Viðskipti erlent

Um 60.000 nýir milljónamæringar í Brasilíu

Milljónamæringum, mælt í dollurum, fjölgar gífurlega í Brasilíu þessa dagana og á síðasta ári bættust um 60.000 slíkir í hópinn.

Fjöldi milljónamæringa jókst um 46% á síðasta ári og eru þeir nú um 190.000 talsins. Ástæða þessa er mikill uppgangur í efnahagslífi landsins og þá sérstaklega í fjármálageiranum.

Alls voru 64 ný félög skráð í kauphöllina í Sao Paulo á síðasta ári og þar var hvert metið slegið á fætur öðru. Úrvalsvísitalan þar hækkaði um 40% á árinu.

Samhliða þessu hefur gjaldmiðill landsins, realen, hækkað mikið gagnvart dollaranum og hefur það átt sinn hlut í að fjölga milljónamæringum landsins, mælt í dollurum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×