Leið fyrst eins og hún hefði ekki unnið neitt: „Vona að þau hugsi til mín“ Glódís Perla Viggósdóttir og Guðrún Arnardóttir mættu til æfinga með íslenska landsliðinu í fótbolta í gær sem nýkrýndir Svíþjóðarmeistarar. Þær náðu þó aldrei að spila saman hjá meistaraliði Rosengård. Fótbolti 19. október 2021 09:01
Klopp veit ekki hvort Salah verði áfram hjá Liverpool Mohamed Salah á sannarlega sviðið hjá Liverpool liðinu þessa dagana en með frábærri frammistöðu leik eftir leik er hann að gera tilkall til þess að vera besti fótboltamaður heims í dag. Enski boltinn 19. október 2021 07:30
Þurfa „aðeins“ að glíma við Messi og Mbappé París Saint-Germain verður án Brasilíumannsins Neymar er liðið fær RB Leipzig í heimsókn í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Sá sem sér um samfélagsmiðla Leipzig-liðsins hefur grínast með að liðið þurfi þá „aðeins“ að glíma við Lionel Messi og Kylian Mbappé. Fótbolti 19. október 2021 07:01
Vieira svekktur fyrir hönd leikmanna sem þurfi þó að læra af mistökum sínum „Við vorum mjög nálægt sigrinum en við höfum verið að segja það full oft undanfarið,“ sagði Patrick Vieira, þjálfari Crystal Palace, að loknu 2-2 jafntefli sinna manna gegn Arsenal á Emirates-vellinum í Lundúnum. Enski boltinn 18. október 2021 22:00
Lacazette bjargaði stigi fyrir Arsenal Crystal Palace var hársbreidd frá því að næla í öll þrjú stigin á Emirates-vellinum er liðið mætti Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Alexandre Lacazette jafnaði hins vegar metin í blálokin og leiknum því með 2-2 jafntefli. Enski boltinn 18. október 2021 21:00
Aðstoðar Heimi áfram á Hlíðarenda Srdjan Tufegdzic, eða Túfa eins og hann er nær alltaf kallaður, hefur skrifað undir framlengingu á samningi sínum við Val. Hann verður því áfram aðstoðarþjálfari Heimis Guðjónssonar á Hlíðarenda. Íslenski boltinn 18. október 2021 20:31
Mark dæmt af Jón Degi í sigri AGF AGF vann Álaborg 1-0 í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Ekki kom að sök að mark var tekið af Jóni Degi Þorsteinssyni í síðari hálfleik. Fótbolti 18. október 2021 19:31
Hákon Rafn hélt hreinu í stórleiknum gegn Djurgården og Alex Þór skoraði sigurmark Öster Það var nóg um að vera í Allsvenskan og Superettan í Svíþjóð í kvöld. Alls voru þrír Íslendingar í eldlínunni sem og tveir á bekknum sem komu ekki við sögu. Fótbolti 18. október 2021 19:01
Áfram í Fram Alex Freyr Elísson hefur skrifað undir nýjan samning við Fram og mun leika með liðinu í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu næsta sumar. Samningur hans gildir til ársins 2023. Íslenski boltinn 18. október 2021 17:46
Hriktir í stoðum Icardi-hjónanna Það hriktir í stoðum hjónabands þeirra Mauros Icardi og Wöndu Nara miðað við færslur hennar á samfélagsmiðlum um helgina. Fótbolti 18. október 2021 17:00
Æfir með Arnóri bróður í Feneyjum Forráðamenn ítalska knattspyrnufélagsins Venezia halda áfram að horfa til Íslands eftir efnivið og nú er Skagamaðurinn ungi Ingi Þór Sigurðsson farinn til æfinga hjá félaginu. Fótbolti 18. október 2021 16:31
Englendingar fengu áhorfendabann vegna ólátanna fyrir úrslitaleik EM Enska karlalandsliðið í fótbolta verður að spila næsta heimaleik sinn án áhorfenda vegna ólátanna miklu í kringum úrslitaleik EM á Wembley í sumar. Fótbolti 18. október 2021 15:37
„Hann hatar mig í tvo daga“ Milos Milojevic, fyrrverandi þjálfari Víkings og Breiðabliks, og lið hans Hammarby gerði erkifjendunum í AIK mikinn óleik í titilbaráttunni í Svíþjóð í gær með 1-0 sigri. Svekktur framherji Hammarby sendi Milosi sneið eftir leikinn. Fótbolti 18. október 2021 14:31
Stuðningsmenn United undirbúa mótmæli fyrir leikinn gegn Liverpool Manchester United er í viðbragðsstöðu vegna fyrirhugaðra mótmæla stuðningsmanna liðsins fyrir leikinn gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. Enski boltinn 18. október 2021 13:31
Sveindís Jane komið að tíu mörkum á sínu fyrsta tímabili í atvinnumennsku Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði eitt marka Kristianstad í 4-1 sigri á Djurgården í sænsku kvennadeildinni í fótbolta í gær. Fótbolti 18. október 2021 12:31
Ísland án Elínar Mettu í leiknum mikilvæga Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta verður án Elínar Mettu Jensen, framherja Vals, í komandi landsleikjum gegn Tékklandi og Kýpur í undankeppni HM. Fótbolti 18. október 2021 11:18
Hoppaði upp á gamlan liðsfélaga í stríðni en fékk rauða spjaldið að launum Leikurinn er ekki búinn fyrr en það er flautað af en þá er samt ennþá tími til að fá rauða spjaldið. Því kynntist Lazio maðurinn Luiz Felipe á eigin skinni í Seríu A deildinni í fótbolta um helgina. Fótbolti 18. október 2021 10:30
Víkingar ekki bara tvöfaldir meistarar því þeir unnu í raun sexfalt í sumar Víkingur bættu um helgina bikarmeistaratitlinum við Íslandsmeistaratitilinn sinn frá því fyrir tveimur vikum og urðu þar með fyrstu tvöföldu meistarar karlafótboltans í heilan áratug. Íslenski boltinn 18. október 2021 10:01
Mane finnst mark Salah um helgina flottara en markið á móti Man. City Ef það er einhver leikmaður sem er að gera tilkall til þess að vera besti knattspyrnumaður heims þá er það Mohamed Salah hjá Liverpool. Enski boltinn 18. október 2021 09:01
Matic biður stuðningsmenn Man. United afsökunar: Allir eru leiðir Nemanja Matic segir að allir í félaginu séu sorgmæddir eftir 4-2 tapið á móti Leicester City í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Manchetser United liðið hefur nú spilað þrjá deildarleiki í röð án þess að vinna. Enski boltinn 18. október 2021 08:01
Stúka hrundi undan fagnaðarlátum stuðningsmanna Betur fór en á horfðist þegar hluti stúkunnar hrundi undan fagnaðarlátum stuðningsmanna Vitesse eftir 1-0 sigur liðsins gegn NEC Nijmegen í hollensku úrvalsdeildinni í gær. Fótbolti 18. október 2021 07:00
Stuðningsmaðurinn sem hneig niður sagður stöðugur Óhugnalegt atvik átti sér stað í leik Newcastle og Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld þegar að stuðningsmaður Newcastle hneig niður. Stöðva þurfti leikinn um stund á meðan maðurinn fékk aðhlynningu, en nýjustu fréttir herma að líðan hans sé stöðug. Enski boltinn 17. október 2021 22:01
Barcelona komst aftur á sigurbraut Barcelona tók á móti Valencia í spænsku úrvalsdeildinni í kanttspyrnu í kvöld. Börsungar höfðu aðeins unnið einn af síðustu fjórum deildarleikjum sínum, og því var 3-1 sigur í kvöld kærkominn. Fótbolti 17. október 2021 20:55
Fjórði sigur Juventus í röð Eftir að hafa ekki unnið leik í fyrstu fjórum umferðum ítölsku úrvalsdeildarinnar er Juventus búið að snúa genginu við og vinna næstu fjóra. Liðið tók á móti Roma í kvöld og vann góðan 1-0 sigur. Fótbolti 17. október 2021 20:42
Fimmti leikurinn í röð hjá Guðmundi og félögum án sigurs Guðmundur Þórarinsson og félagar hans í New York City FC heimsóttu New York Red Bulls í bandarísku MLS-deildinni í knattspyrnu í kvöld. Heimamenn höfðu betur 1-0, en þetta var fimmti leikurinn í röð þar sem Guðmundi og félögum mistekst að vinna. Fótbolti 17. október 2021 19:03
Alfons og félagar endurheimtu toppsætið | Jafnt í Íslendingaslag Af þeim sex leikjum sem fram fóru í norska fótboltanum í dag voru Íslendingar í eldlínunni í fjórum þeirra. Fótbolti 17. október 2021 18:52
Þúsundasti leikur Bruce og fyrsti leikur nýrra eigenda endaði með tapi Steve Bruce stýrði sínum þúsundasta leik á ferlinum þegar að Newcastle tók á móti Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Eftir frábæra byrjun tóku gestirnir í Tottenham völdin og unnu að lokum góðan 3-2 sigur. Enski boltinn 17. október 2021 17:57
Bayern Munchen slátraði Leverkusen á útivelli Þýskalandsmeistarar Bayern Munchen áttu ekki í neinum erfiðleikum með Leverkusen á útivelli í dag. Robert Lewandowski setti tvö mörk í auðveldum 1-5 sigri. Sport 17. október 2021 16:00
Guðrún Arnardóttir meistari í Svíþjóð Guðrún Arnardóttir og stöllur hennar í Rosengard unnu í dag sænska meistaratitilinn þegar liðið sigraði Pitea, 2-3. Sport 17. október 2021 15:00
Blendnar tilfinningar fótboltaaðdáenda eftir grín flugstjóra í flugi PLAY Farþegar á leið til Alicante fengu nokkuð óvæntar fréttir af bikarúrslitaleik Víkings og ÍA í miðju flugi í gær. Flugstjórinn tilkynnti farþegum um borð að ÍA hefði sigrað í vítaspyrnukeppni. Lífið 17. október 2021 14:49