Mikil óvissa um þróun langtímavaxta 20. október 2008 11:39 Mikil óvissa er um þróun langtímavaxta á næstu vikum og mánuðum. Ljóst er að mikið framboð verður af verðtryggðum skuldabréfum með ríkisábyrgð á næstunni vegna endurfjármögnunar íbúðalána bankanna. Greining Glitnis fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar segir að á móti sé sókn sparifjáreigenda í skjól ríkistryggingar og verðtryggðra eigna um þessar mundir veruleg þar sem verðbólgan framundan er talsverð og óvissa mikil í öðrum fjárfestingarkostum. Staðan á gjaldeyrismarkaði eykur síðan enn óvissuna þar sem það fyrirkomulag sem nú er við lýði hamlar verulega gjaldeyrisviðskiptum og aðkomu erlendra aðila að innlendum skuldabréfamarkaði. Vegna óvissu á gjaldeyrismarkaði er allskostar óvíst með hvaða hætti núverandi eign erlendra aðila á innlendum skuldabréfamarkaði þróast. Þá ríkir einnig mikil óvissa um hvernig verðbólguþróun verður á næstunni. Ef litið er nánar á framboðshlið skuldabréfamarkaðarins á næstunni má áætla að útgáfa Íbúðalánasjóðs á verðtryggðum skuldabréfum vegna endurfjármögnunar á íbúðalánum bankanna muni nema um 400 milljörðum kr. Þessu til viðbótar má ætla að halli verði á ríkissjóði á næsta ári upp á um 100 milljarða kr. Greining telur rétt að undirstrika að varðandi hallareksturinn er verið að ræða um allt næsta ár. Á móti kemur að handbært fé ríkissjóðs er nú verulegt og mun ríkissjóður ganga á gildar innistæður sínar í Seðlabanka áður en farið verður að fjármagna hallarekstur með ríkisbréfaútgáfu. Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Mikil óvissa er um þróun langtímavaxta á næstu vikum og mánuðum. Ljóst er að mikið framboð verður af verðtryggðum skuldabréfum með ríkisábyrgð á næstunni vegna endurfjármögnunar íbúðalána bankanna. Greining Glitnis fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar segir að á móti sé sókn sparifjáreigenda í skjól ríkistryggingar og verðtryggðra eigna um þessar mundir veruleg þar sem verðbólgan framundan er talsverð og óvissa mikil í öðrum fjárfestingarkostum. Staðan á gjaldeyrismarkaði eykur síðan enn óvissuna þar sem það fyrirkomulag sem nú er við lýði hamlar verulega gjaldeyrisviðskiptum og aðkomu erlendra aðila að innlendum skuldabréfamarkaði. Vegna óvissu á gjaldeyrismarkaði er allskostar óvíst með hvaða hætti núverandi eign erlendra aðila á innlendum skuldabréfamarkaði þróast. Þá ríkir einnig mikil óvissa um hvernig verðbólguþróun verður á næstunni. Ef litið er nánar á framboðshlið skuldabréfamarkaðarins á næstunni má áætla að útgáfa Íbúðalánasjóðs á verðtryggðum skuldabréfum vegna endurfjármögnunar á íbúðalánum bankanna muni nema um 400 milljörðum kr. Þessu til viðbótar má ætla að halli verði á ríkissjóði á næsta ári upp á um 100 milljarða kr. Greining telur rétt að undirstrika að varðandi hallareksturinn er verið að ræða um allt næsta ár. Á móti kemur að handbært fé ríkissjóðs er nú verulegt og mun ríkissjóður ganga á gildar innistæður sínar í Seðlabanka áður en farið verður að fjármagna hallarekstur með ríkisbréfaútgáfu.
Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira