Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Di Maria reyndist hetja PSG

Franska stórveldið Paris Saint-Germain bjargaði sér fyrir horn er liðið vann 2-1 sigur gegn Lille í frönsku úrvalsdeildinni í kvöld. Angel Di Maria tryggði sigur PSG með marki undir lokin.

Fótbolti
Fréttamynd

Meiddist á lokamínútu æfingarinnar

Króatíski landsliðsmaðurinn Mateo Kovacic hefur bæst á meiðslalistann hjá enska knattspyrnufélaginu Chelsea. Fyrir á listanum eru sóknarmennirnir Romelu Lukaku, Timo Werner og Christian Pulisic.

Enski boltinn
Fréttamynd

Mosfellingurinn í Feneyjum næstu árin

U21-landsliðsmaðurinn Bjarki Steinn Bjarkason verður áfram í herbúðum ítalska A-deildarfélagsins Venezia fram til sumarsins 2024. Félagið tilkynnti um samning þess efnis í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Bar ábyrgð á andláti Emilianos Sala

David Henderson, sem skipulagði flugið sem fótboltamaðurinn Emiliano Sala lést í, hefur verið fundinn sekur um að hafa stofnað öryggi flugvélarinnar í hættu og bera þar með ábyrgð á slysinu.

Enski boltinn
Fréttamynd

Viðar Örn skoraði í tapi

Viðar Örn Kjartansson skoraði eina mark Vålerenga er liðið tapaði 2-1 gegn Sarpsborg 08 í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Þorsteinn segir völlinn í Manchester of lítinn

Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, sat fyrir svörum eftir að ljóst var að Ísland verður í D-riðli með Frökkum, Ítölum og Belgum á EM sem fram fer í Englandi næsta sumar. Hann segir að hann telji að liðið eigi ágætis möguleika á að komast upp úr riðlinum, en að fyrsti leikur liðsins fari fram á of litlum velli.

Fótbolti
Fréttamynd

Ronaldo á von á tvíburum í annað sinn

Knattspyrnukappinn Cristiano Ronaldo á von á tvíburum með kærustu sinni spænsku fyrirsætunni Georginu Rodríguez. Ronaldo tilkynnti um barnalánið á Instagram-síðu sinni í dag þar sem skötuhjúin liggja undir sæng og sína sónarmynd.

Lífið
Fréttamynd

Ráku Koeman í flugvélinni

Forráðamenn Barcelona voru ekkert að tvínóna við hlutina eftir tapið fyrir Rayo Vallecano í spænsku úrvalsdeildinni í gær og ráku Ronald Koeman í flugvélinni á leiðinni frá Madríd til Barcelona.

Fótbolti