Aðalframherji Tyrkja og samherji Gylfa missir af EM í sumar Cenk Tosun, framherji Everton sem var á láni hjá Crystal Palace, er með slitið fremra krossband og spilar ekki meira á leiktíðinni né á Evrópumótinu í sumar. Enski boltinn 5. mars 2020 14:30
De Bruyne tæpur fyrir nágrannaslaginn gegn Man. Utd Kevin de Bruyne, leikmaður Manchester City, er tæpur fyrir nágrannaslaginn gegn erkifjendunum í Manchester United sem fer fram á sunnudaginn. Enski boltinn 5. mars 2020 14:00
Rooney: Ég elska Man. United og vil sjá þá vinna leiki en ekki þennan Wayne Rooney, fyrrum leikmaður Man. United og núverandi leikmaður Derby, mætir sínum gömlu félögum í kvöld er Derby og United mætast í enska bikarnum. Enski boltinn 5. mars 2020 13:30
Pulsan fer ekki á Laugardalsvöll í dag eins og áætlað var Hitatjaldið, pulsan svokallaða, sem á að leggja á Laugardalsvöllinn til að verja hann gegn kulda fyrir leik Íslands og Rúmeníu síðar í mánuðinum fer ekki á völlinn í dag. Fótbolti 5. mars 2020 11:45
Harry Kane gæti verið orðinn leikmaður Man. United þegar hann mætir í Laugardalinn í september Harry Kane, framherji Tottenham og enska landsliðsins, er farinn íhuga það að yfirgefa Tottenham samkvæmt nýjustu fréttum frá Englandi. Orðrómur er að hann hafi áhuga á að fara til Manchester United. Enski boltinn 5. mars 2020 11:30
Vatnsbrúsi hjálpaði Norwich í vítaspyrnukeppninni í gær Norwich er komið í átta liða úrslit ensku bikarkeppninnar eftir sigur á Tottenham í vítaspyrnukeppni í gær og þar kom vatnsbrúsi Tim Krul að góðum notum. Enski boltinn 5. mars 2020 11:00
Svona komust Manchester City, Leicester og Norwich áfram í enska bikarnum í gær Manchester City, Leicester og Norwich komust öll í átta liða úrslit ensku bikarkeppninnar í gærkvöldi. Manchester City og Leicester unnu bæði 1-0 sigra en Norwich vann Tottenham í vítakeppni. Vísir er með öll mörkin og vítaspyrnukeppnina. Enski boltinn 5. mars 2020 10:45
Smit innan eins liðs í ensku úrvalsdeildinni gæti gert því mjög erfitt að klára tímabilið Yfirmenn liðanna í ensku úrvalsdeildinni hafa öll fengið póst frá breskum stjórnvöldum þar sem farið er fram á það að liðin í ensku úrvalsdeildinni fari að skipuleggja sig betur varðandi viðbraðgsáætlanir vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Enski boltinn 5. mars 2020 10:30
21 dagur í Rúmeníuleikinn: Þegar Ríkharður Daðason og KR-liðið skutu niður rúmenskt stórlið Sumarið 1997 náði KR-liðið einum athyglisverðustu úrslitum í sögu íslenskra knattspyrnuliða í Evrópukeppni þegar Vesturbæjarliðið skaut niður rúmenskt stórlið í UEFA-bikarnum. Fótbolti 5. mars 2020 10:00
„Rooney gæti orðið framtíðarstjóri Manchester United“ Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, segir að Wayne Rooney gæti einn daginn taka við stjórastöðunni hjá þeim rauðklæddu frá Manchester. Enski boltinn 5. mars 2020 09:00
Mourinho sagði stuðningsmanninn hafa móðgað Dier og fjölskyldu hans Jose Mourinho, stjóri Tottenham, stendur með Eric Dier, leikmanni liðsins, eftir skógarferð hans upp í stúku eftir leik Tottenham og Norwich í enska bikarnum. Enski boltinn 5. mars 2020 08:30
Forsetinn sem studdi Guðna tjáir sig um Evrópubann Man. City Aleksander Ceferin, forseti UEFA, treystir dómstólum til að komast að réttri niðurstöðu í máli Manchester City sem var á dögunum dæmt í þriggja ára bann frá Evrópukeppnum. Enski boltinn 5. mars 2020 08:00
Í beinni í dag: Man. Utd gæti sín á gömlum hundi Wayne Rooney mætir sínu gamla liði Manchester United í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld í síðasta leiknum í 16-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar í fótbolta. Enski boltinn 5. mars 2020 06:00
Leicester rifjar upp mark Jóhannesar Karls frá miðju: „Betra en hjá Beckham“ Í dag eru nákvæmlega 14 ár síðan Jóhannes Karl Guðjónsson skoraði eitt sitt fallegasta mark á ferlinum. Enski boltinn 4. mars 2020 23:30
Dier hjólaði í áhorfanda | Stöðvaður af gæslunni Eric Dier, leikmaður Tottenham, ruddi sér leið upp í stúku og réðist að áhorfanda eftir tapið gegn Norwich í ensku bikarkeppninni í kvöld. Enski boltinn 4. mars 2020 23:02
Norwich sló Tottenham út í vító | Dregið í 8-liða úrslit Norwich er komið í 8-liða úrslit ensku bikarkeppninnar eftir sigur á Tottenham í vítaspyrnukeppni í Lundúnum í kvöld. Enski boltinn 4. mars 2020 22:30
Sverrir Ingi fagnað sigri á toppliði Grikklands Sverrir Ingi Ingason og félagar í PAOK unnu Olympiacos 3-2 á heimavelli í fyrri leik liðanna í undanúrslitum grísku bikarkeppninnar í kvöld. Fótbolti 4. mars 2020 22:07
Meistarar Man. City og Leicester í 8-liða úrslit Ríkjandi Englands-, bikar- og deildarbikarmeistarar Manchester City unnu í kvöld 1-0 sigur gegn B-deildarliði Sheffield Wednesday á útivelli í ensku bikarkeppninni. Enski boltinn 4. mars 2020 21:30
Perla Hilmars dugði til jafnteflis við Val | Sjáðu mörkin Hilmar Árni Halldórsson tryggði Stjörnunni 2-2 jafntefli við Val í Lengjubikarnum í fótbolta á Samsung-vellinum í Garðabæ í kvöld. Mörkin úr leiknum fylgja fréttinni. Íslenski boltinn 4. mars 2020 20:53
Allsherjar áhorfendabann á Ítalíu í mánuð Áhorfendur verða bannaðir á öllum íþróttaviðburðum á Ítalíu næsta mánuðinn vegna útbreiðslu kórónuveirunnar þar í landi. Sport 4. mars 2020 19:52
„Æðisleg tilfinning“ | Nýliðinn hélt hreinu en kveður á morgun „Þetta var æðisleg tilfinning,“ segir Cecilía Rán Rúnarsdóttir sem 16 ára gömul lék sinn fyrsta A-landsleik í fótbolta í dag. Hún þarf hins vegar að kveðja liðsfélaga sína á morgun. Fótbolti 4. mars 2020 18:32
Sennilega okkar slakasti landsleikur Þrátt fyrir 1-0 sigur gegn Norður-Írlandi á Spáni í dag segir Jón Þór Hauksson leikinn sennilega þann slakasta hjá kvennalandsliðinu í fótbolta frá því að hann tók við stjórn liðsins. Fótbolti 4. mars 2020 18:09
Sportpakkinn: Átján ára Skoti stal senunni þegar Chelsea vann Liverpool Chelsea, Newcastle United og Sheffield United tryggðu sér sæti í 8-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar í gær. Enski boltinn 4. mars 2020 18:00
Dagný tryggði Íslandi sigur og Cecilía hélt hreinu í fyrsta leik Íslenska kvennalandsliðið vann 1-0 sigur á Norður Írlandi í fyrsta leik sínum á Pinatar æfingamótinu á Spáni. Ísland á eftir að mæta Úkraínu og Skotlandi á árinu. Fótbolti 4. mars 2020 16:00
Cecilía bætir met Þóru í dag Cecilía Rán Rúnarsdóttir verður í dag yngsti markvörður A-landsliðanna frá upphafi þegar hún byrjar leikinn á móti Norður Írum á æfingamótinu á Spáni. Fótbolti 4. mars 2020 13:30
Garðar Örn: Þetta er algjör skítaheimur Einn besti dómari í sögu Íslands, Garðar Örn Hinriksson, er í afar áhugaverðu viðtali í dag. Íslenski boltinn 4. mars 2020 13:21
Aftur stal Dortmund ungstirni fyrir framan nefið á United-mönnum Svo virðist sem Borussia Dortmund hafi haft betur en Manchester United í baráttunni um enska ungstirnið Jude Bellingham hjá Birmingham City. Enski boltinn 4. mars 2020 13:00
Sextán ára stelpa í marki íslenska landsliðsins í dag Cecilía Rán Rúnarsdóttir fær sitt fyrsta tækifæri með A-landsliði kvenna í dag en landsliðsþjálfarinn Jón Þór Hauksson hefur valið hana í byrjunarlið sitt á móti Norður Írlandi í opnunarleik Pinatar æfingamótsins á Spáni. Fótbolti 4. mars 2020 12:36
Liverpool búið tapa fleiri leikjum en þrennulið Manchester United frá 1998-99 Liverpool liðið á þessu tímabili hefur verið borið mikið saman við þrennulið Manchester United frá 1998-99 en með tapinu á móti Chelsea í gær missti Liverpool af tveimur möguleikum á að jafna árangur þessa United liðs. Enski boltinn 4. mars 2020 12:00
Glódís Perla: Ótrúlega skrýtið að vera ekki að fara á Algarve Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta spilar í dag fyrsta leik sinn á Pinatar æfingamótinu á Spáni en mótið kom í staðinn fyrir Algarve mótið sem íslenska liðið fékk ekki að spila á í ár. Fótbolti 4. mars 2020 11:30