Viðskipti erlent

Tekjur Hewlett-Packard yfir 100 milljarðar dollara

Tekjur Hewlett-Packard síðustu 12 mánuði voru 104,3 milljarðar dollara eða um 6500 milljarðar króna.

Með þessu braut fyrirtækið blað í upplýsingatæknisögunni því þetta er í fyrsta skipti sem upplýsingatæknifyrirtæki er með ársveltu yfir 100 milljarða dollara. Söluaukning var 14% efnahagsárið 2007. Söluaukning síðasta ársfjórðungsins var 15% á milli ára.

Í tilkynningu um tekjurnar segir að tekjur vegna hugbúnaðarsölu tvöfölduðust á milli ára. Fartölvusala jókst um 49% og borðtölvusala um 15% á fjórða ársfjórðungi. Mark Hurd, forstjóri HP, segir frammistöðuna hafa verið mjög góða á öllum tæknisviðunum en að sérstaklega eftirtektarverður sé árangurinn á sviði HP hugbúnaðar.

Frammistaða HP var mun betri en Wall Street fjármálaráðgjafar höfðu gert ráð fyrir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×