
Skapari Dragon Ball látinn
Japanski teiknarinn Akira Toriyama, skapari hinnar vinsælu teiknimyndaseríu og sjónvarpsþátta Dragon Ball, er látinn. Hann lést síðastliðinn föstudag, 68 ára að aldri.
Japanski teiknarinn Akira Toriyama, skapari hinnar vinsælu teiknimyndaseríu og sjónvarpsþátta Dragon Ball, er látinn. Hann lést síðastliðinn föstudag, 68 ára að aldri.
Björgvin Gíslason, einhver snjallasti gítarleikari landsins, varð bráðkvaddur í gær. Fráfall hans má heita áfall fyrir íslenska tónlistarbransann. Auk þess að vera gítarleikari í fremstu röð var hann einstaklega vel liðinn af öllum sem hann þekktu, síbrosandi og sendi frá sér góða strauma.
Karl Gunnlaugsson, akstursíþróttamaður og athafnamaður, er látinn, 57 ára að aldri. Hann lést á heimili sínu í Mosfellsbæ á laugardaginn.
Mark Dodson, sem er þekktastur fyrir að hafa talsett fjölda hrekkjalóma í Gremlins-myndunum og hirðfíflið Salacious B. Crumb í hirð Jabba the Hutt, er látinn 64 ára að aldri.
Søren Pape Poulsen, formaður Íhaldsflokksins í Danmörku og fyrrverandi dómsmálaráðherra er látinn.
Bandaríski innanhússhönnuðurinn og tískugoðsögnin Iris Apfel er látin. Hún var 102 ára.
Brian Mulroney, fyrrverandi forsætisráðherra Kanada, er látinn, 84 ára að aldri. Hann var um árabil formaður kanadíska Íhaldsflokksins og gegndi embætti forsætisráðherra á árunum 1984 til 1993.
Breski sjónvarpsmaðurinn Dave Myers, sem þekktastur er fyrir að vera annar hluti tvíeykisins Loðnu bifhjólamennirnir, eða Hairy Bikers, er látinn. Hann lést af völdum krabbameins, 66 ára gamall.
Leikarinn og grínistinn Richard Lewis, sem er hvað þekktastur þessa dagana fyrir leik sinn í þáttunum Curb Your Enthusiasm, er látinn. Hann var 76 ára gamall og er sagður hafa látist á heimili sínu í Los Angeles í gærkvöldi eftir að hann fékk hjartaáfall.
Bandaríski leikarinn Gary Sinise sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Forrest Gump hefur misst son sinn, hinn 33 ára gamla McCanna Anthony Sinise, úr krabbameini.
Heilar tvær opnur og ein síða til eru lagðar undir minningarorð um Karl Sigurbjörnsson biskup í Morgunblaði dagsins en Karl var jarðsunginn frá Hallgrímskirkju klukkan 13. Fá dæmi eru um annað eins. Á samfélagsmiðlum minnast margir Karls biskups með hlýju.
Sænska tónskáldið og djasstónlistarmaðurinn Georg Riedel, sem þekktastur er fyrir að hafa samið tónlistina í þáttunum og myndunum um Línu langsokk og Emil í Kattholti, er látinn. Hann varð níræður að aldri.
Kanadíski leikarinn Kenneth Mitchell frægur fyrir hlutverk sín í sjónvarpsþáttunum Stark Trek: Discovery er látinn eftir fimm ára baráttu við blandaða hreyfitaugahrörnun.
Áföllin dynja áfram yfir hlaupasamfélag Keníu. Maraþonhlauparinn Kipsang Kipkorir hneig niður eftir að hafa lokið fjallahlaupi í Kamerún í gær.
Athafnamaðurinn Karl J. Steingrímsson er látinn. Karl, sem var gjarnan kenndur við verslunina Pelsinn, lést síðastliðinn fimmtudag, 22. febrúar, 76 ára að aldri.
Dýri Guðmundsson endurskoðandi, fyrrverandi knattspyrnukappi og gítarleikari er látinn. Hann fæddist 1951 en lést eftir veikindi þriðjudagskvöldið 20. febrúar. Fjölmargir samferðamenn Dýra hvort sem er vinir eða ættingjar hafa minnst hans á samfélagsmiðlum.
Ewen Macintosh breski leikarinn sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt sem Keith í bresku grínþáttunum The Office er látinn. Hann var fimmtíu ára gamall.
Hildur Hermóðsdóttir, kennari og bókaútgefandi, er látin, 73 ára að aldri.
Þýska knattspyrnugoðsögin Andreas Brehme er látinn en hann varð aðeins 63 ára gamall.
Alexei Navalní, einn helsti pólitíski andstæðingur Vladimírs Pútin, forseta Rússlands er dáinn. Hann lést í fangelsi og er hann sagður hafa dáið vegna veikinda.
Gunnar J. Árnason heimspekingur í listum og fagurfræði lést laugardaginn 10. febrúar á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðstandendum. Gunnar var fæddur í Reykjavík 27. nóvember 1959. Foreldrar hans eru Árni Kristinsson læknir (f. 1935) og Erla Cortes ritari (f. 1939 d. 2006). Gunnar ólst upp á Englandi fyrstu ár ævi sinnar en fluttist síðar í vesturbæ Reykjavíkur.
Norski fótboltaheimurinn syrgir nú Mounir Hamoud sem lést af völdum hjartaáfalls í gærmorgun, 39 ára að aldri.
Fjölmargir minnast Sr. Karls Sigurbjörnssonar biskups sem lést í gærmorgun 77 ára eftir baráttu við krabbamein. Fólk minnist manns með risastórt hjarta, bros á vör og húmorinn í farteskinu.
Karl Sigurbjörnsson biskup lést í morgun á gjörgæsludeild Landspítalans í Reykjavík en hann var 77 ára að aldri.
Hjalti Einarsson vélvirki er látinn, 85 ára að aldri. Hjalti er kunnastur fyrir að hafa byggt upp VHE, eitt stærsta iðnfyrirtæki landsins. Þá varð hann fyrir þeirri lífsreynslu níu ára gamall á bænum Reyðará á Siglunesi að vera lykilvitni í rannsókn mannskæðasta flugslyss á Íslandi en hann er talinn vera sá síðasti sem sá á lofti flugvélina sem fórst í Héðinsfirði með 25 manns árið 1947.
Kelvin Kiptum, heimsmethafi í maraþonhlaupi, lést í bílslysi í gær. Hann var 24 ára.
Minningarathöfn um Lúðvík Pétursson var haldin í Langholtskirkju í dag, föstudaginn 9. febrúar, en hann týndist í Grindavík 10. janúar sl. þegar hann var að vinna við að fylla sprungur fyrir Náttúruhamfaratryggingar Íslands.
Össur Kristinsson, stofnandi stoðtækjafyrirtækisins Össurar, er látinn, áttræður að aldri. Hann lést á Landspítalanum síðastliðinn þriðjudag.
Sebastian Pinera, fyrrverandi forseti Síle, lést í dag þegar þyrla sem hann ferðaðist með féll ofan í stöðuvatn í suðurhluta Síle. Pinera var 74 ára gamall.
John Bruton, fyrrverandi forsætisráðherra Írlands, er látinn, 76 ára að aldri. Hann gegndi embætti forsætisráðherra (Taoiseach) á árunum 1994 til 1997.