Viðskipti erlent

Fyrrum FME-stjóri í Bretlandi gagnrýnir aðgerðir gagnvart Íslandi

Sir Howard Davies fyrrum forstjóri Fjármálaeftirlits Bretlands gagnrýnir aðgerðir breskra stjórnvalda gagnvart Íslandi. Lýsir sem aðgerðunum sem "níðumst á nágranna okkar" viðbrögðum.

Davies er einnig fyrrum aðstoðarbankastjóri Englandsbanka og starfar nú sem skólastjóri hins virta London School of Economics.

Fyrrgreind orð lét Davies falla í fyrirlestri sem hann hélt í vikunni í Bejing í Kína.

Davies gagnrýndi harðlega þann sofandahátt sem ríkt hefði hjá ríkisstjórnum og fjármálaeftirlitsstofnunum heimsins í aðdraganda fjármálakreppunnar. Ekki hefði skort á aðvaranir en þegar loksins var brugðist við voru aðgerðirnar of seint á ferðinni og ekki nógu samhæfðar.

"Jafnvel Evrópusambandið gat ekki samræmt aðgerðir sínar þegar kreppan skall á," segir Davies.

Í umfjöllun um ræðu Davies í blaðinu Telegraph kemur m.a. fram að hann vill að þeir sem stjórni regluverki fjármálaheimsins verði alþjóðlegir í hugsun og gerðum. Hann vill samræma og bæta regluverkið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×