Viðskipti erlent

Carnegie og Nordea líklegust skotmörk yfirtöku í Svíþjóð

Karl Wernersson eigandi Milstone en félagið hefur tekið stöðu í Carnegie
Karl Wernersson eigandi Milstone en félagið hefur tekið stöðu í Carnegie

Carnegie og Nordea eru þau fjármálafyrirtæki í Svíþjóð sem talin eru tvö af þremur líklegustu skotmörkum fyrir yfirtöku á næsta ári. Íslenskir fjárfestar tengjast báðum þessum félögum.

Milestone á um 10% í Carnegie í gengum Invik og Sampo er þriðji stærsti hluthafi Nordea en Exista er aftur stærsti hluthafinn í Sampo. SEB er þriðja sænska félagið sem líklegt þykir að verði yfirtekið á næsta ári. Raunar hafa verið vangaveltur í gangi um áhuga Milestone á að kaupa Carnegie.

Ástæðan fyrir því góðar líkur eru taldar á að Carnegie verði yfirtekið eru vandræðin sem þar hafa verið á seinnihluta ársins. Eins og fram hefur komið í fréttum skellti sænska fjármálaeftirlitið 500 milljón kr. sekt á félagið vegna ólöglegra kaupréttarsamninga og innherjahneyksli hefur leitt til þess að einn af fyrrum stjórnendum félagsins situr nú í fangelsi.

Hvað Nordea varðar er ástæðan sú að stærsti eigandinn, sænska ríkið, hefur áhuga á að selja tæplega 20% hlut sinn í félaginu. Og í umfjöllun Börsen um málið kemur m.a. fram að það hefur lengi verið orðrómur í gangi um að Nordea og SEB muni sameinast á næsta ári. SEB hefur þegar lýst yfir áhuga sínum á að kaupa hlut sænska ríkisins í Nordea.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×