Úllen-dúllen-doff: hverjum hjálpum við? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 13. desember 2023 08:00 Nú þegar Úkraínumenn hafa barist í bráðum tvö ár, fyrir sameiginlegum gildum okkar og frelsi, deila bandamenn okkar um áframhaldandi stuðning við þá. Einhverjum finnst orðið nóg um afskipti lýðræðisríkja af átökum sem geisa um allan heim. Okkur þingmönnum berast daglega áköll hvaðanæva að um stuðning sem varðar líf eða dauða. Hörmungarnar fyrir botni Miðjarðarhafs láta engan ósnortinn og undanfarið hafa augu okkar skiljanlega verið á þeim. Viðbótarframlög Íslands til flóttamannaaðstoðar Palestínu vegna átakanna setja Ísland í hóp stærstu framlagsríkja miðað við höfðatölu. Siðgæðislögreglan í Íran sem barði nýlega unga konu, Mahsa Amini, til dauða fyrir ranga notkun á höfuðslæðu, er farin að láta aftur til sín taka. Og fjölskyldu hennar var meinað að ferðast til Frakklands til að þiggja mannréttindaverðlaun ESB. Staða kvenna í Afghanistan fer sífellt versnandi, þótt ótrúlegt megi virðast. Það eru lítil takmörk fyrir hugmyndaauðgi í þeim efnum. Og afganska þjóðin sveltur heilu hungri ofan á ofríkið. Úgandamenn senda okkur áköll vegna ofsókna hinsegin samfélagsins sem áfram er þrengt að. Ný löggjöf í Úganda gengur lengst á heimsvísu í andstöðu við réttindi hinsegin fólks. Og um liðna helgi var lítil klausa í Morgunblaðinu um neyð 25 milljón manna í Súdan, neyð vegna viðvarandi stríðs í landinu, stríðs sem hjálparstarfsmenn kalla „gleymda stríðið“. Hvað eigum við friðsæl velmegunarþjóð að gera? Er mögulegt að hjálpa öllum? Er siðferðilega verjandi að segja úllen-dúllen-doff við neyð annarra og velja þannig þá sem við hjálpum? Það er farið að molna undan stuðningi við Úkraínu og það er mikið í húfi. Við megum ekki láta undan síga og þurfum að standa áfram þétt að baki Úkraínu. Það er mikilvægt að íslensk stjórnvöld séu ekki eftirbátur Norðurlandanna í þeim efnum. Við munum gjalda fyrir það dýru verði. Takist Rússum að leggja undir sig þetta land er leiðin vörðuð fyrir önnur lönd sem Pútín hefur sagt að eigi að lúta stjórn Rússa. Og til að svara spurningunum þá eigum við að gera allt sem við getum - meira en ekki minna - til að hjálpa okkar minnstu bræðrum. Hvar sem þeir eru staddir. Það er siðferðileg skylda okkar. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar Úkraínumenn hafa barist í bráðum tvö ár, fyrir sameiginlegum gildum okkar og frelsi, deila bandamenn okkar um áframhaldandi stuðning við þá. Einhverjum finnst orðið nóg um afskipti lýðræðisríkja af átökum sem geisa um allan heim. Okkur þingmönnum berast daglega áköll hvaðanæva að um stuðning sem varðar líf eða dauða. Hörmungarnar fyrir botni Miðjarðarhafs láta engan ósnortinn og undanfarið hafa augu okkar skiljanlega verið á þeim. Viðbótarframlög Íslands til flóttamannaaðstoðar Palestínu vegna átakanna setja Ísland í hóp stærstu framlagsríkja miðað við höfðatölu. Siðgæðislögreglan í Íran sem barði nýlega unga konu, Mahsa Amini, til dauða fyrir ranga notkun á höfuðslæðu, er farin að láta aftur til sín taka. Og fjölskyldu hennar var meinað að ferðast til Frakklands til að þiggja mannréttindaverðlaun ESB. Staða kvenna í Afghanistan fer sífellt versnandi, þótt ótrúlegt megi virðast. Það eru lítil takmörk fyrir hugmyndaauðgi í þeim efnum. Og afganska þjóðin sveltur heilu hungri ofan á ofríkið. Úgandamenn senda okkur áköll vegna ofsókna hinsegin samfélagsins sem áfram er þrengt að. Ný löggjöf í Úganda gengur lengst á heimsvísu í andstöðu við réttindi hinsegin fólks. Og um liðna helgi var lítil klausa í Morgunblaðinu um neyð 25 milljón manna í Súdan, neyð vegna viðvarandi stríðs í landinu, stríðs sem hjálparstarfsmenn kalla „gleymda stríðið“. Hvað eigum við friðsæl velmegunarþjóð að gera? Er mögulegt að hjálpa öllum? Er siðferðilega verjandi að segja úllen-dúllen-doff við neyð annarra og velja þannig þá sem við hjálpum? Það er farið að molna undan stuðningi við Úkraínu og það er mikið í húfi. Við megum ekki láta undan síga og þurfum að standa áfram þétt að baki Úkraínu. Það er mikilvægt að íslensk stjórnvöld séu ekki eftirbátur Norðurlandanna í þeim efnum. Við munum gjalda fyrir það dýru verði. Takist Rússum að leggja undir sig þetta land er leiðin vörðuð fyrir önnur lönd sem Pútín hefur sagt að eigi að lúta stjórn Rússa. Og til að svara spurningunum þá eigum við að gera allt sem við getum - meira en ekki minna - til að hjálpa okkar minnstu bræðrum. Hvar sem þeir eru staddir. Það er siðferðileg skylda okkar. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun