Ring, ring, þing, það er neyðarástand! Tómas Ellert Tómasson skrifar 19. júlí 2022 06:30 Halló Alþingi, halló framkvæmdavald, það er að skapast neyðarástand hjá flestum heimilum landsins! Hvað ætlið þið að gera í því?...du,du,du,du,du. Ding, dong Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins ritaði ágæta grein[1] sem birtist á vísi þann 2. júlí síðastliðinn þar sem hann benti á að „mikil verðbólga er til þess fallin að skemma hagkerfið og draga úr lífsgæðum. Það á sérstaklega við um þá tekjulægri og ungt fólk sem er að reyna að koma undir sig fótunum.“ Stuttu áður hafði sonur[2] eins fárra sjálfstæðismanna á landinu sem enn iðka stefnu Sjálfstæðisflokksins ritað grein í Viðskiptablaðið og einmitt bent á það að ungt fólk ætti ekki séns á því í dag að eignast þak yfir höfuðið. Föðurnum svelgdist á morgunkaffinu við lestur greinar sonar síns. Mér reyndar líka. Sonurinn sá, efnilegur ungur maður sem á framtíðina fyrir sér ritaði: „Við höfum verið hindruð frá þátttöku í eignamyndun. Hátt lóðaverð boxar okkur út. Við hreinlega getum ekki tekið þátt í leiknum sem heitir í dag þétting byggðar en er í raun ekkert annað en þétting eignamyndunar. Í stað þess að fleiri njóti ágóðans af góðæri verður gríðarlegur munur á eignamyndun kynslóða og töluvert erfiðara að komast inn á markaðinn,“ Og bætir um betur: „Aðrir flokkar tala ekki fyrir þessu og því miður er rödd Sjálfstæðisflokksins orðin hjáróma. Algjört stefnuleysi og vangeta á skilgreindu sjálfi stendur Sjálfstæðisflokknum fyrir þrifum. Því kalla ég eftir naflaskoðun og baráttu fyrir okkur unga fólkið á vegum Sjálfstæðisflokksins.“ Formaður Miðflokksins hefur reyndar talað sterkt fyrir því að grípa þurfi til aðgerða vegna þessa ástands sem er uppi. Það er einnig samhljóða álit okkar sem störfum og stöndum vaktina í Miðflokknum að það sé hægt að ráðast strax í þrjár einfaldar aðgerðir til lausnar bráðavandanum sem kominn er upp í samfélaginu þannig að eignir og kaupmáttur almúgans fuðri ekki upp á verðbólgubálinu. Í fyrsta lagi að lækka skatta á matvæli, í öðru lagi að lækka skatta og gjöld á eldsneyti og í þriðja lagi að koma húsnæðismálunum í lag og kippa húsnæðisliðnum úr vísitölu neysluverðs. Auk þess þarf að koma skipulags- og byggingarmálum í eðlilegt horf. Það er beinlínis grátlegt að horfa upp á það hve til dæmis byggingarreglugerð okkar Íslendinga er í hrópandi ósamræmi við reglugerðir nágrannalanda okkar, okkur og byggingum okkar í óhag. Heyja, heyja, hey Það ríkir stormur í hagkerfinu og ná þarf heyinu í hús fyrir veturinn. Bregðist þið við sem nú starfið á Alþingi og þið hin sem skipið framkvæmdavaldið hið fyrsta. Framangreindar aðgerðir sem Miðflokkurinn hefur bent á til lausnar bráðavandanum sem nú ríkir, er ekki mál sem kallar á skipun nefnda. Ástandið nú, kallar á aðgerðir strax og að þegar Alþingi verður kallað saman (vonandi í ágúst) að sett verði lög sem styðja við tillögur Miðflokksins á Alþingi. Lagabreytingarnar eru mjög einfaldar í sniðum og má gera með þremur pennastrikum: 1. Lækka matarskattinn, 2. lækka eldsneytisskatta og 3. kippa húsnæðisliðnum úr vísitölu neysluverðs. Heyja, heyja, hey. Höfundur er byggingarverkfræðingur. [1] https://www.visir.is/g/20222282067d/naudsynlegar-neydaradgerdir-i-efnahagsmalum [2] https://hringbraut.frettabladid.is/frettir-pistlar/sonur-ellida-hjolar-i-sjalfstaedismenn-mer-hreinlega-svelgdist-a-morgunkaffinu/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Ellert Tómasson Alþingi Skattar og tollar Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Sjá meira
Halló Alþingi, halló framkvæmdavald, það er að skapast neyðarástand hjá flestum heimilum landsins! Hvað ætlið þið að gera í því?...du,du,du,du,du. Ding, dong Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins ritaði ágæta grein[1] sem birtist á vísi þann 2. júlí síðastliðinn þar sem hann benti á að „mikil verðbólga er til þess fallin að skemma hagkerfið og draga úr lífsgæðum. Það á sérstaklega við um þá tekjulægri og ungt fólk sem er að reyna að koma undir sig fótunum.“ Stuttu áður hafði sonur[2] eins fárra sjálfstæðismanna á landinu sem enn iðka stefnu Sjálfstæðisflokksins ritað grein í Viðskiptablaðið og einmitt bent á það að ungt fólk ætti ekki séns á því í dag að eignast þak yfir höfuðið. Föðurnum svelgdist á morgunkaffinu við lestur greinar sonar síns. Mér reyndar líka. Sonurinn sá, efnilegur ungur maður sem á framtíðina fyrir sér ritaði: „Við höfum verið hindruð frá þátttöku í eignamyndun. Hátt lóðaverð boxar okkur út. Við hreinlega getum ekki tekið þátt í leiknum sem heitir í dag þétting byggðar en er í raun ekkert annað en þétting eignamyndunar. Í stað þess að fleiri njóti ágóðans af góðæri verður gríðarlegur munur á eignamyndun kynslóða og töluvert erfiðara að komast inn á markaðinn,“ Og bætir um betur: „Aðrir flokkar tala ekki fyrir þessu og því miður er rödd Sjálfstæðisflokksins orðin hjáróma. Algjört stefnuleysi og vangeta á skilgreindu sjálfi stendur Sjálfstæðisflokknum fyrir þrifum. Því kalla ég eftir naflaskoðun og baráttu fyrir okkur unga fólkið á vegum Sjálfstæðisflokksins.“ Formaður Miðflokksins hefur reyndar talað sterkt fyrir því að grípa þurfi til aðgerða vegna þessa ástands sem er uppi. Það er einnig samhljóða álit okkar sem störfum og stöndum vaktina í Miðflokknum að það sé hægt að ráðast strax í þrjár einfaldar aðgerðir til lausnar bráðavandanum sem kominn er upp í samfélaginu þannig að eignir og kaupmáttur almúgans fuðri ekki upp á verðbólgubálinu. Í fyrsta lagi að lækka skatta á matvæli, í öðru lagi að lækka skatta og gjöld á eldsneyti og í þriðja lagi að koma húsnæðismálunum í lag og kippa húsnæðisliðnum úr vísitölu neysluverðs. Auk þess þarf að koma skipulags- og byggingarmálum í eðlilegt horf. Það er beinlínis grátlegt að horfa upp á það hve til dæmis byggingarreglugerð okkar Íslendinga er í hrópandi ósamræmi við reglugerðir nágrannalanda okkar, okkur og byggingum okkar í óhag. Heyja, heyja, hey Það ríkir stormur í hagkerfinu og ná þarf heyinu í hús fyrir veturinn. Bregðist þið við sem nú starfið á Alþingi og þið hin sem skipið framkvæmdavaldið hið fyrsta. Framangreindar aðgerðir sem Miðflokkurinn hefur bent á til lausnar bráðavandanum sem nú ríkir, er ekki mál sem kallar á skipun nefnda. Ástandið nú, kallar á aðgerðir strax og að þegar Alþingi verður kallað saman (vonandi í ágúst) að sett verði lög sem styðja við tillögur Miðflokksins á Alþingi. Lagabreytingarnar eru mjög einfaldar í sniðum og má gera með þremur pennastrikum: 1. Lækka matarskattinn, 2. lækka eldsneytisskatta og 3. kippa húsnæðisliðnum úr vísitölu neysluverðs. Heyja, heyja, hey. Höfundur er byggingarverkfræðingur. [1] https://www.visir.is/g/20222282067d/naudsynlegar-neydaradgerdir-i-efnahagsmalum [2] https://hringbraut.frettabladid.is/frettir-pistlar/sonur-ellida-hjolar-i-sjalfstaedismenn-mer-hreinlega-svelgdist-a-morgunkaffinu/
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar