Fleiri fréttir

Asíubréf þokast upp

Hlutabréf hækkuðu í verði á Asíumörkuðum í morgun og virðist nokkuð hafa dregið úr ótta fjárfesta í kjölfar hækkana vestanhafs í gær. Japanska Nikkei-vísitalan hækkaði um tæp þrjú prósent sem vegur þó ekki upp á móti 11 prósenta lækkun hennar í gær sem var sú mesta í tvo áratugi.

Neyðarfundur olíuframleiðenda

Samtök olíuframleiðsluríkja hafa boðað neyðarfund í næstu viku vegna lækkandi olíuverðs í heiminum en á tæpum mánuði hefur verð á olíutunnu lækkað um 40 dollara og fór undir 70 dollara í fyrrakvöld.

Stjórn House of Fraser vill ekki annan hluthafa í stað Baugs

Don McCarthy, stjórnarformaður House of Fraser, segir að stjórn félagsins hafi áhuga á að kaupa hlut Baugs í félaginu með það fyrir augum að forða því að önnur verslanakeðja kaupi hann. Þetta kemur fram á fréttavef Times í kvöld.

Öfgakenndar sveiflur á Wall Street

Öfgakenndar sveiflur voru á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag. Fjármálaskýrendur segja ástæðuna liggja í þeim taugatitringi sem gætir á meðal fjárfesta.

Mikil lækkun í Bandaríkjunum

Gengi hlutabréfa lækkaði talsvert í byrjun viðskipta í Bandaríkjunum í dag eftir að opinberar tölur bentu til að dregið hafi úr framleiðslu í mánuðinum.

Oxford háskóli tapar 6 miljörðum á íslensku bönkunum

Oxford háskólinn horfir fram á allt að 6 milljarða kr. tap á íslensku bönkunum. Alls áttu 11 háskólar í Bretlandi fé inn á reikningum íslensku bankana í landinu en Oxford horfir fram á mesta tapið af þeim öllum.

Stærstu bönkum Sviss komið til bjargar

Svissneska ríkisstjórnin og fjárfestar munu leggja milljarða franka inn í tvo stærstu banka landsins til þess að bjarga þeim frá hruni. Um er að ræða bankana UBS og Credit Suisse.

Rannsaka gjaldþrot WaMU

Opinberri rannsókn hefur verið hleypt af stokkunum til að grafast fyrir um orsakir þess að Washinghton Mutual-bankinn varð gjaldþrota.

Blóðbað á mörkuðum í Asíu

Markaðir í Asíu hafa opnað með blóðrauðum tölum í morgun og kemur það í kjölfar lækkunar í Bandaríkjunum og Evrópu í gær.

Skammgóður vermir á bandarískum mörkuðum

Hún var ekki langvinn gleðin á hlutabréfamörkuðum í Bandaríkjunum í kjölfar aðgerða Bandaríkjastjórnar til bjargar þarlendum bönkum. Mikið verðfall varð á hlutabréfum í dag og lækkaði Dow Jones vísitalan um 7,87 prósent og er nú 8.577stig.

JPMorgan skilar hagnaði á þriðja ársfjórðungi

JPMorgan Chase, stærsti bankinn í Bandaríkjunum að markaðsvirði, skilaði um 527 milljónum dollara í hagnað á þriðja ársfjórðungi þessa árs samanborið við 3,4 milljarða dollara hagnað á sama tímabili í fyrra. Þetta kemur fram í hálffimmfréttum Kaupþings.

Rauður dagur á Wall Street

Hlutabréf á Wall Street lækkuðu í dag, en methækkun varð á vísitölunum í gær. Dow Jones lækkaði um 0,82%, Standard & Poors lækkaði um 0,54% og Nasdaq lækkaði um 3,54%, eftir því sem Reuters fréttastofan segir.

Besti kauphallardagurinn í Osló í manna minnum

Það lítur út fyrir að viðskiptadagurinn í kauphöllinni í Osló verði sá besti í manna minnum. Eftir hádegið hafði "úrvalsvísitalan" í kauphöllinni hækkað um 12,1 prósent og er það besta byrjun frá árinu 1983. Norskir miðlar segja aðeins einn annan dag í sögu kauphallarinnar komast í hálfkvisti við daginn í dag en það var árið 1987.

Baugur mögulega á leið í greiðslustöðvun

Baugur hefur fengið til liðs við sig fyrirtækið BDO Stoy Hayward til að hjálpa til við endurskipulagningu á félaginu. Frá þessu er greint á vef breska blaðsins Telegraph.

Methækkun á bandarískum hlutabréfamarkaði

Gengi hlutabréfa hækkaði verulega í Bandaríkjunum í dag í kjölfar efnilegrar ákvörðunar bandarískra stjórnvalda að auka varnir þarlendra banka og fjármálafyrirtækja gegn yfirstandandi hremmingum með kaupum á hlutafé þeirra.

Bitist um Storebrand-hlut Kaupþings

Norski viðskiptamiðillinn E24.no greinir frá því í dag að breski bankinn Royal Bank of Scotland hafi í gegnum dótturfyrirtæki sitt ABN Amro þvingað í gegn sölu á tæplega tíu prósenta hlut í norska tryggingafélaginu Storebrand.

Methækkun á hlutabréfamarkaði í Evrópu

Hlutabréfamarkaðir í Evrópu tóku heldur betur við sér í dag eftir að tíðindi bárust af björgunaraðgerðurm fjölmargra ríkja í núverandi bankakreppu.

Krefur Björgólf um tvær milljónir evra vegna vanefnda

Fyrrverandi lögfræðingur hjá Novator, fjárfestingafélagi Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur dregið félagið fyrir dóm í Bretlandi. Lögfræðingurinn, Gunnlaugur Pétur Erlendsson, segir að hann eigi tvær milljónir evra auk vaxta inni hjá Novator vegna aðkomu sinnar að nokkrum stórum samningum sem Novator gerði á undanförnum árum. Ásgeir Friðgeirsson, talsmaður Björgólfsfeðga segir að Novator tjái sig ekki um málið að öðru leyti en því að kröfunum sé alfarið hafnað fyrir rétti.

Segja 60 þúsund störf tapast í fjármálageiranum í London

Ríflega 60 þúsund störf munu tapast í fjármálageiranum í Lundúnum í ár og á næsta ári samkvæmt mati rannsóknarstofnunar þar í landi. Þetta þýðir að þau störf sem skapast hafa í geiranum á síðasta áratug þurrkast öll út.

Asíu- og Evrópumarkaðir í uppsveiflu í morgun

Flestir markaðir í Asíu opnuðu í uppsveiflu í morgun sökum þess að menn þar eru bjartsýnir á að aðgerðir helstu leiðtogas heims gegn fjármálakreppunni muni bera árangur.

Royal Bank of Scotland þjóðnýttur í dag

Royal Bank of Scotland, helsti viðskiptabanki Kaupþings í Bretlandi, verður þjóðnýttur í dag. Bankinn tapaði miklum fjárhæðum þegar Kaupþing fór í þrot.

Philip Green setur tímamörk á kaup sín á skuldum Baugs

Auðmaðurinn Philip Green segir í samtali við Daily Mail að kaup hans á hátt í 2 milljarða punda af skuldum Baugs Group verði að eiga sér stað innan næstu tveggja sólarhringa ef af þeim á að verða á annað borð.

Sjá næstu 50 fréttir