Keegan orðaður við aðra endurkomu til Newcastle Verður Kevin Keegan maðurinn sem Mohammed bin Salman ætlar að treysta til að leiða uppbyggingu nýs stórveldis í Norður-Englandi? Enski boltinn 26. apríl 2020 16:30
Keane: Man Utd á langt í land með að ná City og Liverpool Manchester United goðsögnin Roy Keane telur félagið hafa tekið mörg góð skref á undanförnum mánuðum en engu að síður eigi liðið langt í land með að geta keppt við bestu lið Englands, Manchester City og Liverpool. Enski boltinn 26. apríl 2020 15:00
Engar launalækkanir hjá Chelsea Hvorki leikmenn né starfsfólk enska úrvalsdeildarfélagsins Chelsea munu þurfa að lækka í launum á meðan áhrifa kórónuveirufaraldursins gætir. Enski boltinn 26. apríl 2020 12:00
Leikið án áhorfenda í Noregi í allt sumar Stefnt er að því að hefja keppni í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta þann 23. maí næstkomandi en líklega verða engir áhorfendur leyfðir á leikjum deildarinnar fram á haust. Fótbolti 26. apríl 2020 11:15
Ungstirni Everton í vandræðum eftir að hafa haldið partý í samkomubanni Enska úrvalsdeildarfélagið Everton hefur gefið út yfirlýsingu þar sem félagið fordæmir hegðun ítalska sóknarmannsins Moise Kean sem er á mála hjá félaginu. Enski boltinn 26. apríl 2020 09:45
Segja PSG vera tilbúið með boð í Pogba Frönsku meistararnir í PSG eru sagðir vera tilbúna með boð í franska landsliðsmanninn Paul Pogba. Það sem meira er að fyrrum leikmaður Man. United, Angel Di Maria, er boðinn í hina áttina í staðinn. Fótbolti 26. apríl 2020 09:00
Stemningin á Anfield líklega sú besta sem Terry upplifði á sínum ferli John Terry, fyrrum varnamaður Chelsea og enska landsliðsins, er nú aðstoðarþjálfari Aston Villa. Hann fær ekkert að þjálfa um þessar mundir vegna kórónuveirunnar en hann var í viðtali við Jamie Carragher og Sky Sports um heima og geima. Fótbolti 26. apríl 2020 07:00
Freyr um ÍBV: „Annað hvort fljúga þeir upp eða þetta fer allt í hina áttina“ Aðstoðarlandsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson segir að ÍBV muni annað hvort fara rakleiðis upp í Pepsi Max-deildina eða að liðið verði í miklum vandræðum í fyrstu deildinni í knattspyrnu í sumar. Fótbolti 25. apríl 2020 23:00
Einn harðasti Stjörnumaðurinn vonast til þess að safna rúmri milljón fyrir félagið eftir maraþonhlaup Almar Guðmundsson, fyrrum formaður knattspyrnudeildar Stjörnunnar, gerði sér lítið fyrir og hljóp heilt maraþon í dag til styrktar knattspyrnudeild félagsins. Söfnunin er enn í gangi og miðar vel. Fótbolti 25. apríl 2020 21:00
Fimleikafélagið: Dunkin’ Donuts, stemningin í þjálfarateyminu og leikdagur Í þriðja þætti þriðju seríu Fimleikafélagsins er karlaliði FH í fótbolta fylgt eftir í Flórída. Fótbolti 25. apríl 2020 18:30
Kanna tengsl kórónuveirunnar á Englandi og leiks Liverpool og Atletico Madrid Sett hefur verið af stað rannsókn á Englandi þar sem kannað er hvort að leikur Liverpool og Atletico Madrid í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar hafi haft áhrif á útbreiðslu kórónuveirunnar. Fótbolti 25. apríl 2020 17:00
Willum spilaði allan leikinn í sigri Willum Þór Willumsson og félagar í BATE Borisov komust aftur á sigurbraut í hvít-rússnesku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Fótbolti 25. apríl 2020 15:57
Leikmenn skyldaðir til að spila með andlitsgrímur? Þjóðverjar stefna á að verða á meðal fyrstu þjóða Evrópu til að hefja deildarkeppni í fótbolta á nýjan leik eftir kórónaveirufaraldurinn og horfa forráðamenn þýska knattspyrnusambandsins til þess að keppni í þýsku úrvalsdeildinni geti hafist þann 9.maí næstkomandi. Fótbolti 25. apríl 2020 13:00
Zlatan æfir á fullu með Hammarby en veit ekki hvar hann mun spila næst Sænski markahrókurinn Zlatan Ibrahimovic kveðst ekki vita hvar hans framtíð liggur í boltanum en hann æfir um þessar mundir af fullum krafti með sænska úrvalsdeildarliðinu Hammarby. Fótbolti 25. apríl 2020 11:15
Woodward: Verður ekki venjulegur félagaskiptagluggi Enska stórveldið Manchester United stendur afar vel fjárhagslega og er talið að félagið muni standa nokkuð vel að vígi þegar fótboltinn fer aftur að rúlla, ólíkt mörgum öðrum félögum. Enski boltinn 25. apríl 2020 09:45
Tour de France gæti komið í veg fyrir EM í Kaupmannahöfn Það gæti farið svo að EM í fótbolta verði ekki spilað í Kaupmannahöfn þegar það fer fram næsta sumar. Hjólreiðakeppnin Tour de France gæti komið í veg fyrir að fótboltinn verður spilaður á Parken sumarið 2021. Fótbolti 24. apríl 2020 21:00
Líkir Van Dijk við fjall Alvaro Morata, framherji Atletico Madrid, segir að þeir Virgil van Dijk, Sergio Ramos og Giorgio Chiellini séu þeir þrír erfiðustu varnarmenn sem spænski framherjinn hefur spilað við á ferlinum. Fótbolti 24. apríl 2020 19:00
Hver er besti þjálfarinn í sögu efstu deildar í knattspyrnu? Í Sportinu í kvöld á miðvikudaginn var rætt um hver væri besti þjálfarinn í sögu efstu deildar í knattspyrnu. Guðmundur Benediktsson, Freyr Alexandersson og Hjörvar Hafliðason ræddu þetta vel og lengi. Fótbolti 24. apríl 2020 18:00
Ætlaði að kaupa íbúðir en Persie sagði honum að vinna með skallatæknina og fyrstu snertinguna því þá yrði hann ríkari Robin Van Persie var í ansi fróðlegu viðtali hjá Jake Humphrey, fréttamanni BT Sport á dögunum, en í hlaðvarpsþætti fóru þeir yfir víðan völl og ræddu meðal annars um áhugavert samtal sem Hollendingurinn átti við félaga sinn á sínum tíma. Fótbolti 24. apríl 2020 17:30
Gaupi og Maggi Bö hlustuðu á grasið á Meistaravöllum vaxa Vallarstjórinn á Meistaravöllum segir að hann sé í fínu ásigkomulagi. Hann er ekki hrifinn af gervigrasþróuninni. Íslenski boltinn 24. apríl 2020 16:27
Hollendingar flauta tímabilið af Ekki verða fleiri leikir spilaðir í hollenska boltanum á þessu tímabili. Það hefur verið flautað af vegna kórónuveirufaraldursins. Fótbolti 24. apríl 2020 15:47
„Virðist hafa verið einhver snákur innan herbúða Arsenal“ Hjörvar Hafliðason sparkspekingur segir að það sé einhver snákur innan Arsenal. Það leki mikið og hafi gert síðustu ár en í Sportinu í kvöld fyrr í vikunni var rætt um þær sögusagnir um að Mesut Özil hafi neitað að taka á sig launalækkun. Fótbolti 24. apríl 2020 14:30
Keane stendur með leikmönnunum í launaumræðunni: „Kemur engum við hvað þú gerir við launin þín“ Sjöfaldi enski meistarinn Roy Keane stendur með leikmönnum ensku úrvalsdeildarinnar í launaumræðunni sem er ansi hávær þessa daganna á Englandi en knattspyrnumenn hafa verið gagnrýndir fyrir að taka ekki á sig veglega launalækkun vegna kórónuveirunnar. Fótbolti 24. apríl 2020 12:30
„Deildin verður það jöfn að Fylkir getur fallið“ Freyr Alexandersson aðstoðarlandsliðsþjálfari segir að ef Fylkir heldur ekki nægilega vel á spilunum í sumar gæti liðið fallið úr Pepsi Max-deild karla. Fylkir var meðal umræðuefna í Sportinu í kvöld fyrr í vikunni. Fótbolti 24. apríl 2020 12:00
„Frábær náungi en aldrei virkað á mig sem maður með miklar pælingar um fótbolta“ Atli Sveinn Þórarinsson er nýráðinn þjálfari Fylkis en þetta er hans annað verkefni í meistaraflokksþjálfun. Hann þjálfaði Dalvík/Reyni í 3. deildinni sumarið 2018 en Hjörvar Hafliðason sparkspekingur veit ekki hvort að Atli sé með miklar pælingar um fótbolta þó að hann sé frábær náungi. Fótbolti 24. apríl 2020 09:30
Werner sagður klár en óvíst hvort að Liverpool sé tilbúið að borga klásúluna Þýski framherjinn Timo Werner er tilbúinn að ganga í raðir Liverpool í sumar frá RB Leipzig ef félagið borgar upp klásúlu í samningi hans en hann er falur fyrir 52 milljónir punda. Sky Sports greinir frá. Fótbolti 24. apríl 2020 08:30
Vill að ríkisstjórnin leggi rúma átta milljarða íslenskra króna í knattspyrnuhreyfinguna Terje Svendsen, forseti norska knattspyrnusambandsins, vill að ríkisstjórnin þar í landi hjálpi fótboltanum til muna og að knattspyrnusambandið fái 600 milljónir norskra króna í stuðning en sú upphæð jafngildir rúmlega átta milljörðum íslenskra króna. Fótbolti 24. apríl 2020 08:00
Hjörvar um rekstrartapið hjá ÍA: „Hvernig getur þetta gerst?“ Hjörvar Hafliðason sparkspekingur velti því fyrir sér í þættinum Sportinu í kvöld hvernig knattspyrnudeild ÍA fór að því að tapa rúmlega sextíu milljónum króna á síðasta rekstrarári. Fótbolti 24. apríl 2020 07:30
Sálfræðilegar mælingar samhliða líkamlegum Knattspyrnusamband Íslands, í samstarfi við Háskólann í Reykjavík, hefur boðið öllum leikmönnum Íslands sem eru á eldra ári í þriðja flokki upp á mælingar á líkamlegu atgervi sem og sálfræðilegar mælingar. Fótbolti 24. apríl 2020 07:00
Dagskráin í dag: Sportið í dag, Domino´s Körfuboltakvöld, pílumót og margt fleira Beinum útsendingu frá íþróttaviðburðum hefur snarfækkað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar eins og gefur að skilja. Til að mæta því hafa Stöð 2 Sport og hliðarrásir verið dagskrársettar með nýju dagskrárefni og endursýningum af safnefni til að stytta íþróttaþyrstum stundirnar. Sport 24. apríl 2020 06:01