Viðskipti erlent

Green lítur til annara félaga

Sir Philip Green.
Sir Philip Green.

Í miðvikudagsútgáfu breska blaðsins The Times er úttekt á Sir Philip Green þar sem sagt er að hann hafi skotið áformum um að kaupa skuldir Baugs á frest og að hann sé að líta í aðrar áttir. Í greininni er Green sagður búa sig undir að kaupa fjölda verslana og fyrirtækja í því árferði sem nú er í verslunargeiranum í Bretlandi. Sagt er að kaupin á hluta Baugs séu enn mjög óljós í ljósi ástandsins á Íslandi en að hann sjái tækifæri annarsstaðar.

Green sagði í dag að þjóðnýting íslensku bankanna hefði gert það nær ómögulegt fyrir hann að átta sig á því hvernig samningum miðaði eða hvenær niðurstöðu væri að vænta frá íslenskum yfirvöldum. Hann segir stöðuna mjög óljósa. „Það er ekki á hreinu, hvort sem þú villt kaupa eða ekki, hvort sá sem þú talar við geti í raun selt," segir hann. „Það er auðvitað dálítið erfitt þegar þú kemur í banka og það er lögreglumaður sem tekur á móti þér en ekki bankamaður."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×