Enski boltinn

Enski boltinn

Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.

Leikirnir





    Fréttamynd

    Bakverðir Englands á meiðslalistanum

    Steve McClaren landsliðsþjálfari Englendinga hefur eflaust grett sig í dag þegar hann fékk þær fréttir að tveir af hægribakvörðum enska landsliðsins meiddust í dag. Gary Neville fór af velli strax í byrjun leiks hjá Manchester United og er meiddur á ökkla. Micah Richards hjá Manchester City fór svo sömu leið í fyrri hálfleik gegn Middlesbrough og því útlit fyrir að hvorugur verði með landsliðinu í næstu viku.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Chelsea yfir 2-0

    Chelsea hefur örugga 2-0 forystu gegn Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni þegar flautað hefur verið til hálfleiks. Andriy Shevchenko og Salomon Kalou skoruðu mörk liðsins. Tottenham hefur yfir 1-0 gegn Watford með marki Jermaine Jenas, en markalaust er í hinum leikjunum þremur sem standa yfir. Fylgist með stöðu mála á Boltavaktinni hér á Vísi.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Ívar byrjar fyrir Reading

    Nú eru að hefjast fimm leikir í ensku úrvalsdeildinni. Ívar Ingimarsson er á sínum stað í byrjunarliði Reading sem tekur á móti Portsmouth, en þar er Brynjar Björn Gunnarsson á bekknum. Heiðar Helguson er á bekknum hjá Fulham sem sækir Wigan heim og þá hafa Chelsea og Tottenham ákveðið að hvíla lykilmenn sína í dag fyrir slaginn í bikarnum á mánudaginn.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Ronaldo fór á kostum í stórsigri United

    Manchester United stefnir nú hraðbyri á að tryggja sér sigur í ensku úrvalsdeildinni, en í dag vann liðið sannfærandi 4-1 sigur á Bolton á Old Trafford. Ji-Sung Park og Wayne Rooney skoruðu tvö mörk hvor og Christiano Ronaldo lagði upp þrjú þeirra, en Gary Speed minnkaði muninn fyrir Bolton.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Mourinho vill halda í Lampard og Terry

    Jose Mourinho knattspyrnustjóri Chelsea vill ólmur halda þeim John Terry og Frank Lampard í röðum félagsins þangað til samningur hans rennur út árið 2010, en bresku blöðin hafa mikið ritað um að þeir væru á leið frá Chelsea í sumar.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Ferguson og Giggs bestir í febrúar

    Sir Alex Ferguson og Ryan Giggs hjá Manchester United voru í dag útnefndir knattspyrnustjóri og leikmaður mánaðarins í ensku úrvalsdeildinni. Þetta er í annað sinn á leiktíðinni sem þeir félagar taka við verðlaununum saman, en þeir urðu einnig fyrir valinu í ágústmánuði.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Ekkert óvænt hjá McClaren

    Steve McClaren landsliðsþjálfari Englendinga gaf í dag út hvaða leikmenn yrðu í landsliðshópi hans fyrir leikina gegn Ísrael og Andorra í undankeppni EM. Joey Barton, Gareth Barry og Shaun Wright-Phillips detta út úr hópnum sem tapaði síðast fyrir Spánverjum í æfingaleik.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Tímabilið búið hjá Walcott

    Framherjinn ungi Theo Walcott hjá Arsenal verður líklega ekkert meira með liðinu í vor. Hann þarf að fara í uppskurð á öxl, en hafði verið beðinn um að fresta honum vegna mikilla meiðsla í herbúðum liðsins. Walcott, sem er 18 ára í dag, segir meiðslin hafa versnað undanfarnar vikur og ekki sé hægt að fresta aðgerðinni lengur.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Wenger þarf enn að svara til saka

    Arsene Wenger hefur nú enn á ný verið kallaður inn á teppi hjá enska knattspyrnusambandinu. Wenger hefur verið kærður fyrir ósæmilega framkomu eftir úrslitaleikinn í deildarbikarnum gegn Chelsea á dögunum og hefur frest til 30. mars til að svara fyrir sig. Wenger kallaði aðstoðardómarann í leiknum lygara og sagði agareglur knattspyrnusambandsins óheiðarlegar.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Johnson vill ljúka ferlinum hjá Everton

