
Pochettino hafi samþykkt að taka við Chelsea
Argentínski knattspyrnustjórinn Mauricio Pochettino hefur samþykkt að taka við stjórnartaumunum hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Chelsea þegar yfirstandandi tímabili lýkur.
Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.
Argentínski knattspyrnustjórinn Mauricio Pochettino hefur samþykkt að taka við stjórnartaumunum hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Chelsea þegar yfirstandandi tímabili lýkur.
Markvörður Manchester Untied, David De Gea, hefur fengið á sig 41 mark í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Enginn markvörður deildarinnar hefur hins vegar haldið marki sínu jafn oft hreinu og Spánverjinn.
Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, segir að þreyta megi aldrei vera notuð sem afsökun en hans menn voru óhemju ferskir þegar þeir unnu Úlfana 2-0 í ensku úrvalsdeildinni fyrr í dag. Vika var frá síðasta leik liðsins og sást mikill munur á spilamennsku þessu.
Ítalski blaðamaðurinn Fabrizio Romano segir það nærri frágengið að Argentínumaðurinn Mauricio Pochettino verði næsti knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Chelsea.
Southampton er fallið úr ensku úrvalsdeildinni eftir 0-2 tap á heimavelli gegn Fulham. Þá náði Nottingham Forest í dýrmætt 2-2 jafntefli gegn Chelsea og Crystal Palace vann 2-0 sigur á Bournemouth.
Eftir tvo tapleiki í röð hjá Manchester United vann liðið gríðarlega mikilvægan 2-0 sigur er liðið tók á móti Wolves í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.
Aston Villa vann mikilvægan sigur er liðið tók á móti Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Lokatölur 2-1 og liðin eru nú jöfn að stigum í sjötta og sjöunda sæti deildarinnar, en þetta var fjórða tap Tottenham í seinustu sex deildarleikjum.
Rasmus Kristensen reyndist hetja Leeds er liðið gerði 2-2 jafntefli gegn Newcastle í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.
David Moyes, knattspyrnustjóri West Ham, viðurkennir að það séu góðar líkur á því að Declan Rice, miðjumaður liðsins, yfirgefi félagið í sumar.
Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Englandsmeistara Manchester City, furðar sig á því að leik liðsins gegn Everton hafi verið frestað um einn dag sökum þess að Eurovision fer fram í Liverpool í kvöld.
Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að liðið geti lokkað til sín gæðaleikmenn í sumar þrátt fyrir að enn ríki óvissa um hverjir eigendur félagsins verði.
Julian Nagelsmann mun ekki taka við sem þjálfari enska úrvalsdeildarfélagsins Tottenham eftir að hann var látinn fara frá Bayern München í mars á þessu ári.
Erling Braut Håland, framherji Manchester City, og Sam Kerr, framherji Chelsea, voru valin bestu leikmenn tímabilsins af íþróttablaðamönnum á Englandi.
Fjórir fótboltamenn heimsins eru meira virði en tvö hundruð milljón evrur samkvæmt nýrri úttekt CIES.
William Saliba og Oleksandr Zinchenko verða ekki meira með Arsenal í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili vegna meiðsla.
Enska knattspyrnusambandið, FA, mun útvega 120 rútur sem munu ganga frá Manchester til London í næsta mánuði til að koma stuðningsmönnum Manchester-liðanna á úrslitaleik FA-bikarsins sem fram fer á Wembley þann 3. júní.
Ragnar Klavan, fyrrverandi leikmaður Liverpool, mun sjá um það verkefni að kynna stig Eistlands í Eurovision sem fram fer í Liverpool næstkomandi laugardagskvöld.
Forráðamenn enska úrvalsdeildarfélagsins Arsenal hafa haft í nægu að snúast undanfarið. Arsenal hefur verið í toppbáráttu í deildinni allt yfirstandandi tímabil og lykilleikmenn félagsins eru við það að skrifa undir nýja langtímasamninga.
Á Liverpool enn þá möguleika á Meistaradeildarsæti? Flestir héldu að möguleikinn væri úti fyrir nokkrum vikum en síðan hefur Liverpool unnið sex deildarleiki í röð.
Danski innkastþjálfarinn Thomas Grönnemark Larsen er einn þeirra sem mun yfirgefa Liverpool eftir þetta tímabil.
Íslandsvinurinn Sir Jim Ratcliffe þykir nú líklegastur sem næsti meirihluta eigandi Manchester United en ensk blöð slógu því upp í morgun að tilboð hans sé það tilboð sem núverandi eigendur eru spenntastir fyrir.
Ole Gunnar Solskjær, fyrrverandi þjálfari Manchester United, telur nær öruggt að Michael Carrick – fyrrum aðstoðarmaður Solskjær – muni stýra Man United einn daginn.
Chelsea og Arsenal unnu bæði stórsigra í ensku úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu. Bæði lið eru enn í bullandi toppbaráttu en Englandsmeistarar Chelsea eiga leik til góða á Manchester United sem situr á toppi deildarinnar.
Manchester City hefur aldrei unnið Meistaradeildina en liðið hefur sjaldan átt betri möguleika en á þessari leiktíð.
Manchester United tapaði tveimur leikjum á aðeins fjórum dögum og hefur með því opnað dyrnar á ný fyrir Liverpool í baráttunni um Meistaradeildarsæti.
Yaya Touré, fyrrverandi miðjumaður Manchester City, er búinn að fá sig fullsaddan af því að fólk sé að bendla hann við umræðu um „bölvun“ sem fylgi enska knattspyrnuliðinu í Meistaradeild Evrópu.
Nottingham Forest vann 4-3 sigur á botnliði Southampton í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Dýrlingarnir eru svo gott sem fallnir eftir tapið á meðan Forest lyfti sér upp úr fallsæti.
Everton vann magnaðan 5-1 útisigur á Brighton & Hove Albion í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Gestirnir frá Bítlaborginni eru í bullandi fallbaráttu á meðan Brighton lætur sig dreyma um að spila í Evrópu á næstu leiktíð.
Landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson spilaði sinn 200. keppnisleik fyrir enska knattspyrnufélagið Burnley í dag þegar lokaumferð ensku B-deildarinnar var spiluð.
Átta mörk voru skoruð í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Fulham sigraði þá Leicester City, 5-3.