Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Blikakonur nær tugum milljóna og desemberleikjum

Íslandsmeistarar Breiðabliks í fótbolta kvenna eiga ágæta möguleika á því að verða í hópi 16 bestu liða Evrópu sem leika í nýrri riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu frá október fram í desember. Það myndi skila félaginu tugmilljónum króna í kassann.

Fótbolti
Fréttamynd

Rúnar Alex, Aubameyang og Lacazette með veiruna

Landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson og liðsfélagar hans hjá Arsenal, Pierre-Emerick Aubameyang og Alexandre Lacazette, voru ekki í leikmannahópi Arsenal sem tapaði gegn nýliðum Brentford um helgina vegna veikinda. Nú hefur það verið staðfest að þeir greindust með kórónaveiruna.

Enski boltinn
Fréttamynd

Framarar tryggðu sér sæti í Pepsi Max deild karla

Framarar munu leika í deild þeirra bestu á næsta tímabili, en liðið tryggði sér sæti í Pepsi Max deildinni að ári með 2-1 sigri gegn Selfyssingum. Þá unnu tíu leikmenn Grindavíkur 2-1 sigur gegn Þrótti R. og Grótta vann einnig 2-1 sigur gegn Kórdrengjum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Tap hjá Tottenham í fyrsta leik Sambandsdeildarinnar

Enska knattspyrnuliðið Tottenham Hotspur heimsótti Pacos de Ferreira frá Portúgal í Sambandsdeild Evrópu í kvöld. Heimamenn höfðu betur 1-0, og Lundúnaliðið hefur því verk að vinna í seinni leik liðanna að viku liðinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Sjáðu Brennuþrennuna og mörk systranna

Brenna Lovera skoraði þrennu fyrir Selfoss í 4-3 sigrinum gegn Fylki í Árbæ í gærkvöld og er markahæst í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta. Mörkin úr leiknum má nú sjá á Vísi.

Fótbolti
Fréttamynd

Segir Guðna og forystu KSÍ vita af umræddu kynferðisofbeldi

„Í mínum huga eru viðbrögð KSÍ sorgleg. Börn og ungmenni eiga meira skilið en að alast upp við það gildi og menningu að ofbeldi sé ekki ámælisvert.“ Þetta segir í grein frá Hönnu Björg Vilhjálmsdóttur, framhaldsskólakennara og forkonu jafnréttisnefndar KÍ. Undir greinina skrifa einnig meðlimir í femínistahópnum Öfgum og hópnum Aktívismi gegn nauðgunarmenningu. Segja þær KSÍ þurfa að taka gerendur ofbeldis úr íslenska karlalandsliðinu í fótbolta.

Fótbolti