    Framherjinn Andy Johnson segir ekkert til í þeim orðrómi sem gengið hefur í bresku blöðunum undanfarið sem sagði hann þjást af heimþrá. Johnson segir að ef hann gæti skrifað undir ævilangan samning við Everton ef það stæði til boða.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Domenech orðinn þreyttur á Wenger

    Raymond Domenech landsliðsþjálfari Frakka, segist vera orðinn afar þreyttur á athugasemdum landa síns og kollega Arsene Wenger hjá Arsenal. Wenger sagði í vikunni að það væri franska landsliðinu að kenna að Thierry Henry hafi aldrei náð sér á strik í vetur vegna meiðsla.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Nýr samningur í smíðum fyrir Robben

    Han Robben, faðir og umboðsmaður Arjen Robben hjá Chelsea, segir að félagið sé að undirbúa nýjan samning handa syni sínum. Hann segir Robben vera ánægðan hjá Chelsea, en bætir því við að hann hefði ekkert á móti því að spila fyrir Barcelona einn daginn.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Chelsea heldur sínu striki

    Chelsea minnkaði forskot Manchester United niður í sex stig á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld þegar liðið lagði Manchester City 1-0 á útivelli. Það var Frank Lampard sem skoraði sigurmark Chelsea úr vítaspyrnu á 28. mínútu leiksins eftir að brotið var á Salomon Kalou innan teigs.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Arsenal í þriðja sætið

    Arsenal skaust í kvöld í þriðja sætið í ensku úrvalsdeildinni með 1-0 sigri á Aston Villa á útivelli. Það var Abou Diaby sem skoraði slysalegt sigurmark gestanna í upphafi leiksins þegar hann stýrði óvart skoti Julio Baptista í netið. Diaby var síðar heppinn að tryggja villa ekki jafntefli þegar Freddie Ljungberg hreinsaði skot hans á eigið mark af marklínunni.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Chelsea og Arsenal yfir í hálfleik

    Nú er kominn hálfleikur í viðureignunum tveimur sem standa yfir í ensku úrvalsdeildinni. Arsenal er yfir 1-0 á útivelli gegn Aston Villa þar sem Abu Diaby skoraði slysalegt mark í upphafi leiks. Chelsea hefur yfir 1-0 gegn Man City á útivelli þar sem Frank Lampard ellefta mark sitt á leiktíðinni úr vítaspyrnu eftir að Micah Richards felldi Salomon Kalou í teignum.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Terry kominn í lið Chelsea á ný

    Fyrirliðinn John Terry er kominn í lið Englandsmeistara Chelsea á ný og er í byrjunarliðinu í kvöld þegar liðið mætir Manchester City. Terry fékk spark í höfuðið í úrslitaleik deildarbikarsins á dögunum og hefur verið frá keppni síðan. Þá fer Arsenal í heimsókn til Birmingham þar sem liðið mætir Aston Villa.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Eigendur Liverpool vilja stækka Stanley Park

    Tom Hicks og George Gillett, eigendur enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool, hafa stöðvað undirbúningsvinnu vegna Stanley Park vallarins sem ætlað er að verða nýr heimavöllur Liverpool árið 2009. Völlurinn átti að taka 60.000 manns í sæti, en Bandaríkjamennirnir vilja nú kanna möguleika á að hafa hann enn stærri.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Alan Smith: Ég fer hvergi

    Framherjinn Alan Smith hjá Manchester United segist alls ekki ætla að fara frá félaginu sem lánsmaður og er staðráðinn í að vinna sér sæti í liðinu á ný eftir erfið meiðsli.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Silvestre úr leik

    Franski varnarmaðurinn Mikael Silvestre hjá Manchester United verður ekki meira með liði sínu á leiktíðinni. Silvestre fór úr axlarlið í leiknum gegn Lille í Meistaradeildinni á dögunum og fyrstu spár reiknuðu með því að hann næði sér eftir nokkrar vikur, en í ljós kom að meiðslin eru mikið alvarlegri en talið var í fyrstu. Hann byrjar ekki að æfa með liðinu fyrr en eftir þrjá mánuði.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Beckham þakkaði fyrir sig á Old Trafford

