Viðskipti erlent

Búið að gera upp við alla Edge-kúnna í Svíþjóð

Kaupþing í Svíþjóð er búið að gera upp við alla þá sem áttu innistæður á Edge-reikningum bankans þar í landi.

Þetta kemur fram í frétt á vefsíðunni di.se. Þar segir ennfremur að aðeins hafi tekið tvær vikur að gera upp alla reikningana.

Samkvæmt tilkynningu frá Kaupþingi í Svíþjóð voru innistæðurnar gerðar upp með vöxtum en að skatti til ríkissjóðs frádregnum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×