Dótturfélag Landic Property sett á athugunarlista 17. október 2008 13:42 Eitt af dótturfélögum Landic Property hefur verið sett á athugunarlista á Fondsbörsen í Kaupmannahöfn. Þetta er gert sökum þess að félagið, Landic Property Bonds IX, er nú í viðræðum um lánafyrirgreiðslu við viðskiptabanka sinn. Í frétt á Business.dk segir að málið snúist um lánalínu frá Barclays Capital til Landic Property Bonds IX sem upphaflega hljóðaði upp á 5,4 milljarða sænskra kr. eða sem svarar til nær 100 milljarða kr. Michael Sheikh þróunarstjóri hjá Landic Property Group segir að þeim að óvörum hafi Barclays látið óháðan aðila meta verðmæti Landic Property Bonds IX. "Það er augljóst að mat á eignum félagsins leiðir í ljós að við sölu þeirra nú hefur verðmæti þeirra minnkað," segir Sheikh í samtali við Business.dk. "Hinsvegar er það ekkert vandamál fyrir okkur að standa skil á afborgunum og vöxtum af láninu. Og við höfum engin áform um að selja þetta félag okkar." Barclays mun hafa fengið verðbréfamiðlunina DTZ til að meta félagið og í ljós kom að lánið er nú hærra en nemur 92,5% af veðunum í Landic Property Bonds IX, sem er umfram skilmálana fyrir láninu. Sheikh segir að vandamálið sé bundið við þetta eina af níu dótturfélögum Landic Property. Hann segir að þó að Barclays sé í fullum rétt við að gera sjálfstætt mat á eigum að baki lánum þeirra sé ekki réttlátt, að þeirra mati, að láta slíkt mat ráða í stöðunni í dag. Fram kemur að Sheikh er bjartsýnn á að lausn finnist á þessari stöðu en hann hefur fundað með Barclays tvisvar í þessari viku og hittar talsmenn bankans aftur í næstu viku. Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Eitt af dótturfélögum Landic Property hefur verið sett á athugunarlista á Fondsbörsen í Kaupmannahöfn. Þetta er gert sökum þess að félagið, Landic Property Bonds IX, er nú í viðræðum um lánafyrirgreiðslu við viðskiptabanka sinn. Í frétt á Business.dk segir að málið snúist um lánalínu frá Barclays Capital til Landic Property Bonds IX sem upphaflega hljóðaði upp á 5,4 milljarða sænskra kr. eða sem svarar til nær 100 milljarða kr. Michael Sheikh þróunarstjóri hjá Landic Property Group segir að þeim að óvörum hafi Barclays látið óháðan aðila meta verðmæti Landic Property Bonds IX. "Það er augljóst að mat á eignum félagsins leiðir í ljós að við sölu þeirra nú hefur verðmæti þeirra minnkað," segir Sheikh í samtali við Business.dk. "Hinsvegar er það ekkert vandamál fyrir okkur að standa skil á afborgunum og vöxtum af láninu. Og við höfum engin áform um að selja þetta félag okkar." Barclays mun hafa fengið verðbréfamiðlunina DTZ til að meta félagið og í ljós kom að lánið er nú hærra en nemur 92,5% af veðunum í Landic Property Bonds IX, sem er umfram skilmálana fyrir láninu. Sheikh segir að vandamálið sé bundið við þetta eina af níu dótturfélögum Landic Property. Hann segir að þó að Barclays sé í fullum rétt við að gera sjálfstætt mat á eigum að baki lánum þeirra sé ekki réttlátt, að þeirra mati, að láta slíkt mat ráða í stöðunni í dag. Fram kemur að Sheikh er bjartsýnn á að lausn finnist á þessari stöðu en hann hefur fundað með Barclays tvisvar í þessari viku og hittar talsmenn bankans aftur í næstu viku.
Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira