Engin íslensk á topp hundrað í ár Á meðan að Sara Björk Gunnarsdóttir er í barneignaleyfi er engin íslensk knattspyrnukona á lista The Guardian yfir 100 bestu knattspyrnukonur heims. Fótbolti 10. desember 2021 14:31
Ekki fleiri nefndir um þjóðarleikvanga: „Sannfærður um að við löndum þessu“ „Við þurfum bara að ýta á Enter,“ segir Ásmundur Einar Daðason, ráðherra íþróttamála, um nýja þjóðarleikvanga fyrir boltaíþróttir og frjálsíþróttir sem lengi hefur verið beðið eftir. Sport 10. desember 2021 14:00
Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Atli Viðar Björnsson, markahæsti FH-ingur sögunnar og þriðji markahæsti leikmaður efstu deildar karla frá upphafi, var gestur hjá Ríkharð Guðnasyni og Kristjáni Óla Sigurðssyni í nýjasta þættinum af Þungavigtinni. Íslenski boltinn 10. desember 2021 13:30
Hannes skammaði ríkisstjórnina fyrir að íþróttamálaráðherra sé ekki titlaður Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, hefur ofurtrú á því að íþróttamálaráðherrann Ásmundur Einar Daðason komi því í gegn að byggja nýjan þjóðarleikvang Íslands en ekki er ekki ánægður með það virðingarleysi sem ríkisstjórnin sýnir íþróttunum með því að hafa íþróttirnar ekki í titla ráðherra. Körfubolti 10. desember 2021 12:30
Skilur hugarfar Söru betur eftir að hafa séð Blika spila í snjóbyl Fyrrverandi samherji Söru Bjarkar Gunnarsdóttur segist skilja betur hugarfar hennar eftir að hafa séð Breiðablik spila í snjóbyl gegn Real Madrid í Meistaradeild Evrópu. Fótbolti 10. desember 2021 12:00
Leggja til brottrekstur tilkynni leikmenn ekki ofbeldismál Starfshópur KSÍ, sem vann að endurskoðun á vinnulagi, viðhorfi og menningu innan knattspyrnuhreyfingarinnar, hefur skilað af sér skýrslu og tillögur um endurbætur á þeim málum. Meðal tillaga er að leikmönnum sambandsins verði gert að skrifa undir skilmála að þeim beri að tilkynna ofbeldismál sem þeir tengjast, viðurlög varði brottrekstri. Innlent 10. desember 2021 11:26
Grétar Rafn hættur hjá Everton Siglfirðingurinn Grétar Rafn Steinsson, fyrrverandi landsliðsmaður í fótbolta, er hættur hjá Everton eftir að hafa starfað fyrir félagið frá árinu 2018. Enski boltinn 10. desember 2021 10:55
Milos sagður hafna Rosenborg Milos Milojevic, fyrrverandi þjálfari Víkings og Breiðabliks í fótbolta, hefur ákveðið að afþakka boð um að taka við norska stórveldinu Rosenborg. Fótbolti 10. desember 2021 10:26
Markvörður danska dínamítsins á HM í Mexíkó 1986 dáinn Danir misstu í fyrrinótt einn af leikmönnum eftirminnilegs landsliðs síns frá níunda áratugnum þegar Lars Högh lést 62 ára gamall. Fótbolti 10. desember 2021 10:01
Aldrei spilað við „klikkaðri“ aðstæður en í Kópavogi og afmælisbarnið fékk blástur Sænska knattspyrnustjarnan Kosovare Asllani virtist njóta sín vel á Kópavogsvelli í fyrrakvöld en hún segir aðstæður þar þó hafa verið þær „klikkuðustu og köldustu“ sem hún hafi prófað á sínum ferli. Fótbolti 10. desember 2021 09:30
Brendan Rodgers: „Ég veit ekki einu sinni hvaða keppni þetta er“ Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Leicester, var eðlilega ósáttur eftir 3-2 tap sinna manna gegn Napoli í lokaumferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar í gær. Tapið þýðir að liðið fer í útsláttakeppni Sambandsdeildarinnar í staðin fyrir Evrópudeildarinnar. Fótbolti 10. desember 2021 07:01
Öðrum leik Tottenham frestað vegna hópsmitsins Tottenham Hotspur gat ekki tekið á móti Rennes í Sambandsdeild Evrópu í kvöld vegna fjölda kórónuveirusmita innan herbúða liðsins. Nú hefur enska úrvalsdeildin ákveðið að fresta leik liðsins gegn Brighton sem átti að fara fram næsta sunnudag. Enski boltinn 9. desember 2021 23:30
Spilar ekki meira á árinu eftir að hafa greinst óbólusettur með kórónuveiruna Joshua Kimmich, leikmaður Þýskalandsmeistara Bayern München og þýska landsliðsins í fótbolta, spilar ekki meira á þessu ári eftir að hafa greinst með kórónuveiruna í síðasta mánuði. Í október viðurkenndi Kimmich að hann sé ekki bólusettur. Fótbolti 9. desember 2021 23:04
Elías á bekknum er Midtjylland missti af sæti í 32-liða úrslitum Elías Rafn Ólafsson þurfti að sætta sig við bekkjarsetu er Midtjylland gerði markalaust jafntefli gegn Ludogorets Razgrad og missti þar með af sæti í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Fótbolti 9. desember 2021 22:20
Vitesse setti pressu á veika Tottenham-menn | Hákon lagði upp tvö Nú er öllum leikjum kvöldsins lokið í lokaumferð riðlakeppninnar í Sambandsdeild Evrópu. Leikmenn Tottenham vita nú að þeir þurfa að vinna sinn leik eftir að Vitesse vann 3-1 sigur gegn NS Mura, en leik Tottenham og Rennes var frestað vegna fjölda kórónuveirusmita innan herbúða Lundúnaliðsins. Þá lagði Hákon Arnar Haraldsson upp bæði mörk FCK í 2-0 sigri gegn Slovan Bratislava. Fótbolti 9. desember 2021 22:10
Fyrsta mál Ásmundar í nýrri ríkisstjórn varði málefni þjóðarleikvanga Ásmundur Einar Daðason, ráðherra íþróttamála, telur mikilvægt að ráðist verið í úrbætur á stöðu þjóðarleikvanga Íslands. Um sé að ræða eitt af þeim málum sem séu efst á forgangslista hans í nýrri ríkisstjórn. Sport 9. desember 2021 22:07
Varsjá var hársbreidd frá því að skjóta Leicester í útsláttakeppnina Af þeim 16 leikjum sem eru á dagskrá í Evrópudeildinni í fótbolta í kvöld er nú átt þeirra lokið. Legia Varsjáhefði getað komið Leicester til bjargar, en klikkuðu á vítaspyrnu í uppbótartíma. Fótbolti 9. desember 2021 20:41
Albert og félagar enduðu riðlakeppnina á sigri Alls er nú átta af 15 leikjum kvöldsins í lokaumferð riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu lokið. Albert Guðmundsson og félagar hans í AZ Alkmaar unnu 1-0 sigur gegn Randers og Alfons Sampsted og félagar hans í Bodø/Glimt gerðu 1-1 jafntefli gegn Zorya og misstu þar með af toppsæti C-riðils. Fótbolti 9. desember 2021 20:32
Villareal síðasta liðið til að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum Villareal varð í kvöld seinasta liðið til að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu með 2-3 útisigri gegn Atalanta. Fótbolti 9. desember 2021 20:17
Bayern á toppinn í D-riðli eftir stórsigur Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leikinn í hjarta varnarinnar er Bayern München vann 1-5 stórsigur gegn Häcken í D-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir kom inn af bekknum fyrir Bayern, en Diljá Ýr Zomers var ónotaður varmaður hjá Häcken. Fótbolti 9. desember 2021 20:01
Napoli á leið í útsláttakeppnina en Leicester á leið í Sambandsdeildina Ítalska liðið Napoli er á leið í 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar í fótbolta eftir 3-2 sigur gegn Leicester í lokaumferð riðlakeppninnar í kvöld. Leicester þarf hins vegar að gera sér það að góðu að taka slaginn í Sambandsdeildinni. Fótbolti 9. desember 2021 19:42
Mikilvægum leik Tottenham frestað vegna hópsmitsins Leik Tottenham og Rennes í Sambandsdeild Evrópu sem átti að fara fram í kvöld hefur verið frestað eftir að alls 13 einstaklingar innan raða Lundúnaliðsins greindust með kórónuveiruna. Fótbolti 9. desember 2021 18:01
Sjáðu umræðuna um þjóðarleikvanga í Pallborðinu Ráðherra og formenn KSÍ og KKÍ voru gestir Henrys Birgis Gunnarssonar í Pallborðinu þar sem rætt var um þjóðarleikvanga. Þátturinn var í beinni útsendingu hér á Vísi. Sport 9. desember 2021 15:32
Óskar skiptir um félag í Svíþjóð Óskar Sverrisson hefur skipt um félag í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta og skrifað undir samning til þriggja ára við Varbergs BoIS. Fótbolti 9. desember 2021 15:16
Foreldrar Elísu gáfu öllum fjórtán til átján ára krökkum í Eyjum bók dótturinnar Það er líklegt að flestir íþróttakrakkar í Vestmannaeyjum fari að borða hollari og betri mat eftir veglega gjöf frá Fiskvinnslu VE. Fótbolti 9. desember 2021 15:00
Andrea fékk aðeins níu mínútur hjá Houston Bandaríska knattspyrnufélagið Houston Dash tilkynnti í gær að það hefði ákveðið að endurnýja ekki samning við landsliðskonuna Andreu Rán Hauksdóttur. Fótbolti 9. desember 2021 14:31
Barbára Sól komin heim Danmerkurævintýri Barbáru Sól Gísladóttur er á enda en hún er komin aftur heim til Íslands og hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild Selfoss til tveggja ára. Íslenski boltinn 9. desember 2021 12:49
Myndir frá snjóboltanum í Smáranum Breiðablik mætti Real Madrid í síðasta heimaleik sínum í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í gær. Fótbolti 9. desember 2021 11:13
Fékk gult spjald fyrir að buffa áhorfanda sem hljóp inn á völlinn Ástralska fótboltakonan Sam Kerr fékk gult spjald fyrir nokkuð óvenjulegar sakir í leik Chelsea og Juventus í Meistaradeild Evrópu í gær. Fótbolti 9. desember 2021 09:31
Spilaði í stuttermatreyju í snjóbyl Karítas Tómasdóttir lét snjóinn og kuldann í gær ekki á sig fá og spilaði í stuttermatreyju gegn Real Madrid í síðasta heimaleik Breiðabliks í B-riðli Meistaradeildar Evrópu. Fótbolti 9. desember 2021 08:31