

Alþingi
Fréttir af löggjafarþingi Íslendinga, þingmönnum og fleiri tengdum málum.

Oddný með Covid: „Enginn vill vera í einangrun yfir jólin“
Oddný Harðardóttir, þingkona Samfylkingarinnar, er ein þeirra þingmanna sem greinst hefur með Covid-19. Hún er komin í einangrun og segir það vægast sagt ekki gaman. Enginn vilji vera í einangrun um jólin.

Nokkrir þingmenn greinast með Covid-19 og aðrir bíða eftir niðurstöðum
Minnst þrír þingmenn hafa greinst smitaðir af Covid-19 og er verið að skima þingmenn og starfsmenn þingsins. Birgir Ármannsson, forseti þingsins, segir að verið sé að afla upplýsinga um fjölda staðfestra smita og ná utan um hvaða áhrif smitin muni hafa á störf þingsins.

105 ár Framsóknar fyrir íslenskt samfélag
Kæri lesandi.Saga Framsóknar í 105 ár er samofin framfarasögu íslensku þjóðarinnar og hvernig íslenskt samfélag hefur komist í efstu sæti í flestu því sem þykir gott og mikilvægt í samfélögum heimsins. Stóran hluta þessara 105 ára hefur Framsókn setið við ríkisstjórnarborðið en þess á milli veitt ríkisstjórnum landsins mikilvægt aðhald í stjórnarandstöðu.

Skorar á Alþingi að veita Magga Eiríks heiðurslaun listamanna
Tónlistarmaðurinn Örn Elías Guðmundsson, betur þekktur sem Mugison, þrýstir á allsherjar- og menntamálanefnd að veita Magnúsi Eiríkssyni heiðurslaun listamanna.

Steinunn Ólína segir viðbjóðsljóð Megasar Litla ljót ekki um Bergþóru
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona hefur lýst því yfir að ljóðið Litla ljót, sem kemur við sögu í ásökunum Bergþóru Einarsdóttur á hendur Megasi og Gunnari Erni Jónssyni um kynferðislegt ofbeldi gegn henni, sé ekki um Bergljótu.

Alþingi í klípu vegna Megasarmála
Meðal dagskrárliða á fundi allsherjar- og menntamálanefndar (amen) í gær og aftur í dag eru heiðurslaun listamanna.

Nærri helmingur fólks óánægður með að endurtalningin hafi verið látin ráða
Fjörtíu og sex prósent fólks á kosningaaldri eru óánægð með að endurtalningin í Norðvesturkjördæmi hafi verið látin standa, ef marka má niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Prósents.

Sjálfstæðisflokkurinn sé orðinn óábyrgur í ríkisfjármálum
Fjölgun ráðuneyta og breytingar í stjórnarráðinu gætu kostað hundruð milljóna króna að sögn fjármálaráðherra. Þingmaður Viðreisnar sakar Sjálfstæðisflokkinn um óábyrgð í fjármálum ríkisins.

„Eru ekki allir í stuði?“
Tómas Tómasson, þingmaður Flokks fólksins, sem er ef til vill betur þekktur sem Tommi á Búllunni, hélt jómfrúarræðu sína á Alþingi í dag. Þar ræddi hann um það að öryrkjar fá ekki 50 þúsund króna eingreiðslu frá ríkinu til viðbótar við desemberuppbót sína eins og á síðasta ári.

Þjóðmál í samstarf við Innherja
Hlaðvarpsþátturinn Þjóðmál, í umsjá Gísla Freys Valdórssonar, og Innherji hefja samstarf á allra næstu dögum.

Vilja staðfestingu á að friðlýsingin hafi ekki áhrif út fyrir landamörk Dranga
Eigendur Ófeigsfjarðar, jarðar í Árneshreppi, hafa óskað eftir staðfestingu á að nýleg friðlýsing Dranga hafi engin áhrif út fyrir landamörk Dranga.

Vantar 1,5 milljarða í vegina til að standa við kosningaloforðin
Fimmtánhundruð milljóna króna gat er í fjárlagafrumvarpi næsta árs til að unnt sé að ráðast í þá vegagerð sem samgönguáætlun mælir fyrir um. Innviðaráðherra neitar því að þetta þýði niðurskurð.

Heimilishjálp verði frádráttarbær frá skatti
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins vilja gera breytingar á lögum um tekjuskatt á þann veg að heimilishjálp verði frádráttarbær frá skatti. Hver skattgreiðandi geti dregið frá tekjuskattsstofni allt að 1,8 milljón króna á ári.

SA segja ljós við enda ganganna ekki réttlæta aðgerðaleysi í ríkisfjármálum
Samtök atvinnulífsins leggja einkum til þrenns konar úrbætur á fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar í umsögn sinni við frumvarpið. SA gagnrýna þar einnig skort á aðhaldi í ríkisfjármálunum á sama tíma og vaxtastig fer hækkandi. Ljóst sé að umbætur þurfi á vinnumarkaðslíkaninu.

Skilur gagnrýni stjórnarandstöðunnar vel
Forsætisráðherra segist hafa haft miklar áhyggjur af sölu Símans á fjarskiptainnviðum Mílu til erlenda fjárfestingarfyrirtækisins Ardian. Hún segir gagnrýni stjórnarandstöðunnar á skömmum tíma sem þingið fær til að fjalla um málið réttmæta.

Óskað eftir formlegri heimild til að taka á móti „stórmerkilegri“ gjöf
Óskað er formlega eftir heimild til að þiggja listaverkagjöf Íslandsbanka til íslenska ríkisins í frumvarpi til fjáraukalaga sem birt var í gær. Gjöfin er stórmerkileg að sögn safnstjóra Listasafns Íslands.

Stjórnarandstaðan bindur miklar vonir við Björn Zoega
Þingmenn stjórnarandstöðunnar eru ánægðir með ráðningu Björns Zoega í heilbrigðisráðuneytið og telja ráðninguna merki þess að til standi að breyta um stefnu í heilbrigðismálunum. Tómas Andrés Tómasson, þingmaður Flokks fólksins, hefði reyndar frekar viljað sjá Birgi í Play til ráðgjafar í heilbrigðismálunum. „Sá kann að stýra fyrirtæki," segir Tómas.

Mílufrumvarpinu vísað til nefndar en frestur til athugasemda að renna út
Umræða um Mílufrumvarpið svokallaða, frumvarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um breytingar á lögum um fjarskipti, fór fram á Alþingi í gær.

Öryrkjar fái ekki aðstoð fyrir jól á meðan bankaskattar séu lækkaðir um milljarða
Öryrkjar fá ekki 50 þúsund króna eingreiðslu frá ríkinu til viðbótar við desemberuppbót sína eins og á síðasta ári. Formaður flokks fólksins gagnrýnir að ekki sé hægt að koma til móts við fátæka þegar bankaskattar séu lækkaðir um milljarða.

Gagnrýnir yfirvöld vegna úrræðaleysis gagnvart fátækum
Hið opinbera þarf að gjörbreyta stefnu sinni gagnvart þeim sem stríða við fátækt að mati félagsráðgjafa hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. Algjört úrræðaleysi hafi einkennt stefnu yfirvalda í málaflokknum. Það sé aðdáunarvert hvernig þeir sem minnst hafa komist af.

Átta óþægilegar staðreyndir um fjárlögin
Fyrstu fjárlög endurnýjaðrar ríkisstjórnar bera þess merki að lögð er ofuráhersla á að draga hratt úr umfangi ríkisins í hagkerfinu á komandi árum. Í lok kjörtímabilsins á hlutfall ríkisútgjalda af vergri landsframleiðslu að vera orðið lægra heldur en sést hefur á þessari öld og hið sama gildir um umfang hins opinbera í heild.

Telur of lítinn tíma til stefnu fyrir „Mílufrumvarp“
Fulltrúi minnihlutans í Þjóðaröryggisráði hefur miklar áhyggjur af því að gerð verði mistök við lagabreytingar sem eiga að tryggja þjóðaröryggi vegna sölu Mílu til erlends fjárfestingarfyrirtækis. Þá sé ekki nægilega skýrt hvort að lagabreytingin gildi um samninginn.

Sögulega leiðinlegt þing í ár
Salan á Íslandsbanka var stærsta pólitíska hitamál ársins 2021 að mati flestra sem fréttastofa ræddi við þegar farið var í upprifjun á afrekum þingsins fyrir annál. Það segir líklega sína sögu um hve tíðindalitlu og leiðinlegu ári er að ljúka fyrir áhugamenn um pólitík.

Hundruð milljóna kostnaður vegna breytinga í Stjórnarráðinu
Kostnaður ríkisins vegna breytinga í Stjórnarráðinu hleypur á hundruðum milljóna króna. Samkvæmt þingsályktunartillögu forsætisráðherra mun ráðuneytum fjölga úr tíu í tólf.

Niðurskurður á mannréttindum fatlaðs fólks
Nýtt Alþingi hefur loks verið sett. Fyrsta verk þingsins er framlagning fjárlaga en þau vekja ekki von fyrir réttindabaráttu fatlaðs fólks. Þvert á móti, því þar er gert ráð fyrir 300 milljóna króna niðurskurði til notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar.

Tveir fyrrverandi forsætisráðherrar tókust á um hugsjónir og mannaveiðar
Formaður Miðflokksins segir Sjálfstæðisflokkinn góðan í mannaveiðum en dregur í efa að margir séu eftir í flokknum sem kenna megi við hugmyndafræði hans. Hann spurði fjármálaráðherra á Alþingi í dag um kostnaðinn við fjölgun ráðuneyta.

Gagnrýni á friðlýsingu Dranga „stormur í vatnsglasi“
Fyrrverandi umhverfisráðherra segir ekkert óeðlilegt við að hans síðasta embættisverk hafi verið að skrifa undir friðlýsingu jarðarinnar Dranga á Ströndum. Málið hafi komið inn á borð umhverfisráðuneytisins í upphafi kjörtímabils og hann hafi viljað klára það fyrir lok þess.

Vilja láta rannsaka möguleg tengsl krabbameina og mengunar á Suðurnesjum
Sjö þingmenn Suðurkjördæmis hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að fela heilbrigðisráðherra að gera saming við Krabbameinsfélag Íslands um rannsókn á nýgengi krabbameina á Suðurnesjum samanborið við aðra landshluta.

Frumvörp um velferð dýra og stjórn fiskveiða afgreidd til nefndar
Fyrstu umræðu lauk á þingi í gær í tveimur frumvörpum frá stjórnarandstöðunni.

„Þetta er bara vægast sagt hræðilegt fyrir orðspor okkar“
Eftir miklar umræður um fjárlagafrumvarp og tekjufrumvörp ríkisstjórnarinnar undanfarna daga áttu stjórnarandstöðuþingmenn sviðið á Alþingi í dag.