Viðskipti innlent

„Netverslun með áfengi er smásala áfengis“

Árni Sæberg skrifar
Eyjólfur Ármannsson, þingmaður Flokks fólksins, er ekki sáttur með netverslun með áfengi.
Eyjólfur Ármannsson, þingmaður Flokks fólksins, er ekki sáttur með netverslun með áfengi. Vísir/Vilhelm

Þingmaður Flokks fólksins segir vefverslun með áfengi vera skýrt brot á áfengislögum. Hann ræddi málið við þingmann Sjálfstæðisflokksins, sem segist ekki deila þeirri skoðun með honum, í Sprengisandi í morgun.

Eyjólfur Ármannsson Flokki fólksins og Bryndís Haraldsdóttir Sjálfstæðisflokki tókust á um sölu áfengis á Íslandi í Sprengisandi í dag. Eyjólfur segir netverslanir sem eru í eigu Íslendinga vera skýrt brot á áfengislöggjöf sem sé mikilvægasta lýðheilsulöggjöf okkar Íslendinga. 

Því segist Bryndís ekki vera sammála þó hún fallist á að áfengi sé ekki eins og hver önnur smásöluvara. 

Eyjólfur segir að það sé á ábyrgð ákæruvaldsins að sækja þá sem ábyrgir eru fyrir þeim íslensku fyrirtækjum sem hafið hafa netverslun með áfengi á Íslandi til sakar. Bryndís segir að hún geti ekki dæmt um það hvort lögreglan ætti að fara að eltast við vínsala á netinu. 

Hún telji þó að tíma lögreglunnar sé betur varið við að eltast við þá sem selja börnum áfengi og önnur vímuefni. „Ég hef ekki miklar áhyggjur af því að drykkja fólks aukist almennt, eða þar af leiðandi drykkja ungmenna, þó að opnað sé fyrir vefverslun,“ segir Bryndís.

Samtal þeirra Kristjáns, Bryndísar og Eyjólfs má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér að neðan:





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×