Innlent

Neyðar­skýli fyrir flótta­menn ekki lausnin sem vantar

Lovísa Arnardóttir skrifar
Ali og vinur hans frá Gíneu sem einnig er í hungurverkfalli.
Ali og vinur hans frá Gíneu sem einnig er í hungurverkfalli. Vísir/Arnar

Flóttamenn í hungurverkfalli við skrifstofu Útlendingastofnunar segja neyðarskýli fyrir flóttamenn ekki lausnina sem vantar. Þeir eru réttinda- og heimilislausir á landinu og kalla eftir vernd eða búseturétti. Þeir mótmæla í tjöldum í Hafnarfirði. 

Þrír flóttamenn eru í hungurverkfalli við skrifstofu Útlendingastofnunar. Þar ætla þeir að sofa í tjaldi þar til úrlausn finnst í máli þeirra. Allir hafa þeir fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd hér á landi. Einn þeirra, Ali, er 25 ára, frá Írak og hefur verið á landinu í um tvö ár. 

Hann hefur, eins og kveður á um í útlendingalögum, misst allan rétt á þjónustu og búsetu eftir að hann fékk endanlega synjun í sínu máli. Hann segir að hann, og hinir mennirnir, vilji vernd eða búseturétt á Íslandi. Mest vilji þeir þó fá raunverulega lausn í sínu máli. Hann segir neyðarskýli fyrir heimilislausa flóttamenn ekki lausnina sem þeir þurfi.

„Það er vandamálið. Það opnar klukkan fimm og lokar klukkan tíu. Ég var þar áður. En ekki lengur. Það er ekki það sem ég þarf. Ég þarf einhverja lausn fyrir mig. Í tvö ár hef ég sofið hér og þar. Það er enginn staður fyrir mig og það er vandamálið,“ segir Ali.

Hann segir að hann ætli að vera í hungurverkfalli þar til lausn finnst í málinu eða þar til líkami hans getur ekki meir.


Tengdar fréttir

Sam­tal enn í gangi um þjónustu­svipt flótta­fólk

Fé­lags-og vinnu­markaðs­ráð­herra segir sam­tal á milli ríkis og sveitar­fé­laga um stöðu flótta­fólks sem svipt hefur verið þjónustu enn í gangi. Ekki er ljóst hve­nær þeirri vinnu lýkur.

Neyðar­skýli fyrir hælis­leit­endur ekki góð eða varan­leg lausn

Dómsmálaráðherra segir það ekki góða lausn að setja upp neyðarskýli fyrir hælisleitendur sem búið er að svipta rétti til þjónustu og búsetu. Hún segir útlendingalögin skýr og að fólki beri að fara af landi brott eftir að það fær endanlega synjun.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×