Viðskipti erlent

Stjórn House of Fraser vill ekki annan hluthafa í stað Baugs

Don McCarthy, stjórnarformaður House of Fraser, segir að stjórn félagsins hafi áhuga á að kaupa hlut Baugs í félaginu með það fyrir augum að forða því að önnur verslanakeðja kaupi hann. Þetta kemur fram á fréttavef Times í kvöld.

Baugur á rúmlega þriðjungshlut í verslanakeðjunni og eins og fram hefur komið renna nokkrir aðilar hýru auga til eigna Baugs vegna erfiðleika fyrirtækisins eftir bankafallið hér á landi. Þar á meðal eru auðjöfurinn Philip Green og bandarísk fjárfestingarfélög.

McCarthy segir að vissulega sé framtíð Baugs óviss en að allir hluthafar í House of Fraser eigi forkaupsrétt á hluti Baugs. Því væri engin ástæða til þess að selja hlutina annað.

McCarthy á sjálfur fimmtungshlut í HoF en Skotinn Sir Tim Hunter á rúm ellefu present. ,,Það sem fólk skilur ekki er að Baugur á minnihluta í félaginu. Ef ég ætti þriðjung í Marks & Spencer og yrði gjaldþrota myndi það ekki hafa áhrif á Marks & Spencer. Ef Baugur verður gjaldþrota þá myndi skiptastjóri reyna að selja bréfin á markaði. Við eigum forkaupsrétt á þessum hlutabréfum svo þau fara ekki hendur neins annars. Við hleypum engum öðrum inn," segir McCarthy við Times.Því væ.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×