Viðskipti erlent

Citigroup ætlar að segja upp 20.000 starfsmönnum

Citigroup, stærsti banki Bandaríkjanna, ætlar sér að segja upp um 20.000 starfsmönnum sínum. Jafnframt þarf bankinn nýtt fjármagn upp á um 600 milljarða króna inn í reksturinn.

Þetta kemur fram í viðskiptablaðinu Wall Street Journal í dag. Citigroup tapað stjarnfræðilegum upphæðum vegna undirmálslánanna svokölluðu á síðasta ári eða um 1.200 milljörðum króna. Af fyrrgreindum fjölda starfsmanna munu um 6.500 missa störf sín á fjárfestingasviði bankans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×