Ring, ring, þing, það er neyðarástand! Tómas Ellert Tómasson skrifar 19. júlí 2022 06:30 Halló Alþingi, halló framkvæmdavald, það er að skapast neyðarástand hjá flestum heimilum landsins! Hvað ætlið þið að gera í því?...du,du,du,du,du. Ding, dong Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins ritaði ágæta grein[1] sem birtist á vísi þann 2. júlí síðastliðinn þar sem hann benti á að „mikil verðbólga er til þess fallin að skemma hagkerfið og draga úr lífsgæðum. Það á sérstaklega við um þá tekjulægri og ungt fólk sem er að reyna að koma undir sig fótunum.“ Stuttu áður hafði sonur[2] eins fárra sjálfstæðismanna á landinu sem enn iðka stefnu Sjálfstæðisflokksins ritað grein í Viðskiptablaðið og einmitt bent á það að ungt fólk ætti ekki séns á því í dag að eignast þak yfir höfuðið. Föðurnum svelgdist á morgunkaffinu við lestur greinar sonar síns. Mér reyndar líka. Sonurinn sá, efnilegur ungur maður sem á framtíðina fyrir sér ritaði: „Við höfum verið hindruð frá þátttöku í eignamyndun. Hátt lóðaverð boxar okkur út. Við hreinlega getum ekki tekið þátt í leiknum sem heitir í dag þétting byggðar en er í raun ekkert annað en þétting eignamyndunar. Í stað þess að fleiri njóti ágóðans af góðæri verður gríðarlegur munur á eignamyndun kynslóða og töluvert erfiðara að komast inn á markaðinn,“ Og bætir um betur: „Aðrir flokkar tala ekki fyrir þessu og því miður er rödd Sjálfstæðisflokksins orðin hjáróma. Algjört stefnuleysi og vangeta á skilgreindu sjálfi stendur Sjálfstæðisflokknum fyrir þrifum. Því kalla ég eftir naflaskoðun og baráttu fyrir okkur unga fólkið á vegum Sjálfstæðisflokksins.“ Formaður Miðflokksins hefur reyndar talað sterkt fyrir því að grípa þurfi til aðgerða vegna þessa ástands sem er uppi. Það er einnig samhljóða álit okkar sem störfum og stöndum vaktina í Miðflokknum að það sé hægt að ráðast strax í þrjár einfaldar aðgerðir til lausnar bráðavandanum sem kominn er upp í samfélaginu þannig að eignir og kaupmáttur almúgans fuðri ekki upp á verðbólgubálinu. Í fyrsta lagi að lækka skatta á matvæli, í öðru lagi að lækka skatta og gjöld á eldsneyti og í þriðja lagi að koma húsnæðismálunum í lag og kippa húsnæðisliðnum úr vísitölu neysluverðs. Auk þess þarf að koma skipulags- og byggingarmálum í eðlilegt horf. Það er beinlínis grátlegt að horfa upp á það hve til dæmis byggingarreglugerð okkar Íslendinga er í hrópandi ósamræmi við reglugerðir nágrannalanda okkar, okkur og byggingum okkar í óhag. Heyja, heyja, hey Það ríkir stormur í hagkerfinu og ná þarf heyinu í hús fyrir veturinn. Bregðist þið við sem nú starfið á Alþingi og þið hin sem skipið framkvæmdavaldið hið fyrsta. Framangreindar aðgerðir sem Miðflokkurinn hefur bent á til lausnar bráðavandanum sem nú ríkir, er ekki mál sem kallar á skipun nefnda. Ástandið nú, kallar á aðgerðir strax og að þegar Alþingi verður kallað saman (vonandi í ágúst) að sett verði lög sem styðja við tillögur Miðflokksins á Alþingi. Lagabreytingarnar eru mjög einfaldar í sniðum og má gera með þremur pennastrikum: 1. Lækka matarskattinn, 2. lækka eldsneytisskatta og 3. kippa húsnæðisliðnum úr vísitölu neysluverðs. Heyja, heyja, hey. Höfundur er byggingarverkfræðingur. [1] https://www.visir.is/g/20222282067d/naudsynlegar-neydaradgerdir-i-efnahagsmalum [2] https://hringbraut.frettabladid.is/frettir-pistlar/sonur-ellida-hjolar-i-sjalfstaedismenn-mer-hreinlega-svelgdist-a-morgunkaffinu/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Ellert Tómasson Alþingi