Viðskipti erlent

Störf í hættu vegna endurskipulagningar EMI

Allt að 2000 störf hjá EMI útgáfurisanum gætu verið í hættu eftir mikla endurskipulagningu á fyrirtækinu í kjölfar nýrra eigenda. Þúsundir listamanna gætu átt hættu á að fara frá fyrirtækinu.

Eitt af hverjum þremur störfum í fyrirtækinu gæti verið lagt niður þar sem fyrirtækið hefur átt í vanda vegna lélegrar sölu á geisladiskum undanfarið. Mikil endurskoðun er hjá útgáfurisanum undir stjórn nýja eigandans Guy Hand.

Þessum breytingum hefur verið mótmælt af mörgum af stærstu rokk- og popplistamönnum heimsins, sem hafa stofnað hóp sem kallar sig Black Hand Gang.

Aðal niðurskurðurinn mun vera í plötuútgáfu en þar starfa um 4400 manns. Því er haldið fram að erfitt sé að réttlæta 130 milljóna punda kostnað við deild sem hagnast um 60 milljónir punda á ári.

Gagnrýnin sem hefur verið undanfarið á þennan niðurskurð er hugmynd Tim Clark sem meðal annars sér um Robbie Williams. Hann segir nýja forstjórann haga sér eins og "plantekru eiganda" eftir að forstjórinn sagði listamennina ekki leggja sig nægilega mikið fram. Í tölvupósti sem Clark sendi frá sér hvetur hann listamennina til þess að láta í sér heyra og fá svör við erfiðum spurningum.

Clark segir að Robbie Williams muni ekki gefa út aðra plötu undir merkjum EMI fyrr en hann verði fullvissaður um að fyrirtækið geti sinnt almennilegu markaðs- og kynningarstarfi. Coldplay sem er eitt af stærstu nöfnum EMI er einnig að skoða sín mál.

Fyrirtæki Guy Hands, Terra Firma, keypti EMI fyrir 3,2 milljarða punda síðasta sumar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×