Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Arnar Gunnlaugss.: Við vorum með 11 hetjur í kvöld

Arnar Gunnlaugsson var heldur betur ánægður með sína menn þegar þeir unnu Valsmenn í toppslag 18. umferðar Pepsi Max deildarinnar. Hann var sérstaklega ánægður með fyrri hálfleikinn en einnig hvernig liðið hans er að vaxa og dafna.

Fótbolti
Fréttamynd

Hólmar Örn skoraði í stórsigri

Hólmar Örn Eyjólfsson og félagar hans í norska liðinu Rosenborg unnu 4-0 stórsigur gegn Odd þegar liðin mættust í norsku deildinni í dag. Hólmar Örn skoraði fyrsta mark leiksins.

Fótbolti
Fréttamynd

Spánar­meistarar Atlético byrja á sigri

Angel Correa sá til þess að Spánarmeistarar Atlético Madrid hófu tímabilið á sigri er liðið mætti Elche í fyrstu umferð La Liga, spænsku úrvalsdeildarinnar. Lokatölur 1-0, einkar óvænt eða hitt þó heldur.

Fótbolti
Fréttamynd

Lukaku: „Við stjórnuðum leiknum“

Romelu Lukaku skoraði sitt fyrsta mark í ensku úvalsdeildinni eftir endurkomu sína til Chelsea í 2-0 sigri gegn Arsenal í dag. Hann segir liðið hafi stjórnað leiknum og að þeir hefðu getað skorað meira.

Enski boltinn
Fréttamynd

Viðar Örn og Viðar Ari skoruðu í jafntefum - Alfons og félagar með stórsigur

Fjórir leikir fóru fram í norska boltanum í dag og það voru Íslendingar í eldlínunni í þremur þeirra. Alfons Sampsted og félagar hans í Bodø/Glimt unnu 3-0 sigur gegn Kristiansund, Viðar Örn Kjartansson skoraði eina mark Vålerenga í 1-1 jafntefli gegn öðru Íslendingaliði Viking og Viðar Ari Jónsson og Adam Örn Arnarson skiptu stigunum á milli sín í Íslendingaslag.

Fótbolti
Fréttamynd

Greenwood bjargaði stigi fyrir United

Southampton og Manchester United gerðu 1-1 jafntefli er þau mættust í 2. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta á St. Mary's á suðurströnd Englands í dag. Mark Masons Greenwood bjargaði stigi fyrir United.

Enski boltinn
Fréttamynd

„Hæfileikabúnt og einstakur leikmaður“

Baldur Sigurðsson, leikmaður Fjölnis og sérfræðingur Pepsi Max Stúkunnar, jós lofi yfir Jónatan Inga Jónsson, leikmann FH, eftir frammistöðu hans í 5-0 sigri liðsins á Keflavík í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í gær.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Með hausinn í lagi

Aden Flint, miðvörður Cardiff City, er markahæsti leikmaður Championship-deildarinnar á Englandi þegar fjórum umferðum er lokið í deildinni. Öll átta mörk Cardiff á leiktíðinni hafa verið skoruð með skalla.

Fótbolti