Viðskipti erlent

Roman Abramovich sparar og frestar brúðkaupi sínu

Auðjöfurinn og Íslandsvinurinn Roman Abramovich ákveðið að fresta brúðkaupi sínu til að sýna fram á að hann vill spara í fjármálakreppunni eins og margir aðrir gera nú.

Talið er að brúðkaupið hefði kostað Roman um 2 milljarða króna miðað við fregnir sem borist höfðu út um umfang þess og glæsileik. Nú hefur því verið frestað um ótiltekinn tíma.

Roman ætlaði að giftast ofurfyrirsætunni Dariu Sjukovu fyrir áramótin en hún er dóttir annars rússnesks auðjöfurs. Þau tvö hafa verið saman í tvö ár og verið áberandi í félagslífi hinna ríku og frægu í London og víðar um heiminn.

Roman hefur farið illa út úr fjármálakreppunni sem nú ríður röftum um allan heim. Samkvæmt Bloomberg-fréttaveitunni hefur Roman tapað um 20 milljörðum dollara eða um 2.000 milljörðum króna á fjárfestingum sínum undanfarna tvo mánuði.

Hann er í sömu stöðu og margir aðrir rússneskir auðmenn sem tapað hafa miklu á hruni hlutabréfa í kauphöllunum í Moskvu undanfarnar vikur en þar hefur geysað versta efnahagskreppa landsins síðan árið 1998.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×