    David Beckham gat ekki spilaði í hátíðarleiknum sem háður var á Old Trafford í gærkvöldi, en hann kom óvænt fram á völlinn í hálfleik og hélt ræðu þar sem hann þakkaði stuðningsmönnum United fyrir stuðninginn í gegn um árin. Hann sagði tíma sinn hjá United hafa verið þann besta í lífi sínu.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Vidic og Ferdinand klárir í slaginn

    Varnarmennirnir Nemanja Vidic og Rio Ferdinand verða báðir með liði Manchester United á laugardaginn þegar liðið mætir Bolton í ensku úrvalsdeildinni. Báðir höfðu verið tæpir vegna meiðsla, en Alex Ferguson hefur nú staðfest að þeir séu heilir.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Bridge undir hnífinn

    Varnarmaðurinn Wayne Bridge hjá Chelsea þarf að gangast undir lítinn hnéuppskurð og verður frá keppni í að minnsta kosti þrjár vikur. Bridge hefur fundið til í hnénu lengi og því var ákveðið að hann færi undir hnífinn sem fyrst. Læknir Chelsea segir aðgerðina svipaða og þá sem Damien Duff fór í þegar hann lék með liðinu á sínum tíma og hann hafi verið orðinn góður eftir um þrjár vikur.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    United hafði betur gegn Evrópuúrvalinu

    Manchester United hafði 4-3 sigur á Evrópuúrvalinu í sérstökum hátíðarleik sem háður var á Old Trafford í kvöld. United var yfir 4-1 í hálfleik en minni spámenn liðsins fengu að spreyta sig í þeim síðari. Evrópuliðið náði þá að minnka muninn í eitt mark en komst ekki lengra.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Pressan eykst á Stuart Pearce

    Forráðamenn Manchester City hafa vísað því á bug að spennan sé að magnast í herbúðum liðsins í kjölfar þess að það horfir fram á nokkra fallhættu fram á vorið í ensku úrvalsdeildinni. Sum bresku blaðanna ganga svo langt að segja að Pearce verði látinn fjúka ef hann nær ekki viðunandi úrslitum gegn Chelsea annað kvöld.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Terry hunsar tilmæli lækna

    Breska blaðið The Sun greinir frá því í dag að harðjaxlinn John Terry sé svo ólmur í að snúa aftur með liði sínu Chelsea að hann hafi hunsað öll fyrirmæli lækna á æfingu í gær. Terry steinrotaðist í leik Arsenal og Chelsea í bikarnum í síðasta mánuði eftir að hann fékk spark í höfuðið.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Wenger: Meiðsli Henry eru franska landsliðinu að kenna

    Arsene Wenger segir þrálát meiðsli og lakari frammistöðu Thierry Henry á knattspyrnuvellinum í vetur skrifast á franska landsliðið. Henry hefur misst mikið úr með Arsenal í vetur og verður ekki meira með liðinu á þessari leiktíð vegna meiðsa - en hann hefur spilað hvern einasta landsleik með Frökkum síðan um miðjan ágúst.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Henry: Ég fer aldrei frá Arsenal

    Thierry Henry segist ákveðinn í að ljúka ferlinum hjá Arsenal þrátt fyrir þrálátan orðróm um annað í blöðum undanfarna mánuði. Henry verður ekki meira með liði sínu á leiktíðinni vegna meiðsla, en hann segist aldrei ætla að fara frá félaginu.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Man Utd mætir Evrópuúrvalinu í kvöld

    Í kvöld verður hátíðarleikur Manchester United gegn úrvalsliði Evrópu sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn klukkan 19:30. Hér er á ferðinni sérstakur afmælisleikur til að minnast 50 ára afmæli Rómarsáttmálans og þáttöku United í Evrópukeppninni og margar af helstu knattspyrnustjörnum heims verða á leikskýrslunni.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Vörn Tottenham orðin götótt

    Miðvörðurinn Anthony Gardner hjá Tottenham getur ekki spilað með liðinu næstu sex vikurnar eftir að hann brákaði bein í fæti sínum í leiknum gegn Chelsea um helgina.

    Enski boltinn