Skattar og tollar Mest lesið Málþófið er séríslenskt Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Halló Alþingi, halló framkvæmdavald, það er að skapast neyðarástand hjá flestum heimilum landsins! Hvað ætlið þið að gera í því?...du,du,du,du,du. Ding, dong Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins ritaði ágæta grein[1] sem birtist á vísi þann 2. júlí síðastliðinn þar sem hann benti á að „mikil verðbólga er til þess fallin að skemma hagkerfið og draga úr lífsgæðum. Það á sérstaklega við um þá tekjulægri og ungt fólk sem er að reyna að koma undir sig fótunum.“ Stuttu áður hafði sonur[2] eins fárra sjálfstæðismanna á landinu sem enn iðka stefnu Sjálfstæðisflokksins ritað grein í Viðskiptablaðið og einmitt bent á það að ungt fólk ætti ekki séns á því í dag að eignast þak yfir höfuðið. Föðurnum svelgdist á morgunkaffinu við lestur greinar sonar síns. Mér reyndar líka. Sonurinn sá, efnilegur ungur maður sem á framtíðina fyrir sér ritaði: „Við höfum verið hindruð frá þátttöku í eignamyndun. Hátt lóðaverð boxar okkur út. Við hreinlega getum ekki tekið þátt í leiknum sem heitir í dag þétting byggðar en er í raun ekkert annað en þétting eignamyndunar. Í stað þess að fleiri njóti ágóðans af góðæri verður gríðarlegur munur á eignamyndun kynslóða og töluvert erfiðara að komast inn á markaðinn,“ Og bætir um betur: „Aðrir flokkar tala ekki fyrir þessu og því miður er rödd Sjálfstæðisflokksins orðin hjáróma. Algjört stefnuleysi og vangeta á skilgreindu sjálfi stendur Sjálfstæðisflokknum fyrir þrifum. Því kalla ég eftir naflaskoðun og baráttu fyrir okkur unga fólkið á vegum Sjálfstæðisflokksins.“ Formaður Miðflokksins hefur reyndar talað sterkt fyrir því að grípa þurfi til aðgerða vegna þessa ástands sem er uppi. Það er einnig samhljóða álit okkar sem störfum og stöndum vaktina í Miðflokknum að það sé hægt að ráðast strax í þrjár einfaldar aðgerðir til lausnar bráðavandanum sem kominn er upp í samfélaginu þannig að eignir og kaupmáttur almúgans fuðri ekki upp á verðbólgubálinu. Í fyrsta lagi að lækka skatta á matvæli, í öðru lagi að lækka skatta og gjöld á eldsneyti og í þriðja lagi að koma húsnæðismálunum í lag og kippa húsnæðisliðnum úr vísitölu neysluverðs. Auk þess þarf að koma skipulags- og byggingarmálum í eðlilegt horf. Það er beinlínis grátlegt að horfa upp á það hve til dæmis byggingarreglugerð okkar Íslendinga er í hrópandi ósamræmi við reglugerðir nágrannalanda okkar, okkur og byggingum okkar í óhag. Heyja, heyja, hey Það ríkir stormur í hagkerfinu og ná þarf heyinu í hús fyrir veturinn. Bregðist þið við sem nú starfið á Alþingi og þið hin sem skipið framkvæmdavaldið hið fyrsta. Framangreindar aðgerðir sem Miðflokkurinn hefur bent á til lausnar bráðavandanum sem nú ríkir, er ekki mál sem kallar á skipun nefnda. Ástandið nú, kallar á aðgerðir strax og að þegar Alþingi verður kallað saman (vonandi í ágúst) að sett verði lög sem styðja við tillögur Miðflokksins á Alþingi. Lagabreytingarnar eru mjög einfaldar í sniðum og má gera með þremur pennastrikum: 1. Lækka matarskattinn, 2. lækka eldsneytisskatta og 3. kippa húsnæðisliðnum úr vísitölu neysluverðs. Heyja, heyja, hey. Höfundur er byggingarverkfræðingur. [1] https://www.visir.is/g/20222282067d/naudsynlegar-neydaradgerdir-i-efnahagsmalum [2] https://hringbraut.frettabladid.is/frettir-pistlar/sonur-ellida-hjolar-i-sjalfstaedismenn-mer-hreinlega-svelgdist-a-morgunkaffinu/
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun