Fleiri fréttir Hækkanir á mörkuðum í Asíu Hlutbréf á mörkuðum í Asíu hækkuðu töluvert í morgun í kjölfar ákvörðunnar Seðlabanka Bandaríkjanna í gær að lækka stýrivexti verulega. 23.1.2008 09:27 Japanar taka sprettinn Hlutabréf tóku sprettinn upp á við eftir að viðskipti hófust í kauphöllinni í Tókýó í Japan í dag en Nikkei-hlutabréfavísitalan hækkaði um tæp 3,9 prósent í byrjun dags. 23.1.2008 00:39 Applerisinn féll á Wall Street Gengi hlutabréfa í bandaríska tölvuframleiðandanum Apple féll um fimmtán prósent eftir að fyrirtækið birti uppgjörstölur sínar fyrir síðasta ársfjórðung á bandarískum hlutabréfamarkaði í kvöld. 22.1.2008 23:09 Afkoma Bank of America dregst saman Hagnaður bandaríska bankans Bank of America nam 268 milljónum dala, jafnvirði rúmum 17,6 milljörðum íslenskra króna, á síðasta fjórðungi nýliðins árs. Til samanburðar nam hagnaðurinn 5,26 milljörðum dala á sama tíma í hitteðfyrra. Þetta er 95 prósenta samdráttur á milli ára. 22.1.2008 16:01 Óvænt vaxtalækkun í Bandaríkjunum Seðlabanki Bandaríkjanna lækkaði stýri- og daglánavexti óvænt í dag um heila 75 punkta. Ekki vart gert ráð fyrir viðlíka aðgerðum til að sporna gegn frekara falli á fjármálamörkuðum fyrr en á næsta vaxtaákvörðunarfundi seðlabankans í næstu viku. Vextir vestanhafs fara við þetta úr 4,25 í 3,5 prósent. 22.1.2008 13:26 Fall í Asíu en rólegt í Evrópu Helstu hlutabréfavísitölur í Evrópu eru beggja vegna núllsins í dag þrátt fyrir mikið gengisfall í Asíu í morgun. 22.1.2008 09:10 Nikkei niður fyrir 13000 stigin Fjármálamarkaðir um alla Asíu héldu áfram að falla mikið í morgun annan dagsinn í röð. Nikkei-vísitalan í Japan fór niður fyrir 13.000 stig en það hefur ekki gerst í 26 mánuði. Í kauphöllinni í Bombay á Indlandi voru viðskipti stöðvuð í klukkutíma eftir að vísitalan þar féll um tæp 10%. Það eru rauðar tölur í öllum kauphöllum álfunnar í morgun þar á meðal kauphöllinni í Shanghai í Kína þar sem vísitalan féll um 7%. Á öðrum mörkuðum er fallið á bilinu 5 til 7%. 22.1.2008 08:58 Fall við upphaf viðskiptadags í Japan Hlutabréf tóku dýfu við upphaf viðskiptadagsins í kauphöllinni í Tókýó í Japan í morgun, um eittleytið að íslenskum tíma í nótt, en fjárfestar í Asíu óttast mjög áhrif af hugsanlegum samdrætti í Bandaríkjunum. Nikkei-hlutabréfavísitalan féll um rúm 4,5 prósent við upphaf dags en jafnaði sig nokkuð eftir því sem á leið. 22.1.2008 01:48 Kínverskir fjárfestar í Nyhedsavisen Það eru kínverskir fjárfestar sem standa á bakvið Morten Lund í kaupum hans á fríblaðinu Nyhedsavisen. Þetta hefur Jyllands Posten eftir fleiri en einum heimildarmanni á vefsíðu sinni í morgun. Ekki er vitað um hvort einn eða fleiri kínverskir fjárfestar séu með Morten í kaupunum. 21.1.2008 09:15 Fall á erlendum hlutabréfamörkuðum Gengisfall hefur verið á evrópskum hlutabréfamörkuðum frá upphafi viðskiptadagsins í dag. Ótti fjárfesta um yfirvofandi samdráttarskeið og efnahagskreppu fékk byr undir báða vængi í morgun þegar Nikkei-vísitalan féll um tæp fjögur prósent. 21.1.2008 08:32 Þjóðverjar reiðir út í Nokia -ráðherrar henda símum sínum Landbúnaðarráðherra Þýskalands er svo súr yfir því að Nokia skuli vera að loka verksmiðju sinni í Þýskalandi að hann hefur lýst því yfir að hann ætli að skipta um síma. 20.1.2008 16:28 Örlög Northern Rock ráðast á mánudaginn Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands, mun gefa út yfirlýsingu í breska þinginu á mánudaginn um aðgerðir stjórnvalda vegna bankans Northern Rock. 19.1.2008 11:10 Salan á hlut sænska ríkisins í Nordea frestast Kreppan á fjármálamörkuðum heimsins gerir það að verkum að salan á tæplega 20% hlut sænska ríkisins í stórbankanum Nordea frestast. Og raunar eru líkur á að við núverandi stöðu muni sænska hægristjórnin falla á tíma með söluna. 18.1.2008 11:05 Zimbabvebúar fá tugmilljónadalaseðilinn Seðlabanki Afríkuríkisins Zimbabve hefur undanfarið brugðist við ógnarhárri verðbólgu með prentun og útgáfu nýrra peningaseðla. Seðlarnir hlaupa á milljónum Zimbabve-dala og var tíu milljónadalaseðillinn settur í umferð í dag. 18.1.2008 10:44 Danski auðjöfurinn Morten Lund elskar íslendinga Danski auðjöfurinn Morten Lund er undrabarn í viðskiptum. Þrátt fyrir ungan aldur er hann einn ríkasti maður Danmerkur. Þessi 34 ára gamli viðskiptamaður hagnaðist gríðarlega þegar hann stofnaði hinn svokallaða Skype síma á netinu. 18.1.2008 10:06 Lækkun á evrópskum hlutabréfamörkuðum Gengi hlutabréfa hefur almennt lækkað á hlutabréfamörkuðum í Evrópu þrátt fyrir hækkun á asískum mörkuðum. Útlitið var hins vegar ekki bjart framanaf í Japan en Nikkei-vísitalan féll um tæp þrjú prósent við upphaf viðskiptadagsins og virtust asískir markaðir almennt á niðurleið. 18.1.2008 09:30 Var Nyhedsavisen selt á eina danska krónu? Jyllandsposten, stærsta dagblað Danmerkur, telur að Morten Lund hafi keypt hið íslenskættaða Nyhedsavisen á aðeins eina krónu-danska. 18.1.2008 08:16 Tap Merrill Lynch meira en spáð var Bandaríski fjárfestingabankinn Merrill Lynch skilaði tapi upp á 9,83 milljarða dala, jafnvirði 642 milljarða íslenskra króna, á fjórða ársfjórðungi síðasta árs samanborið við 2,35 milljarða dala hagnað árið á undan. Langmestu munar um 15 milljarða dala afskriftir á skuldabréfavöndlum og verðbréfum sem tengjast bandarískum undirmálslánum. 17.1.2008 13:50 Nýr forstjóri yfir Carnegie Mikael Ericson hefur verið ráðinn forstjóri sænska fjárfestingarbankans Carnegie og mun hann taka við starfinu eigi síðar en í júlí í sumar. Bankinn lenti í miklum vandræðum í fyrrahaust þegar rannsókn efnahagsbrotayfirvalda leiddi til þess að fyrrum yfirmaður hans var dæmdur í hálfs árs fangelsi vegna innherjasvika. Maðurinn mun hafa gefið vini sínum trúnaðarupplýsingar um að góðar fréttir væru á leiðinni frá einu félagi í sænsku kauphöllinni og hagnaðist sá um tæplega 5 milljónir króna á þeim. 17.1.2008 11:33 Góð jól hjá HMV Breska bóka- og tónlistarverslunin HMV átti góð jól, að sögn stjórnenda hennar en salan jókst um 9,4 prósent á milli ára í desember. Þetta er nokkuð annað hljóð en hjá öðrum verslunum í Bretlandi en í heildina talið dróst velta saman á milli ára. 17.1.2008 10:52 Stærsti flatskjár í heimi er 150 tommur Panasonic kynnti stærsta flatskjá heimsins á tæknimessunni CES í Las Vegas í vikunni. Skjár þess er 150 tommur að stærð og getur því dekkað að mestu meðalstórann stofuvegg. 17.1.2008 10:42 Sameining fær byr undir báða vængi Hugsanlegar sameiningar flugfélaga hafa fengið byr undir báða vængi í Bandaríkjunum en Delta Air Lines þykir vera að þreifa fyrir sér að kaupa ýmist United Airlines eða Northwest Airlines. 17.1.2008 09:46 Hlutabréfaverð á uppleið víða um heim Gengi hlutabréfa í Evrópu og Asíu hefur almennt hækkað í dag eftir skell í byrjun vikunnar. 17.1.2008 09:05 Skype-milljarðamæringur kaupir Nyhedsavisen Morten Lund, sem þénaði milljarða þegar Skype var selt til Ebay árið 2005, hefur keypt 51% hlut af Baugi Group í Dagsbrun Media Fond sem gefur út Nyhedsavisen í Danmörku og Bosto Now í Bandaríkjunum. 16.1.2008 23:27 Verðbólga eykst í Bandaríkjunum Verðbólga jókst talvert í Bandaríkjunum í fyrra samanborið við 2006. Hún mældist 4,1 prósent en var 2,5 prósent í hitteðfyrra og hefur ekki hækkað jafn snarlega á milli ára síðan árið 1990. Mestu munar um verðhækkanir á matvöru og raforku. 16.1.2008 14:01 Hagnaður JP Morgan niður um 34 prósent Hagnaður bandaríska bankans JP Morgan nam 2,97 milljörðum bandaríkjadala, jafnvirði rétt rúmra 194 milljarða íslenskra króna, á fjórða ársfjórðungi síðasta árs. Til samanburðar nam hagnaðurinn 4,53 milljörðum dala á síðasta fjórðungi 2006 4,5 milljörðum dala. Þetta er því 34 prósenta samdráttur á milli ára, sem skýrist að langmestu leyti af afskriftum um á 2,54 milljarða dala á bandarísku undirmálslánasafni bankans. 16.1.2008 13:11 Verðfall víða um heim Talsverður taugatitringur hefur verið á evrópskum hlutabréfum í dag eftir fall á bandarískum mörkuðum í gær og asískum í morgun. FTSE-vísitalan í Bretlandi féll um rúm þrjú prósent skömmu eftir upphaf viðskiptadagsins en jafnaði sig fljótlega. Hún hefur það sem af er dags lækkað um 0,78 prósent. 16.1.2008 09:49 Dreamliner ekki í loftið í bráð Flugvélasmiðir hjá Boeing eiga í vandræðum með smíði Boeing 787 Dreamliner-þotunnar, nýjustu farþegavélar fyrirtækisins, og gæti svo farið að afhending hennar dragist frekar á langinn. Þetta fullyrða dagblöðin Financial Times og Wall Street Journal í dag. 16.1.2008 09:08 Markaðir í Asíu hafa hríðfallið í morgun Markaðir í Asíu hafa hríðfallið í morgun í kjölfar mikillar dýfu á Wall Street í gær. 16.1.2008 07:56 Bandaríkin féllu Talsvert fall varð á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag en fjárfestar urðu mjög uggandi um að samdráttarskeið sé í þann mund að renna upp. 15.1.2008 21:26 Mettap hjá Citigroup Citigroup, stærsti banki Bandaríkjanna, tapaði 9,83 milljörðum dala, jafnvirði rúmra 631 milljarðs íslenskra króna, á síðasta fjórðungi nýliðins árs. Þetta er mesta tap í sögu þessa 196 ára gamla banka. 15.1.2008 14:28 Um 60.000 nýir milljónamæringar í Brasilíu Milljónamæringum, mælt í dollurum, fjölgar gífurlega í Brasilíu þessa dagana og á síðasta ári bættust um 60.000 slíkir í hópinn. 15.1.2008 11:04 Citigroup ætlar að segja upp 20.000 starfsmönnum Citigroup, stærsti banki Bandaríkjanna, ætlar sér að segja upp um 20.000 starfsmönnum sínum. Jafnframt þarf bankinn nýtt fjármagn upp á um 600 milljarða króna inn í reksturinn. 15.1.2008 09:19 Salan undir væntingum hjá Burberry Þrátt fyrir að útlit sé fyrir að sölutekjur á vörum undir merkjum bresku verslanakeðjunnar Burberrys hafi aukist um 14 prósent á milli ára á síðasta fjórðungi nýliðins árs og væntingar um að tekjur aukist um 20 prósent á seinni hluta ársins, þá er það undir spám stjórnenda, að því er Associated Press-fréttastofan greinir frá. 15.1.2008 09:04 Gullverðið fór yfir 900 dollara á únsuna Verð á gulli sló enn eitt metið í morgun er það fór yfir 90 dollara á únsuna. Á markaðinum í London var verðið komið í tæpa 907 dollara nú undir hádegið. 14.1.2008 11:08 OMX í útrás til Indlands Norræna kauphöllin OMX, sem Íslendingar eru hluti af er komin í útrás til Indlands. Um helgina var gengið frá samkomulagi þess efnis að OMX setti upp kauphallarkerfi í borginni Mumbai þar sem fjármálamiðstöð Indlands er til staðar. 14.1.2008 08:16 Störf í hættu vegna endurskipulagningar EMI Allt að 2000 störf hjá EMI útgáfurisanum gætu verið í hættu eftir mikla endurskipulagningu á fyrirtækinu í kjölfar nýrra eigenda. Þúsundir listamanna gætu átt hættu á að fara frá fyrirtækinu. 13.1.2008 19:28 Gullverð komið í methæðir Verð á gulli fór í rétt rúma 900 dali á únsu til skamms tíma á hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum í gær. Þetta er hæsta verð sem nokkru sinni hefur sést á eðalmálminum sem hefur hækkað mjög í verði upp á síðkastið, hraðar en reiknað hefur verið með. Óróleiki á fjármálamörkuðum hefur valdið því að fjárfestar hafa leitað í hefðbundnar, sem margir hverjir kalla gamaldags, en gulltryggðar fjárfestingar á borð við olíu, steinsteypu og gull. 12.1.2008 08:00 Bank of America kaupir Countrywide Bank of America greindi frá því í dag að samningar hafi náðst um að hann kaupi fjármálafyrirtækið Countrywide, stærsta fasteignalánafyrirtæki landsins, fyrir fjóra milljarða dala, jafnvirði 251 milljarð íslenskra króna. Kaupin eru sögð nauðlending Countrywide sem geti forðað því frá gjaldþroti. 11.1.2008 12:59 Mikill áhugi fjárfesta á kaupum í Nyhedsavisen Lars Lindström starfandi forstjóri útgáfu Nyhedsavisen segir að mikill áhugi sé meðal fjárfesta á kaupum í Nyhedsavisen. Danskir fjölmiðlar hafa undanfarna daga fjallað mikið um málið í viðskiptafréttum sínum. 11.1.2008 11:55 Tölvur á 25 þúsund krónur seldust upp á 20 mínútum Tölvuframleiðandinn Asus hefur sett á markaðinn fyrstu örtölvu sína, Eee pc., og er eftirspurnin gríðarleg. Tölvan kostar aðeins 25 þúsund krónur og fyrstu 200 eintökin seldust upp á 20 mínútum í einni versluninni. 11.1.2008 10:41 Frekari afskriftum spáð hjá Merrill Lynch Bandaríski fjárfestingabankinn Merrill Lynch gæti neyðst til að afskrifta hátt í 15 milljarða bandaríkjadala, jafnvirði rúmra 940 milljarða íslenskra króna, vegna tapa á fasteignalánum fyrirtækisins, samkvæmt heimildum bandaríska dagblaðsins New York Times. Gangi það eftir eru afskriftirnar talsvert meiri en áður hafði verið reiknað með. 11.1.2008 10:22 Seðlabankar grípa til aðgerða Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, segir merki um samdrátt í þarlendu efnahagslífi og boðaði aðgerðir til að sporna gegn því að einkaneysla dragist saman samhliða verðbólguþrýstingi. Kaupþing reiknar með stýrivaxtalækkun hér á landi fyrr en áætlað var. 11.1.2008 09:18 Hlutabréf hækkuðu á Wall Street Hlutabréf í Kauphöllinni á Wall Street hækkuðu lítillega í dag eftir að fréttir bárust af því að Bank of America hyggðist koma Countrywide, stærsta fasteignalánafyrirtæki Bandaríkjanna, til bjargar. Dow Jones hækkaði um 0,92%, Standard & Poor's hækkaði um 0,79% og Nasdaq hækkaði um 0,56%. 10.1.2008 22:07 Bank of America til bjargar Countrywide Viðræður eru langt komnar um kaup Bank of America, eins af stærstu bönkum Bandaríkjanna, á Countrywide, stærsta fasteignalánafyrirtæki landsins. Countrywide hefur beðið afhroð í lausafjárkrísunni sem skekið hefur fjármálaheiminn upp á síðkastið og gengi þess fallið um heil 89 prósent. 10.1.2008 21:01 Sjá næstu 50 fréttir
Hækkanir á mörkuðum í Asíu Hlutbréf á mörkuðum í Asíu hækkuðu töluvert í morgun í kjölfar ákvörðunnar Seðlabanka Bandaríkjanna í gær að lækka stýrivexti verulega. 23.1.2008 09:27
Japanar taka sprettinn Hlutabréf tóku sprettinn upp á við eftir að viðskipti hófust í kauphöllinni í Tókýó í Japan í dag en Nikkei-hlutabréfavísitalan hækkaði um tæp 3,9 prósent í byrjun dags. 23.1.2008 00:39
Applerisinn féll á Wall Street Gengi hlutabréfa í bandaríska tölvuframleiðandanum Apple féll um fimmtán prósent eftir að fyrirtækið birti uppgjörstölur sínar fyrir síðasta ársfjórðung á bandarískum hlutabréfamarkaði í kvöld. 22.1.2008 23:09
Afkoma Bank of America dregst saman Hagnaður bandaríska bankans Bank of America nam 268 milljónum dala, jafnvirði rúmum 17,6 milljörðum íslenskra króna, á síðasta fjórðungi nýliðins árs. Til samanburðar nam hagnaðurinn 5,26 milljörðum dala á sama tíma í hitteðfyrra. Þetta er 95 prósenta samdráttur á milli ára. 22.1.2008 16:01
Óvænt vaxtalækkun í Bandaríkjunum Seðlabanki Bandaríkjanna lækkaði stýri- og daglánavexti óvænt í dag um heila 75 punkta. Ekki vart gert ráð fyrir viðlíka aðgerðum til að sporna gegn frekara falli á fjármálamörkuðum fyrr en á næsta vaxtaákvörðunarfundi seðlabankans í næstu viku. Vextir vestanhafs fara við þetta úr 4,25 í 3,5 prósent. 22.1.2008 13:26
Fall í Asíu en rólegt í Evrópu Helstu hlutabréfavísitölur í Evrópu eru beggja vegna núllsins í dag þrátt fyrir mikið gengisfall í Asíu í morgun. 22.1.2008 09:10
Nikkei niður fyrir 13000 stigin Fjármálamarkaðir um alla Asíu héldu áfram að falla mikið í morgun annan dagsinn í röð. Nikkei-vísitalan í Japan fór niður fyrir 13.000 stig en það hefur ekki gerst í 26 mánuði. Í kauphöllinni í Bombay á Indlandi voru viðskipti stöðvuð í klukkutíma eftir að vísitalan þar féll um tæp 10%. Það eru rauðar tölur í öllum kauphöllum álfunnar í morgun þar á meðal kauphöllinni í Shanghai í Kína þar sem vísitalan féll um 7%. Á öðrum mörkuðum er fallið á bilinu 5 til 7%. 22.1.2008 08:58
Fall við upphaf viðskiptadags í Japan Hlutabréf tóku dýfu við upphaf viðskiptadagsins í kauphöllinni í Tókýó í Japan í morgun, um eittleytið að íslenskum tíma í nótt, en fjárfestar í Asíu óttast mjög áhrif af hugsanlegum samdrætti í Bandaríkjunum. Nikkei-hlutabréfavísitalan féll um rúm 4,5 prósent við upphaf dags en jafnaði sig nokkuð eftir því sem á leið. 22.1.2008 01:48
Kínverskir fjárfestar í Nyhedsavisen Það eru kínverskir fjárfestar sem standa á bakvið Morten Lund í kaupum hans á fríblaðinu Nyhedsavisen. Þetta hefur Jyllands Posten eftir fleiri en einum heimildarmanni á vefsíðu sinni í morgun. Ekki er vitað um hvort einn eða fleiri kínverskir fjárfestar séu með Morten í kaupunum. 21.1.2008 09:15
Fall á erlendum hlutabréfamörkuðum Gengisfall hefur verið á evrópskum hlutabréfamörkuðum frá upphafi viðskiptadagsins í dag. Ótti fjárfesta um yfirvofandi samdráttarskeið og efnahagskreppu fékk byr undir báða vængi í morgun þegar Nikkei-vísitalan féll um tæp fjögur prósent. 21.1.2008 08:32
Þjóðverjar reiðir út í Nokia -ráðherrar henda símum sínum Landbúnaðarráðherra Þýskalands er svo súr yfir því að Nokia skuli vera að loka verksmiðju sinni í Þýskalandi að hann hefur lýst því yfir að hann ætli að skipta um síma. 20.1.2008 16:28
Örlög Northern Rock ráðast á mánudaginn Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands, mun gefa út yfirlýsingu í breska þinginu á mánudaginn um aðgerðir stjórnvalda vegna bankans Northern Rock. 19.1.2008 11:10
Salan á hlut sænska ríkisins í Nordea frestast Kreppan á fjármálamörkuðum heimsins gerir það að verkum að salan á tæplega 20% hlut sænska ríkisins í stórbankanum Nordea frestast. Og raunar eru líkur á að við núverandi stöðu muni sænska hægristjórnin falla á tíma með söluna. 18.1.2008 11:05
Zimbabvebúar fá tugmilljónadalaseðilinn Seðlabanki Afríkuríkisins Zimbabve hefur undanfarið brugðist við ógnarhárri verðbólgu með prentun og útgáfu nýrra peningaseðla. Seðlarnir hlaupa á milljónum Zimbabve-dala og var tíu milljónadalaseðillinn settur í umferð í dag. 18.1.2008 10:44
Danski auðjöfurinn Morten Lund elskar íslendinga Danski auðjöfurinn Morten Lund er undrabarn í viðskiptum. Þrátt fyrir ungan aldur er hann einn ríkasti maður Danmerkur. Þessi 34 ára gamli viðskiptamaður hagnaðist gríðarlega þegar hann stofnaði hinn svokallaða Skype síma á netinu. 18.1.2008 10:06
Lækkun á evrópskum hlutabréfamörkuðum Gengi hlutabréfa hefur almennt lækkað á hlutabréfamörkuðum í Evrópu þrátt fyrir hækkun á asískum mörkuðum. Útlitið var hins vegar ekki bjart framanaf í Japan en Nikkei-vísitalan féll um tæp þrjú prósent við upphaf viðskiptadagsins og virtust asískir markaðir almennt á niðurleið. 18.1.2008 09:30
Var Nyhedsavisen selt á eina danska krónu? Jyllandsposten, stærsta dagblað Danmerkur, telur að Morten Lund hafi keypt hið íslenskættaða Nyhedsavisen á aðeins eina krónu-danska. 18.1.2008 08:16
Tap Merrill Lynch meira en spáð var Bandaríski fjárfestingabankinn Merrill Lynch skilaði tapi upp á 9,83 milljarða dala, jafnvirði 642 milljarða íslenskra króna, á fjórða ársfjórðungi síðasta árs samanborið við 2,35 milljarða dala hagnað árið á undan. Langmestu munar um 15 milljarða dala afskriftir á skuldabréfavöndlum og verðbréfum sem tengjast bandarískum undirmálslánum. 17.1.2008 13:50
Nýr forstjóri yfir Carnegie Mikael Ericson hefur verið ráðinn forstjóri sænska fjárfestingarbankans Carnegie og mun hann taka við starfinu eigi síðar en í júlí í sumar. Bankinn lenti í miklum vandræðum í fyrrahaust þegar rannsókn efnahagsbrotayfirvalda leiddi til þess að fyrrum yfirmaður hans var dæmdur í hálfs árs fangelsi vegna innherjasvika. Maðurinn mun hafa gefið vini sínum trúnaðarupplýsingar um að góðar fréttir væru á leiðinni frá einu félagi í sænsku kauphöllinni og hagnaðist sá um tæplega 5 milljónir króna á þeim. 17.1.2008 11:33
Góð jól hjá HMV Breska bóka- og tónlistarverslunin HMV átti góð jól, að sögn stjórnenda hennar en salan jókst um 9,4 prósent á milli ára í desember. Þetta er nokkuð annað hljóð en hjá öðrum verslunum í Bretlandi en í heildina talið dróst velta saman á milli ára. 17.1.2008 10:52
Stærsti flatskjár í heimi er 150 tommur Panasonic kynnti stærsta flatskjá heimsins á tæknimessunni CES í Las Vegas í vikunni. Skjár þess er 150 tommur að stærð og getur því dekkað að mestu meðalstórann stofuvegg. 17.1.2008 10:42
Sameining fær byr undir báða vængi Hugsanlegar sameiningar flugfélaga hafa fengið byr undir báða vængi í Bandaríkjunum en Delta Air Lines þykir vera að þreifa fyrir sér að kaupa ýmist United Airlines eða Northwest Airlines. 17.1.2008 09:46
Hlutabréfaverð á uppleið víða um heim Gengi hlutabréfa í Evrópu og Asíu hefur almennt hækkað í dag eftir skell í byrjun vikunnar. 17.1.2008 09:05
Skype-milljarðamæringur kaupir Nyhedsavisen Morten Lund, sem þénaði milljarða þegar Skype var selt til Ebay árið 2005, hefur keypt 51% hlut af Baugi Group í Dagsbrun Media Fond sem gefur út Nyhedsavisen í Danmörku og Bosto Now í Bandaríkjunum. 16.1.2008 23:27
Verðbólga eykst í Bandaríkjunum Verðbólga jókst talvert í Bandaríkjunum í fyrra samanborið við 2006. Hún mældist 4,1 prósent en var 2,5 prósent í hitteðfyrra og hefur ekki hækkað jafn snarlega á milli ára síðan árið 1990. Mestu munar um verðhækkanir á matvöru og raforku. 16.1.2008 14:01
Hagnaður JP Morgan niður um 34 prósent Hagnaður bandaríska bankans JP Morgan nam 2,97 milljörðum bandaríkjadala, jafnvirði rétt rúmra 194 milljarða íslenskra króna, á fjórða ársfjórðungi síðasta árs. Til samanburðar nam hagnaðurinn 4,53 milljörðum dala á síðasta fjórðungi 2006 4,5 milljörðum dala. Þetta er því 34 prósenta samdráttur á milli ára, sem skýrist að langmestu leyti af afskriftum um á 2,54 milljarða dala á bandarísku undirmálslánasafni bankans. 16.1.2008 13:11
Verðfall víða um heim Talsverður taugatitringur hefur verið á evrópskum hlutabréfum í dag eftir fall á bandarískum mörkuðum í gær og asískum í morgun. FTSE-vísitalan í Bretlandi féll um rúm þrjú prósent skömmu eftir upphaf viðskiptadagsins en jafnaði sig fljótlega. Hún hefur það sem af er dags lækkað um 0,78 prósent. 16.1.2008 09:49
Dreamliner ekki í loftið í bráð Flugvélasmiðir hjá Boeing eiga í vandræðum með smíði Boeing 787 Dreamliner-þotunnar, nýjustu farþegavélar fyrirtækisins, og gæti svo farið að afhending hennar dragist frekar á langinn. Þetta fullyrða dagblöðin Financial Times og Wall Street Journal í dag. 16.1.2008 09:08
Markaðir í Asíu hafa hríðfallið í morgun Markaðir í Asíu hafa hríðfallið í morgun í kjölfar mikillar dýfu á Wall Street í gær. 16.1.2008 07:56
Bandaríkin féllu Talsvert fall varð á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag en fjárfestar urðu mjög uggandi um að samdráttarskeið sé í þann mund að renna upp. 15.1.2008 21:26
Mettap hjá Citigroup Citigroup, stærsti banki Bandaríkjanna, tapaði 9,83 milljörðum dala, jafnvirði rúmra 631 milljarðs íslenskra króna, á síðasta fjórðungi nýliðins árs. Þetta er mesta tap í sögu þessa 196 ára gamla banka. 15.1.2008 14:28
Um 60.000 nýir milljónamæringar í Brasilíu Milljónamæringum, mælt í dollurum, fjölgar gífurlega í Brasilíu þessa dagana og á síðasta ári bættust um 60.000 slíkir í hópinn. 15.1.2008 11:04
Citigroup ætlar að segja upp 20.000 starfsmönnum Citigroup, stærsti banki Bandaríkjanna, ætlar sér að segja upp um 20.000 starfsmönnum sínum. Jafnframt þarf bankinn nýtt fjármagn upp á um 600 milljarða króna inn í reksturinn. 15.1.2008 09:19
Salan undir væntingum hjá Burberry Þrátt fyrir að útlit sé fyrir að sölutekjur á vörum undir merkjum bresku verslanakeðjunnar Burberrys hafi aukist um 14 prósent á milli ára á síðasta fjórðungi nýliðins árs og væntingar um að tekjur aukist um 20 prósent á seinni hluta ársins, þá er það undir spám stjórnenda, að því er Associated Press-fréttastofan greinir frá. 15.1.2008 09:04
Gullverðið fór yfir 900 dollara á únsuna Verð á gulli sló enn eitt metið í morgun er það fór yfir 90 dollara á únsuna. Á markaðinum í London var verðið komið í tæpa 907 dollara nú undir hádegið. 14.1.2008 11:08
OMX í útrás til Indlands Norræna kauphöllin OMX, sem Íslendingar eru hluti af er komin í útrás til Indlands. Um helgina var gengið frá samkomulagi þess efnis að OMX setti upp kauphallarkerfi í borginni Mumbai þar sem fjármálamiðstöð Indlands er til staðar. 14.1.2008 08:16
Störf í hættu vegna endurskipulagningar EMI Allt að 2000 störf hjá EMI útgáfurisanum gætu verið í hættu eftir mikla endurskipulagningu á fyrirtækinu í kjölfar nýrra eigenda. Þúsundir listamanna gætu átt hættu á að fara frá fyrirtækinu. 13.1.2008 19:28
Gullverð komið í methæðir Verð á gulli fór í rétt rúma 900 dali á únsu til skamms tíma á hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum í gær. Þetta er hæsta verð sem nokkru sinni hefur sést á eðalmálminum sem hefur hækkað mjög í verði upp á síðkastið, hraðar en reiknað hefur verið með. Óróleiki á fjármálamörkuðum hefur valdið því að fjárfestar hafa leitað í hefðbundnar, sem margir hverjir kalla gamaldags, en gulltryggðar fjárfestingar á borð við olíu, steinsteypu og gull. 12.1.2008 08:00
Bank of America kaupir Countrywide Bank of America greindi frá því í dag að samningar hafi náðst um að hann kaupi fjármálafyrirtækið Countrywide, stærsta fasteignalánafyrirtæki landsins, fyrir fjóra milljarða dala, jafnvirði 251 milljarð íslenskra króna. Kaupin eru sögð nauðlending Countrywide sem geti forðað því frá gjaldþroti. 11.1.2008 12:59
Mikill áhugi fjárfesta á kaupum í Nyhedsavisen Lars Lindström starfandi forstjóri útgáfu Nyhedsavisen segir að mikill áhugi sé meðal fjárfesta á kaupum í Nyhedsavisen. Danskir fjölmiðlar hafa undanfarna daga fjallað mikið um málið í viðskiptafréttum sínum. 11.1.2008 11:55
Tölvur á 25 þúsund krónur seldust upp á 20 mínútum Tölvuframleiðandinn Asus hefur sett á markaðinn fyrstu örtölvu sína, Eee pc., og er eftirspurnin gríðarleg. Tölvan kostar aðeins 25 þúsund krónur og fyrstu 200 eintökin seldust upp á 20 mínútum í einni versluninni. 11.1.2008 10:41
Frekari afskriftum spáð hjá Merrill Lynch Bandaríski fjárfestingabankinn Merrill Lynch gæti neyðst til að afskrifta hátt í 15 milljarða bandaríkjadala, jafnvirði rúmra 940 milljarða íslenskra króna, vegna tapa á fasteignalánum fyrirtækisins, samkvæmt heimildum bandaríska dagblaðsins New York Times. Gangi það eftir eru afskriftirnar talsvert meiri en áður hafði verið reiknað með. 11.1.2008 10:22
Seðlabankar grípa til aðgerða Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, segir merki um samdrátt í þarlendu efnahagslífi og boðaði aðgerðir til að sporna gegn því að einkaneysla dragist saman samhliða verðbólguþrýstingi. Kaupþing reiknar með stýrivaxtalækkun hér á landi fyrr en áætlað var. 11.1.2008 09:18
Hlutabréf hækkuðu á Wall Street Hlutabréf í Kauphöllinni á Wall Street hækkuðu lítillega í dag eftir að fréttir bárust af því að Bank of America hyggðist koma Countrywide, stærsta fasteignalánafyrirtæki Bandaríkjanna, til bjargar. Dow Jones hækkaði um 0,92%, Standard & Poor's hækkaði um 0,79% og Nasdaq hækkaði um 0,56%. 10.1.2008 22:07
Bank of America til bjargar Countrywide Viðræður eru langt komnar um kaup Bank of America, eins af stærstu bönkum Bandaríkjanna, á Countrywide, stærsta fasteignalánafyrirtæki landsins. Countrywide hefur beðið afhroð í lausafjárkrísunni sem skekið hefur fjármálaheiminn upp á síðkastið og gengi þess fallið um heil 89 prósent. 10.1.2008 21:01