Arnar Gunnlaugss.: Við vorum með 11 hetjur í kvöld Arnar Gunnlaugsson var heldur betur ánægður með sína menn þegar þeir unnu Valsmenn í toppslag 18. umferðar Pepsi Max deildarinnar. Hann var sérstaklega ánægður með fyrri hálfleikinn en einnig hvernig liðið hans er að vaxa og dafna. Fótbolti 22. ágúst 2021 21:33
Xherdan Shaqiri á leið til Lyon Svisslendingurinn Xherdan Shaqiri er á förum frá enska knattspyrnufélaginu Liverpool. Hann er á leiðinni í frönsku deildina þar sem hann mun spila með Lyon. Enski boltinn 22. ágúst 2021 20:31
Hólmar Örn skoraði í stórsigri Hólmar Örn Eyjólfsson og félagar hans í norska liðinu Rosenborg unnu 4-0 stórsigur gegn Odd þegar liðin mættust í norsku deildinni í dag. Hólmar Örn skoraði fyrsta mark leiksins. Fótbolti 22. ágúst 2021 19:51
Spánarmeistarar Atlético byrja á sigri Angel Correa sá til þess að Spánarmeistarar Atlético Madrid hófu tímabilið á sigri er liðið mætti Elche í fyrstu umferð La Liga, spænsku úrvalsdeildarinnar. Lokatölur 1-0, einkar óvænt eða hitt þó heldur. Fótbolti 22. ágúst 2021 19:15
Formaður knattspyrnudeildar Fram segir að ný aðstaða félagsins verði sú glæsilegasta á Íslandi Fram tryggði sér á dögunum sæti í Pepsi Max deild karla í fyrsta skipti síðan 2014. Liðið lék heimaleiki sína í sumar á gervigrasinu í Safamýri, en á næstu leiktíð mun liðið færa sig í Úlfarsárdal, þar sem að nýja svæðið þeirra hefur verið í byggingu í mörg ár. Íslenski boltinn 22. ágúst 2021 19:01
Juventus kastaði frá sér tveggja marka forskoti Juventus tapaði niður tveggja marka forskoti þegar að liðið gerði 2-2 jafntefli á útivelli gegn Udinese í fyrstu umferð ítölsku úrvalsdeildarinnar í dag. Fótbolti 22. ágúst 2021 18:31
Lukaku: „Við stjórnuðum leiknum“ Romelu Lukaku skoraði sitt fyrsta mark í ensku úvalsdeildinni eftir endurkomu sína til Chelsea í 2-0 sigri gegn Arsenal í dag. Hann segir liðið hafi stjórnað leiknum og að þeir hefðu getað skorað meira. Enski boltinn 22. ágúst 2021 18:30
Viðar Örn og Viðar Ari skoruðu í jafntefum - Alfons og félagar með stórsigur Fjórir leikir fóru fram í norska boltanum í dag og það voru Íslendingar í eldlínunni í þremur þeirra. Alfons Sampsted og félagar hans í Bodø/Glimt unnu 3-0 sigur gegn Kristiansund, Viðar Örn Kjartansson skoraði eina mark Vålerenga í 1-1 jafntefli gegn öðru Íslendingaliði Viking og Viðar Ari Jónsson og Adam Örn Arnarson skiptu stigunum á milli sín í Íslendingaslag. Fótbolti 22. ágúst 2021 17:58
Fyrsti sigur Bayern München á tímabilinu í fimm marka leik Þýskalandsmeistarar Bayern München tóku á móti FC Köln í þýska boltanum í dag. Heimamenn fóru að lokum með 3-2 sigur, en öll mörk leiksins komu í seinni hálfleik. Fótbolti 22. ágúst 2021 17:38
Lukaku enduropnaði markareikning sinn á Englandi Chelsea vann góðan 2-0 sigur gegn Arsenal í Lundúnaslag í ensku úrvalsdeildinni í dag. Chelsea hefur því unnið báða leiki sína í upphafi tímabils, á meðan að Arsenal er enn í leit að sínum fyrstu stigum. Enski boltinn 22. ágúst 2021 17:28
Tekinn fullur undir stýri og missir ökuréttindin Belginn Radja Nainggolan fer ekki vel af stað eftir endurkomu sína til heimalandsins. Aðeins viku eftir heimkomuna hefur hann misst ökuskírteinið. Fótbolti 22. ágúst 2021 16:45
Jón Guðni svaraði bauli með dónalegri handabendingu Jón Guðni Fjóluson var ekki vinsæll hjá stuðningsmönnum Elfsborgar er lið hans Hammarby var í heimsókn í Elfsborg í dag. Leiknum lauk með 2-2 jafntefli eftir mikla dramatík. Fótbolti 22. ágúst 2021 16:15
Rosengård rústaði Íslendingaslagnum - Hlín sneri aftur Rosengård vann 6-0 sigur á Örebro í Íslendingaslag í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Liðið viðheldur öruggu forskoti sínu á toppi deildarinnar. Fótbolti 22. ágúst 2021 16:00
Solskjær um mark Southampton: „100% brot“ Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Manchester United, og Mason Greenwood markaskorari liðsins í 1-1 jafntefli við Southampton vildu báðir fá aukaspyrnu í aðdraganga marks Southampton í leiknum. Enski boltinn 22. ágúst 2021 15:48
Grátleg byrjun hjá Sveini Aroni í Íslendingaslag - tap hjá Norrköping Fjórir Íslendingar voru í eldlínunni í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Sveinn Aron Guðjohnsen spilaði sinn fyrsta leik fyrir Elfsborg gerði 2-2 jafntefli við Hammarby og Íslendingalið Norrköping tapaði fyrir Halmstad. Fótbolti 22. ágúst 2021 15:20
Greenwood bjargaði stigi fyrir United Southampton og Manchester United gerðu 1-1 jafntefli er þau mættust í 2. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta á St. Mary's á suðurströnd Englands í dag. Mark Masons Greenwood bjargaði stigi fyrir United. Enski boltinn 22. ágúst 2021 15:00
Fyrsta mark Alli í rúmt ár tryggði Tottenham sigur Tottenham Hotspur vann 1-0 sigur á Wolverhampton Wanderers í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Liðið er með fullt hús stiga eftir tvo leiki. Enski boltinn 22. ágúst 2021 14:57
Áslaug Munda á leið í Harvard - Kvaddi Blika með glæsimarki Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir átti stórleik, líkt og flestir aðrir leikmenn Breiðabliks, er liðið vann sannfærandi 8-1 sigur á Gintra í úrslitaleik um sæti í 2. umferð í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í Litáen í gær. Áslaug var að leika sinn síðasta leik fyrir Blikakonur í bili. Íslenski boltinn 22. ágúst 2021 14:00
„Hæfileikabúnt og einstakur leikmaður“ Baldur Sigurðsson, leikmaður Fjölnis og sérfræðingur Pepsi Max Stúkunnar, jós lofi yfir Jónatan Inga Jónsson, leikmann FH, eftir frammistöðu hans í 5-0 sigri liðsins á Keflavík í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í gær. Íslenski boltinn 22. ágúst 2021 13:15
Hverjir eru andstæðingar Breiðabliks? Breiðablik dróst í dag gegn Króatíumeisturum Osijek í 2. umferð Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Liðið sem vinnur einvígið fer í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Fótbolti 22. ágúst 2021 12:46
Með hausinn í lagi Aden Flint, miðvörður Cardiff City, er markahæsti leikmaður Championship-deildarinnar á Englandi þegar fjórum umferðum er lokið í deildinni. Öll átta mörk Cardiff á leiktíðinni hafa verið skoruð með skalla. Fótbolti 22. ágúst 2021 12:00
Breiðablik mætir króatísku meisturunum Breiðablik mun mæta Króatíumeisturum Osijek í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Fótbolti 22. ágúst 2021 11:14
Sjáðu glæsimark Gísla og þrennu Jónatans Inga í Keflavík Tveir leikir voru á dagskrá í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í gær þar sem þónokkur lagleg mörk litu dagsins ljós. Gísli Eyjólfsson skoraði meðal annars glæsimark í 2-0 sigri Breiðabliks á KA. Íslenski boltinn 22. ágúst 2021 10:44
Jón Dagur gæti orðið liðsfélagi Elíasar Más í Frakklandi Jón Dagur Þorsteinsson, leikamður AGF í Danmörku, gæti gengið til liðs við franska B-deildarliðið Nimes á næstu dögum. Fótbolti 22. ágúst 2021 08:01
Kane ferðaðist með Tottenham og gæti spilað á morgun Enski landsliðsfyrirliðinn og framherji Tottenham, Harry Kane, ferðaðist með liðinu til Wolverhampton í dag þar sem að liðið mætir Wolves á morgun. Kane hefur misst af báðum leikjum Tottenham á tímabilinu hingað til. Enski boltinn 21. ágúst 2021 23:30
Pulisic með veiruna og missir af Lundúnaslagnum Bandaríkjamaðurinn Christian Pulisic missir af Lundúnaslagnum þegar að Chelsea mætir Arsenal á morgun eftir að hann greindist með kórónaveiruna. Enski boltinn 21. ágúst 2021 22:45
Memphis skoraði sitt fyrsta mark og bjargaði stigi fyrir Barcelona Barcelona heimsótti Athletic Bilbao í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Memphis Depay skoraði sitt fyrsta mark fyrir Barcelona í 1-1 jafntefli. Fótbolti 21. ágúst 2021 21:54
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - KA 2-0 | Blikar einu stigi frá toppnum Breiðablik og KA mættust í virkilega mikilvægum leik í toppslag Pepsi Max deildar karla í kvöld. Lokatölur 2-0 sigur Blika og Kópavogsstrákarnir eru nú aðeins einu stigi á eftir toppliði Vals. Íslenski boltinn 21. ágúst 2021 21:08
Óskar Hrafn: KA er besta liðið sem við höfum mætt á Kópavogsvelli Breiðablik er nú einu stigi frá toppsætinu eftir 2-0 sigur á KA. Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks var sáttur með stigin þrjú í leiks lok. Fótbolti 21. ágúst 2021 20:35
Bordeaux hafði betur í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Bordeaux og Kristianstad mættust í forkeppni Meistaradeildarinnar í knattspyrnu ú kvöld. Svava Guðmundsdóttir var á varamannabekk Bordeaux sem hafði betur, 3-1, gegn Sif Atladóttur og Sveindísi Jane Jónsdóttur sem voru í byrjunarliði Kristianstad. Fótbolti 21. ágúst 2021 19:51