Viðskipti erlent

RBS afskrifi 250 milljarða

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Royal Bank of Scotland
Royal Bank of Scotland
Búist er við að stjórn Royal Bank of Scotland afskrifi um tvo milljarða punda, eða nálægt 250 milljörðum króna, vegna undirmálslánakreppunnar á Bandaríkjamarkaði.

Fjallað er um málið í sunnudagsútgáfu The Telegraph, en þar segir að hluthafar í RBS hafi gert kröfu um að bankastjórnin geri hreint fyrir sínum dyrum. Upphæðin mun þó ekki öll vegna undirmálslána, heldur kemur þar einnig til tap vegna kaupa á ABN Amro.

Hlutabréfaverð RBS hefur fallið um 30 prósent í ár. Bankanum er á móti talinn til tekna 3 milljarða punda hagnaður í ár af eign í Bank of China, auk 4 milljarða punda hagnaðar sem vænst er af sölu járnbrautarfélagsins Angel Trains.

RBS er vel kunnur í fjármálalífinu hér, en bæði Kaupþing og Landsbankinn hafa átt samstarf með bankanum við fjármögnun einstakra verkefna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×