Störf í hættu vegna endurskipulagningar EMI 13. janúar 2008 19:28 Allt að 2000 störf hjá EMI útgáfurisanum gætu verið í hættu eftir mikla endurskipulagningu á fyrirtækinu í kjölfar nýrra eigenda. Þúsundir listamanna gætu átt hættu á að fara frá fyrirtækinu. Eitt af hverjum þremur störfum í fyrirtækinu gæti verið lagt niður þar sem fyrirtækið hefur átt í vanda vegna lélegrar sölu á geisladiskum undanfarið. Mikil endurskoðun er hjá útgáfurisanum undir stjórn nýja eigandans Guy Hand. Þessum breytingum hefur verið mótmælt af mörgum af stærstu rokk- og popplistamönnum heimsins, sem hafa stofnað hóp sem kallar sig Black Hand Gang. Aðal niðurskurðurinn mun vera í plötuútgáfu en þar starfa um 4400 manns. Því er haldið fram að erfitt sé að réttlæta 130 milljóna punda kostnað við deild sem hagnast um 60 milljónir punda á ári. Gagnrýnin sem hefur verið undanfarið á þennan niðurskurð er hugmynd Tim Clark sem meðal annars sér um Robbie Williams. Hann segir nýja forstjórann haga sér eins og "plantekru eiganda" eftir að forstjórinn sagði listamennina ekki leggja sig nægilega mikið fram. Í tölvupósti sem Clark sendi frá sér hvetur hann listamennina til þess að láta í sér heyra og fá svör við erfiðum spurningum. Clark segir að Robbie Williams muni ekki gefa út aðra plötu undir merkjum EMI fyrr en hann verði fullvissaður um að fyrirtækið geti sinnt almennilegu markaðs- og kynningarstarfi. Coldplay sem er eitt af stærstu nöfnum EMI er einnig að skoða sín mál. Fyrirtæki Guy Hands, Terra Firma, keypti EMI fyrir 3,2 milljarða punda síðasta sumar. Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Bestu íslensku auglýsingar ársins 2013 Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Innflytjendur krefjast skýrari íslenskustefnu Kynningar Alhliða lausnir í upplýsingatækni Kynningar Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Allt að 2000 störf hjá EMI útgáfurisanum gætu verið í hættu eftir mikla endurskipulagningu á fyrirtækinu í kjölfar nýrra eigenda. Þúsundir listamanna gætu átt hættu á að fara frá fyrirtækinu. Eitt af hverjum þremur störfum í fyrirtækinu gæti verið lagt niður þar sem fyrirtækið hefur átt í vanda vegna lélegrar sölu á geisladiskum undanfarið. Mikil endurskoðun er hjá útgáfurisanum undir stjórn nýja eigandans Guy Hand. Þessum breytingum hefur verið mótmælt af mörgum af stærstu rokk- og popplistamönnum heimsins, sem hafa stofnað hóp sem kallar sig Black Hand Gang. Aðal niðurskurðurinn mun vera í plötuútgáfu en þar starfa um 4400 manns. Því er haldið fram að erfitt sé að réttlæta 130 milljóna punda kostnað við deild sem hagnast um 60 milljónir punda á ári. Gagnrýnin sem hefur verið undanfarið á þennan niðurskurð er hugmynd Tim Clark sem meðal annars sér um Robbie Williams. Hann segir nýja forstjórann haga sér eins og "plantekru eiganda" eftir að forstjórinn sagði listamennina ekki leggja sig nægilega mikið fram. Í tölvupósti sem Clark sendi frá sér hvetur hann listamennina til þess að láta í sér heyra og fá svör við erfiðum spurningum. Clark segir að Robbie Williams muni ekki gefa út aðra plötu undir merkjum EMI fyrr en hann verði fullvissaður um að fyrirtækið geti sinnt almennilegu markaðs- og kynningarstarfi. Coldplay sem er eitt af stærstu nöfnum EMI er einnig að skoða sín mál. Fyrirtæki Guy Hands, Terra Firma, keypti EMI fyrir 3,2 milljarða punda síðasta sumar.
Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Bestu íslensku auglýsingar ársins 2013 Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Innflytjendur krefjast skýrari íslenskustefnu Kynningar Alhliða lausnir í upplýsingatækni Kynningar Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira