Hollenskt hérað fær lögtak í eigum Landsbankans í Noregi 23. október 2008 09:02 Fógetarétturinn í Osló í Noregi hefur fallist á kröfu frá héraði í Hollandi um lögtak í eigum Landsbankans. Lögtakið nær til um 12 milljarða króna og á að tryggja innistæður Hollendinganna í Landsbankanum. Um er að ræða héraðið Noord Holland sem átti innistæður upp á rúmlega 79 milljónir evra er Landsbankinn komst í þrot. Um var að ræða skatttekjur héraðsins og settar höfðu verið inn á reikninga Landsbankans svo þær gætu safnað vöxtum þar í skamman tíma. Hins vegar nær tryggingarsjóður innstæðna á Íslandi ekki yfir þessar innistæður og því greip stjórn héraðsins til þess ráðs að leita til fógetaréttarins í Osló. Samkvæmt frétt á vefsíðunni E24.no er um frekar örvæntingarfulla tilraun að ræða til að ná peningunum til baka. Búast megi við fleiri slíkum málum gegn Landsbankanum, Glitni og Kaupþingi. Fleiri héruð í Hollandi áttu innistæður svipuðum þessum í Landsbankanum. Þar sem Landsbankinn bæði á Íslandi og í Hollandi er undir stjórn skilanefnda gat hollenska héraðið ekki gert kröfu um lögtakið í þeim löndum. Í dómsorði segir meðal annars að sú stefna íslenskra stjórnvalda að tryggja aðeins innistæður Íslendinga í framangreindum bönkum sé brot á jafnræðisreglu EES-samningsins. Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Fógetarétturinn í Osló í Noregi hefur fallist á kröfu frá héraði í Hollandi um lögtak í eigum Landsbankans. Lögtakið nær til um 12 milljarða króna og á að tryggja innistæður Hollendinganna í Landsbankanum. Um er að ræða héraðið Noord Holland sem átti innistæður upp á rúmlega 79 milljónir evra er Landsbankinn komst í þrot. Um var að ræða skatttekjur héraðsins og settar höfðu verið inn á reikninga Landsbankans svo þær gætu safnað vöxtum þar í skamman tíma. Hins vegar nær tryggingarsjóður innstæðna á Íslandi ekki yfir þessar innistæður og því greip stjórn héraðsins til þess ráðs að leita til fógetaréttarins í Osló. Samkvæmt frétt á vefsíðunni E24.no er um frekar örvæntingarfulla tilraun að ræða til að ná peningunum til baka. Búast megi við fleiri slíkum málum gegn Landsbankanum, Glitni og Kaupþingi. Fleiri héruð í Hollandi áttu innistæður svipuðum þessum í Landsbankanum. Þar sem Landsbankinn bæði á Íslandi og í Hollandi er undir stjórn skilanefnda gat hollenska héraðið ekki gert kröfu um lögtakið í þeim löndum. Í dómsorði segir meðal annars að sú stefna íslenskra stjórnvalda að tryggja aðeins innistæður Íslendinga í framangreindum bönkum sé brot á jafnræðisreglu EES-samningsins.
Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira