Flóttamenn

Flóttamenn

Fréttir af málefnum flóttamanna.

Fréttamynd

Tölum um lygar

Dómsmálaráðherra Íslands, maðurinn sem ber ábyrgð á málefnum lögreglu, dómstóla og sýslumanna og réttvísinni á Íslandi svona almennt og yfirleitt, hefur endurtekið verið staðinn að lygum. Hann lýgur að þinginu. Hann lýgur að fjölmiðlum. Hann lýgur að almenningi.

Skoðun
Fréttamynd

Vilja nota skrif­stofu­hús­næði undir flótta­fólk

Ríkisstjórnin vill rýmka tímabundið reglur vegna búsetuúrræða fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Frumvarpsdrög voru send á þingflokka stjórnarflokka í morgun. Verði frumvarpið að lögum er hægt að nýta húsnæði, sem ekki var upphaflega hugsað til búsetu, undir flóttafólk.

Innlent
Fréttamynd

Elva Hrönn hættir í VG

Elva Hrönn Hjartardóttir, fyrrverandi meðlimur stjórnar Vinstri grænna og varaformaður þeirra í Reykjavík, sagði sig úr flokknum fyrr í dag. Hún segist ekki geta kennt sig við hreyfingu „sem samþykkir þau mannréttindabrot sem nýsamþykkt útlendingafrumvarp felur í sér.“

Innlent
Fréttamynd

Þögull barna­mála­ráð­herra

Fyrir sveitarfélögum liggur nú að taka afstöðu til samnings ríkisins um móttöku flóttafólks. Samningurinn er um margt ágætur en hann var lagður á borð sveitarfélaga án nokkurs samtals um hvað hann ætti að innihalda.

Skoðun
Fréttamynd

Út­lendinga­frum­varpið sam­þykkt

Meirihluti Alþingis hefur samþykkt útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra. Fjölmargar breytingartillögur voru lagðar fram á Alþingi í dag en þær voru jafnóðum felldar. Minnihlutaþingmenn voru ómyrkir í máli og gagnrýndu meirihlutann harðlega.

Innlent
Fréttamynd

Breytingar­til­lögur felldar jafn­óðum

Þingmenn úr minnihluta Alþingis hafa lagt fram fjölmargar breytingartillögur á útlendingafrumvarpi Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra á fundi sem nú stendur yfir. Meirihluti þingmanna hefur fellt tillögurnar jafnóðum.

Innlent
Fréttamynd

Mót­mælt fyrir utan Al­þingi

Hópur flóttamanna frá Írak stendur fyrir mótmælum fyrir utan Alþingi í dag vegna umdeilds frumvarps Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum. Greidd verða atkvæði um frumvarpið á þingi í dag.

Innlent
Fréttamynd

Frumvarpið sé illa úthugsað og afleiðingarnar óljósar: „Þetta er mikil afturför“

Allar líkur eru á að útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra verði að lögum frá Alþingi eftir daginn í dag en lokaatkvæðagreiðsla fer fram síðdegis. Þingmaður Pírata segir að í grunninn sé um að ræða pólitíska yfirlýsingu sem lýsi tortryggni og jafnvel andúð í garð fólks á flótta. Flóttamenn hafa boðað mótmæli fyrir utan Alþingi í dag vegna málsins og munu Píratar gefa stjórnarliðum lokatækifæri til að skipta um skoðun á eftir. 

Innlent
Fréttamynd

Fundurinn einn sá ein­­kenni­­legasti að mati Sig­mars

Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, segir að opinn nefndarfundar Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, sem haldinn var að beiðni Birgis Þórarinssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins hafi verið einn einkennilegasti opni nefndarfundur í sögu Alþingis.

Innlent
Fréttamynd

Mörg ríki með verra drykkjarvatn en Venesúela að mati Birgis

Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gerði gæði drykkjarvatns í Venesúela að umtalsefni á opnum nefndarfundi á Alþingi í dag þar sem rætt var um alþjóðleg vernd vegna aðstæðna í Suður-Ameríkuríkinu. Formaður kærunefndar útlendingamála benti Birgir hins vegar á að heildarmat á aðstæðum þar í landi benti til algjörs hruns réttarkerfisins. 

Innlent
Fréttamynd

Hækkun leigu og íbúðaverðs í boði ríkisvaldsins

Húsnæði fyrir flóttafólk er nánast uppurið eins og rakið hefur verið í fréttum. Í frétt Ríkisútvarpsins 4. mars sl. er haft eftir Gylfa Þór Þorsteinssyni, aðgerðastjóra móttöku flóttafólks, að gistiúrræði fyrir flóttafólk hér á landi verði fullt í þessari viku ef fram heldur sem horfir. Hann segir þörf á húsnæði sem geti rúmað tuttugu manns og upp úr.

Skoðun
Fréttamynd

Börn á meðal þeirra 58 sem létu lífið

Minnst fimmtíu og átta manns, þar á meðal börn, létu lífið þegar þegar bátur fórst undan suð-austurstönd Ítalíu. Slæmt var í sjóinn og skipið sagt hafa steytt á klettum.

Erlent
Fréttamynd

Ákvarðanir byggðar á traustum gögnum en ekki sögu­sögnum

Formaður kærunefndar útlendingamála segir að nefndin geti ekki byggt sína úrskurði á einhverjum sögusögnum um að hugsanlega séu einhverjir milligönguaðilar að lokka fólk til landsins. Nefndin byggi á áreiðanlegustu landsupplýsingum um aðstæður í heimalandinu á hverjum tíma. Dómsmálaráðherra segir að bregðast verði við ákveðinni þróun sem orðið hefur í málum flóttafólks frá Venesúela.

Innlent
Fréttamynd

Fólk komi ekki frá Venesúela til að nýta vel­ferðar­kerfið

Ekkert bendir til þess að fólk frá Venesúela komi til Íslands þess að misnota velferðarkerfið í stórum stíl segir þingkona Pírata. Það hryggi hana að menn ýti undir fordóma með slíkum málflutningi. Myndband frá ferðaskrifstofu í Venesúela lofar fólki sem fer til Íslands öllu fögru. 

Innlent
Fréttamynd

Minnstu bræðurnir

Kópavogur á að fara fyrir í að hjálpa þeim sem helst eru hjálpar þurfi, ekki vera eftirbátur annarra. Fjárfesting í betra samfélagi er góð fjárfesting sem skilar góðri ávöxtun á alla mælikvarða. Mannúð elur af sér mannúð.

Skoðun
Fréttamynd

Hætta málþófi um útlendingafrumvarpið

Þingmenn Pírata eru hættir málþófi útlendingafrumvarpið svokallaða frá dómsmálaráðherra. Lítið sem ekkert annað hefur verið rætt á þingi á þessu ári en nú telja þingmennirnir að fullreynt sé að opna augu stjórnarliða um frumvarpið og galla þess. Píratar segja það skerða réttindi fólks á flótta.

Innlent
Fréttamynd

Örfáir þingmenn hafi tekið þingið í gíslingu svo dögum skiptir

Umræða um útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra er enn og aftur á dagskrá þingsins í dag en tillaga um að taka málið af dagskrá var felld og tillaga um að lengja þingfund samþykkt. Fjármálaráðherra sagði stjórnarandstöðuna beita sér í grímulausu málþófi undir því yfirskini að greiða fyrir störfum þingsins.

Innlent
Fréttamynd

Allt að fjörutíu flóttamenn í Múlaþing á árinu

Björn Ingimarsson sveitarstjóri Múlaþings og Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra undirrituðu í dag samning um samræmda móttöku flóttafólks í Múlaþingi. Múlaþing mun taka á móti allt að fjörutíu flóttamönnum á árinu.

Innlent
Fréttamynd

Þingfundi slitið klukkan tvö í nótt

Þingfundi var slitið klukkan tvö í nótt en þá hafði framhald annarrar umræðu um útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra staðið yfir í tíu klukkustundir.

Innlent
Fréttamynd

„Píratar stýra ekki þinginu, þeir eru ekki í meiri­hluta“

Þingmenn hafa rætt frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum í tugi klukkustunda frá því þing kom saman eftir jólahlé í síðustu viku. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir Pírata, sem hafa látið að sér kveða í umræðum um málið, ekki stýra þinginu.

Innlent
Fréttamynd

Stjórnarandstaðan vill sjá á spilin: „Mér er gjörsamlega misboðið“

Önnur umræða um útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra stendur nú yfir á Alþingi en ákveðið var að lengja þingfundinn í dag. Þingmenn Pírata og Samfylkingarinnar vildu að hlé yrði gert á umræðunni þar sem meirihlutinn hefur boðað breytingar. Einn þingmaður Pírata sagði þau eiga skilið að sjá á spilin og annar sagði stjórnarliðum ekki treystandi. Fjármálaráðherra sagði minnihlutann snúa öllu á hvolf. 

Innlent