Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Liverpool slökkti í vonum AC Milan

Liverpool gerði út um vonir AC Milan um að komast í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu með 2-1 útisigri í kvöld. Sigurinn þýðir einnig að Liverpool endar með fullt hús stiga í riðli sem einhverjir kölluðu dauðariðilinn.

Fótbolti
Fréttamynd

Messi og Mbappé sáu um Belgana

Franska stórliðið Paris Saint-Germain endaði riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu þetta árið á öruggum 4-1 heimasigri gegn belgíska liðinu Club Brugge. Kylian Mbappé og Lionel Messi skoruðu tvö mörk hvor.

Fótbolti
Fréttamynd

Kolbeinn yfirgefur Gautaborg

Knattspyrnumaðurinn Kolbeinn Sigþórsson verður ekki áfram í röðum sænska félagsins IFK Gautaborg eftir að samningur hans við félagið rennur út í lok árs.

Fótbolti
Fréttamynd

Bellingham sektaður en sleppur við bann

Enska ungstirnið Jude Bellingham hefur verið sektaður um 40.000 evrur af þýska knattspyrnusambandinu fyrir ummæli sem hann lét fallla í garð dómara leiksins, Felix Zwayer, eftir 3-2 tap Dortmund gegn Bayern München um helgina. Sóknarmaðurinn ungi sleppur þó við bann.

Fótbolti
Fréttamynd

KSÍ vissi af fjórum málum | Guðni fékk tilkynningu frá starfsmanni KSÍ um kynferðisofbeldi

Úttektarnefnd ÍSÍ, sem var falið að fjalla um frammistöðu KSÍ í málum tengdum kynferðisofbeldi, skilaði sinni skýrslu í dag. Þar segir meðal annars að nefndin hafi komist að þeirri niðurstöðu að innan KSÍ hafi verið vitneskja um alls fjórar frásagnir um að leikmenn eða aðrir tengdir sambandinu hafi beitt kynbundnu eða kynferðislegu ofbeldi.

Fótbolti
Fréttamynd

Meistaraflokkur kvenna hjá KR styrkti Barnaspítala Hringsins

Meistaraflokkur kvenna hjá KR færði Barnaspítala Hringsins í gær fallega gjöf.  Knattspyrnukonurnar mættu færandi hendi á sjúkrahúsið með leikföng, bækur og fleira fyrir börnin sem þar dvelja yfir hátíðarnar. Þær hvetja önnur lið til að gera slíkt hið sama.

Lífið
Fréttamynd

Klopp er vongóður um að Salah skrifi undir nýjan samning

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segist vera vongóður um það að sóknarmaður liðsins, Mohamed Salah, skrifi undir nýjan samning við félagið. Erfiðlega hefur gengið að semja við Egyptann, en hann er sagður vilja fá meira greitt en félagið er tilbúið að greiða honum.

Enski boltinn