Viðskipti erlent

Gullverðið fór yfir 900 dollara á únsuna

Verð á gulli sló enn eitt metið í morgun er það fór yfir 90 dollara á únsuna. Á markaðinum í London var verðið komið í tæpa 907 dollara nú undir hádegið.

Það er einkum lækkandi gengi dollarsins sem veldur því að gullverðið hækkar. jafnframt spilar inn í erfiðleikarnir á hlutabréfa- og fjármálamörkuðum en fjárfestar flýja gjarnan með peninga sína yfir í gull þegar gefur á bátinn á fyrrgreindum mörkuðum.

Fjallað er um málið í netútgáfu Financial Times í morgun og þar eru sérfræðingar á einu máli um að gullverðið fari yfir 1.000 dollara á únsuna á þessu ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×