starfi sínu með sigri á meðan útlitið er verra hjá Steve Cooper, knattspyrnustjóra Nottingham Forest.

Enski boltinn
Fréttamynd

Harma hegðun „nokkurra skemmdra epla“

Knattspyrnufélagið Víkingur hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem framkoma nokkurra stuðningsmanna á bikarúrslitaleiknum um helgina er hörmuð. Félagið hefur óskað eftir myndum og upptökum og vill ná tali af mönnunum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Haaland fékk fyndin skilaboð frá liðsfélaga á boltann

„Þetta á eftir að kosta mikinn pening í kaupum á fótboltum,“ skrifaði Aymeric Laporte, leikmaður Manchester City, við mynd af þeim Erling Haaland og Phil Foden sem báðir fengu keppnisbolta til eignar eftir að hafa skorað þrennu í 6-3 sigrinum gegn Manchester United.

Enski boltinn
Fréttamynd

Elín Metta er hætt

Knattspyrnukonan og markaskorarinn Elín Metta Jensen hefur lagt skóna á hilluna. Hún varð Íslandsmeistari með Val um helgina og valin í íslenska landsliðshópinn sem kemur saman í vikunni til undirbúnings fyrir úrslitaleikinn um sæti á HM.

Fótbolti