Viðskipti erlent

Slæmur dagur í kauphöllum heimsins

Dagurinn í dag hefur verið slæmur í kauphöllum heimsins bæði vestanhafs og austan. Einna verstur varð dagurinn hjá frændum vorum Dönum en C20 vísitalan í Kaupmannahöfn lækkaði um 5%.

FTSE-vísitalan í London lækkaði um 4,5%, Dax í Þýskalandi um 4,8% og Cac40 í Frakklandi um 4,6%.

Þá opnuðu markaðir á Wall Street með rauðum tölum í dag. Dow Jones-vístalan lækkaði um 3,5% og Nasdaq um 1,8%.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×