Nýr Bretton Woods samningur? 19. október 2008 12:12 George Bush. Þjóðarleiðtogar heims funda um alheimsfjármálakreppuna í Bandaríkjunum í næsta mánuði. Þetta var ákveðið eftir fund Bandaríkjaforseta og leiðtoga Evrópusambandsins í gær. Sérfræðingar segja tímamótafund framundan, svipuðum þeim sem haldinn var til að endurskipuleggja fjármálakerfi heimsins í lok seinna stríðs. Sérfræðingar hafa margir líkt þeim fundum sem nú eru í undirbúningi við fundinn í Bretton Woods í New Hampshire í Bandaríkjunum 1944 þegar byrjað var að endurreisa fjármálakerfi heimsins eftir seinni heimsstyrjöldina. Þá voru settar reglur um alþjóðaviðskipti og fjármálatengsl. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn var stofnaður og einnig Alþjóðlegi endurreisnar- og þróunarbankinn sem síðar varð Alþjóðabankinn. Fundirnir nú voru ræddir í gær þegar George Bush Bandaríkjaforseti tók á móti Nicolas Sarkozy, Frakklandsforseta, og Jose Manuel Barroso, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í dvalarstað forsetaembættisins í Camp David í Massachussets ríki í Bandaríkjunum. Frakklandsforseti sat fundinn því Frakkar eru nú í forvarsi fyrir ESB. Eftir viðræður sínar greindu leiðtogarnir frá því að fyrirhuguð væri lota funda víða um heim þar sem leiðtogar ríkja heims ræddu mögu legar lausnir á vandanum. Fyrsti fundurinn yrði í Bandaríkjunum í nóvember, eftir að Bandaríkjamenn hafa kosið sér nýjan forseta sem tekur við um áramótin. Ekki er ákveðið hvar þessi fyrsti fundur þjóðarleiðtoga verður haldinn en Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur boðið höfuðstöðvar samtakanna í New York sem fundarstað. Dagskrá fundarins hefur ekki verið ákveðinn en strax á blaðamannafundinum í Camp David í gær töldu stjórnmálaskýrendur sig merkja áherslumun. Bush lagði áherslu á að ekki mætti raska hinum frjálsa markaði meðan verið væri að leysa vandann. Sarkozy sagði þetta hins vegar tækifæri til að þróa nýja tegund kapítalisma, ekki væri hægt að nota ráð frá síðustu öld til að stýra hagkerfi tuttugustu og fyrstu aldarinnar. Hverfa yrði frá andstyggilegum venjum síðari ára sem hefðu komið heiminum í þennan vanda, annars myndi heimurinn aftur lenda í því saman. Hugsa þyrfti upp á nýtt reglur um vogunarsjóði og skattaparadísir og ekki mættu fjármálastofnanir legur starfa án virks eftirlits. Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Þjóðarleiðtogar heims funda um alheimsfjármálakreppuna í Bandaríkjunum í næsta mánuði. Þetta var ákveðið eftir fund Bandaríkjaforseta og leiðtoga Evrópusambandsins í gær. Sérfræðingar segja tímamótafund framundan, svipuðum þeim sem haldinn var til að endurskipuleggja fjármálakerfi heimsins í lok seinna stríðs. Sérfræðingar hafa margir líkt þeim fundum sem nú eru í undirbúningi við fundinn í Bretton Woods í New Hampshire í Bandaríkjunum 1944 þegar byrjað var að endurreisa fjármálakerfi heimsins eftir seinni heimsstyrjöldina. Þá voru settar reglur um alþjóðaviðskipti og fjármálatengsl. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn var stofnaður og einnig Alþjóðlegi endurreisnar- og þróunarbankinn sem síðar varð Alþjóðabankinn. Fundirnir nú voru ræddir í gær þegar George Bush Bandaríkjaforseti tók á móti Nicolas Sarkozy, Frakklandsforseta, og Jose Manuel Barroso, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í dvalarstað forsetaembættisins í Camp David í Massachussets ríki í Bandaríkjunum. Frakklandsforseti sat fundinn því Frakkar eru nú í forvarsi fyrir ESB. Eftir viðræður sínar greindu leiðtogarnir frá því að fyrirhuguð væri lota funda víða um heim þar sem leiðtogar ríkja heims ræddu mögu legar lausnir á vandanum. Fyrsti fundurinn yrði í Bandaríkjunum í nóvember, eftir að Bandaríkjamenn hafa kosið sér nýjan forseta sem tekur við um áramótin. Ekki er ákveðið hvar þessi fyrsti fundur þjóðarleiðtoga verður haldinn en Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur boðið höfuðstöðvar samtakanna í New York sem fundarstað. Dagskrá fundarins hefur ekki verið ákveðinn en strax á blaðamannafundinum í Camp David í gær töldu stjórnmálaskýrendur sig merkja áherslumun. Bush lagði áherslu á að ekki mætti raska hinum frjálsa markaði meðan verið væri að leysa vandann. Sarkozy sagði þetta hins vegar tækifæri til að þróa nýja tegund kapítalisma, ekki væri hægt að nota ráð frá síðustu öld til að stýra hagkerfi tuttugustu og fyrstu aldarinnar. Hverfa yrði frá andstyggilegum venjum síðari ára sem hefðu komið heiminum í þennan vanda, annars myndi heimurinn aftur lenda í því saman. Hugsa þyrfti upp á nýtt reglur um vogunarsjóði og skattaparadísir og ekki mættu fjármálastofnanir legur starfa án virks eftirlits.
Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira