Nýr Bretton Woods samningur? 19. október 2008 12:12 George Bush. Þjóðarleiðtogar heims funda um alheimsfjármálakreppuna í Bandaríkjunum í næsta mánuði. Þetta var ákveðið eftir fund Bandaríkjaforseta og leiðtoga Evrópusambandsins í gær. Sérfræðingar segja tímamótafund framundan, svipuðum þeim sem haldinn var til að endurskipuleggja fjármálakerfi heimsins í lok seinna stríðs. Sérfræðingar hafa margir líkt þeim fundum sem nú eru í undirbúningi við fundinn í Bretton Woods í New Hampshire í Bandaríkjunum 1944 þegar byrjað var að endurreisa fjármálakerfi heimsins eftir seinni heimsstyrjöldina. Þá voru settar reglur um alþjóðaviðskipti og fjármálatengsl. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn var stofnaður og einnig Alþjóðlegi endurreisnar- og þróunarbankinn sem síðar varð Alþjóðabankinn. Fundirnir nú voru ræddir í gær þegar George Bush Bandaríkjaforseti tók á móti Nicolas Sarkozy, Frakklandsforseta, og Jose Manuel Barroso, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í dvalarstað forsetaembættisins í Camp David í Massachussets ríki í Bandaríkjunum. Frakklandsforseti sat fundinn því Frakkar eru nú í forvarsi fyrir ESB. Eftir viðræður sínar greindu leiðtogarnir frá því að fyrirhuguð væri lota funda víða um heim þar sem leiðtogar ríkja heims ræddu mögu legar lausnir á vandanum. Fyrsti fundurinn yrði í Bandaríkjunum í nóvember, eftir að Bandaríkjamenn hafa kosið sér nýjan forseta sem tekur við um áramótin. Ekki er ákveðið hvar þessi fyrsti fundur þjóðarleiðtoga verður haldinn en Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur boðið höfuðstöðvar samtakanna í New York sem fundarstað. Dagskrá fundarins hefur ekki verið ákveðinn en strax á blaðamannafundinum í Camp David í gær töldu stjórnmálaskýrendur sig merkja áherslumun. Bush lagði áherslu á að ekki mætti raska hinum frjálsa markaði meðan verið væri að leysa vandann. Sarkozy sagði þetta hins vegar tækifæri til að þróa nýja tegund kapítalisma, ekki væri hægt að nota ráð frá síðustu öld til að stýra hagkerfi tuttugustu og fyrstu aldarinnar. Hverfa yrði frá andstyggilegum venjum síðari ára sem hefðu komið heiminum í þennan vanda, annars myndi heimurinn aftur lenda í því saman. Hugsa þyrfti upp á nýtt reglur um vogunarsjóði og skattaparadísir og ekki mættu fjármálastofnanir legur starfa án virks eftirlits. Mest lesið Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Innkalla eitrað te Neytendur Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Þjóðarleiðtogar heims funda um alheimsfjármálakreppuna í Bandaríkjunum í næsta mánuði. Þetta var ákveðið eftir fund Bandaríkjaforseta og leiðtoga Evrópusambandsins í gær. Sérfræðingar segja tímamótafund framundan, svipuðum þeim sem haldinn var til að endurskipuleggja fjármálakerfi heimsins í lok seinna stríðs. Sérfræðingar hafa margir líkt þeim fundum sem nú eru í undirbúningi við fundinn í Bretton Woods í New Hampshire í Bandaríkjunum 1944 þegar byrjað var að endurreisa fjármálakerfi heimsins eftir seinni heimsstyrjöldina. Þá voru settar reglur um alþjóðaviðskipti og fjármálatengsl. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn var stofnaður og einnig Alþjóðlegi endurreisnar- og þróunarbankinn sem síðar varð Alþjóðabankinn. Fundirnir nú voru ræddir í gær þegar George Bush Bandaríkjaforseti tók á móti Nicolas Sarkozy, Frakklandsforseta, og Jose Manuel Barroso, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í dvalarstað forsetaembættisins í Camp David í Massachussets ríki í Bandaríkjunum. Frakklandsforseti sat fundinn því Frakkar eru nú í forvarsi fyrir ESB. Eftir viðræður sínar greindu leiðtogarnir frá því að fyrirhuguð væri lota funda víða um heim þar sem leiðtogar ríkja heims ræddu mögu legar lausnir á vandanum. Fyrsti fundurinn yrði í Bandaríkjunum í nóvember, eftir að Bandaríkjamenn hafa kosið sér nýjan forseta sem tekur við um áramótin. Ekki er ákveðið hvar þessi fyrsti fundur þjóðarleiðtoga verður haldinn en Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur boðið höfuðstöðvar samtakanna í New York sem fundarstað. Dagskrá fundarins hefur ekki verið ákveðinn en strax á blaðamannafundinum í Camp David í gær töldu stjórnmálaskýrendur sig merkja áherslumun. Bush lagði áherslu á að ekki mætti raska hinum frjálsa markaði meðan verið væri að leysa vandann. Sarkozy sagði þetta hins vegar tækifæri til að þróa nýja tegund kapítalisma, ekki væri hægt að nota ráð frá síðustu öld til að stýra hagkerfi tuttugustu og fyrstu aldarinnar. Hverfa yrði frá andstyggilegum venjum síðari ára sem hefðu komið heiminum í þennan vanda, annars myndi heimurinn aftur lenda í því saman. Hugsa þyrfti upp á nýtt reglur um vogunarsjóði og skattaparadísir og ekki mættu fjármálastofnanir legur starfa án virks eftirlits.
Mest lesið Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Innkalla eitrað te Neytendur Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira