Kínverskir og arabískir ofursjóðir hleypa lífi í markaðinn 30. nóvember 2007 11:23 Kínverskir og arabískir ofursjóðir hafa hleypt lífi í kauphallir á Vesturlöndum undanfarna daga með kaupum í fjármálafyrirtækjum og bönkum. Börsen.dk fjallar um þetta spáir því að kaup þessara sjóða muni aukast verulega á næstu mánuðum. Til að fá einhverja hugmynd um þær gríðarlegu upphæðir sem fyrrgreindir sjóðir hafa til ráðstöfunar má nefna úttekt Morgan Stanley á þeim. Samkvæmt henni hafa sjóðir þessir rúmlega 130.000 milljarða kr. til ráðstöfunnar. Greining Kaupþings fjallar um þessa sjóði í Hálffimm fréttum sínum. Þar segir m.a. að það hafi færst í vöxt að fjárfestar frá Miðausturlöndum og Suðaustur-Asíu eignist áberandi hluti í vestrænum fjármálastofnunum. Kínversk stjórnvöld stofnsettu í haust fjárfestingarsjóð, sem er með 200 milljarða, Bandaríkjadala umleikis, í þeim tilgangi að ávaxta gjaldeyrisforða landsmanna.Stefnir sjóðurinn m.a. að því að fjárfesta í fjármálafyrirtækjum sem hafa orðið illilega fyrir barðinu á undirmálslánakrísunni og að setja upp skrifstofur í helstu fjármálaborgum heimsins.Annað stærsta tryggingafélag Kína, Ping An, hefur keypt 4,18% í Fortis - belgíska fjármálaþjónustufyrirtækinu - fyrir 1,81 milljarð evra (rúma 160 milljarða króna) en kaupin eru athyglisverð fyrir þær sakir að þetta er í fyrsta sinn sem Kínverjar fjárfesta í erlendu tryggingafélagi. Þau gefa jafnframt Fortis færi á að komast inn á kínverska markaðinn.Kínversk stjórnvöld hafa hvatt kínversk fjármálafyrirtæki eindregið til þess að fjárfesta erlendis og eru kínversk fyrirtæki á meðal stórra hluthafa í Bear Stearns, Blackstone og Standard Bank Group. Kínverski þróunarbankinn eignaðist hlut í Barclays þegar breski bankinn reyndi án árangurs að komast yfir ABN Amro. China Life, stærsta tryggingafélag Kína, hefur einnig á prjónunum að byggja upp stöður í tryggingafélögum í Evrópu og Norður-Ameríku.Í vikunni setti félag í eigu stjórnvalda í Abu Dhabi (ADIA) í Sameinuðu arabísku furstadæmunum um 7,5 milljarða dollara inn í Citigroup sem heimilt er að breyta í 4,9% eignarhlut. ADIA verður þar með stærsti hluthafinn í Citigroup, rétt á undan Alwaleed bin Talal prins frá Sádi-Arabíu. Fleiri fjárfestar frá miðausturlöndum hafa séð sér hag að fjárfesta í fjármálafyrirtækjum á Vesturlöndum. Dubai International Capital LLC hefur fjárfest í HSBC Holding, stærsta banka Evrópu, og vogunarsjóðnum Och-Ziff Capital Management. Á móti hafa vestrænir fjárfestar fjárfest grimmt í Kína og HSBC á einmitt yfir 16% eignarhlut í Ping An. Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Kínverskir og arabískir ofursjóðir hafa hleypt lífi í kauphallir á Vesturlöndum undanfarna daga með kaupum í fjármálafyrirtækjum og bönkum. Börsen.dk fjallar um þetta spáir því að kaup þessara sjóða muni aukast verulega á næstu mánuðum. Til að fá einhverja hugmynd um þær gríðarlegu upphæðir sem fyrrgreindir sjóðir hafa til ráðstöfunar má nefna úttekt Morgan Stanley á þeim. Samkvæmt henni hafa sjóðir þessir rúmlega 130.000 milljarða kr. til ráðstöfunnar. Greining Kaupþings fjallar um þessa sjóði í Hálffimm fréttum sínum. Þar segir m.a. að það hafi færst í vöxt að fjárfestar frá Miðausturlöndum og Suðaustur-Asíu eignist áberandi hluti í vestrænum fjármálastofnunum. Kínversk stjórnvöld stofnsettu í haust fjárfestingarsjóð, sem er með 200 milljarða, Bandaríkjadala umleikis, í þeim tilgangi að ávaxta gjaldeyrisforða landsmanna.Stefnir sjóðurinn m.a. að því að fjárfesta í fjármálafyrirtækjum sem hafa orðið illilega fyrir barðinu á undirmálslánakrísunni og að setja upp skrifstofur í helstu fjármálaborgum heimsins.Annað stærsta tryggingafélag Kína, Ping An, hefur keypt 4,18% í Fortis - belgíska fjármálaþjónustufyrirtækinu - fyrir 1,81 milljarð evra (rúma 160 milljarða króna) en kaupin eru athyglisverð fyrir þær sakir að þetta er í fyrsta sinn sem Kínverjar fjárfesta í erlendu tryggingafélagi. Þau gefa jafnframt Fortis færi á að komast inn á kínverska markaðinn.Kínversk stjórnvöld hafa hvatt kínversk fjármálafyrirtæki eindregið til þess að fjárfesta erlendis og eru kínversk fyrirtæki á meðal stórra hluthafa í Bear Stearns, Blackstone og Standard Bank Group. Kínverski þróunarbankinn eignaðist hlut í Barclays þegar breski bankinn reyndi án árangurs að komast yfir ABN Amro. China Life, stærsta tryggingafélag Kína, hefur einnig á prjónunum að byggja upp stöður í tryggingafélögum í Evrópu og Norður-Ameríku.Í vikunni setti félag í eigu stjórnvalda í Abu Dhabi (ADIA) í Sameinuðu arabísku furstadæmunum um 7,5 milljarða dollara inn í Citigroup sem heimilt er að breyta í 4,9% eignarhlut. ADIA verður þar með stærsti hluthafinn í Citigroup, rétt á undan Alwaleed bin Talal prins frá Sádi-Arabíu. Fleiri fjárfestar frá miðausturlöndum hafa séð sér hag að fjárfesta í fjármálafyrirtækjum á Vesturlöndum. Dubai International Capital LLC hefur fjárfest í HSBC Holding, stærsta banka Evrópu, og vogunarsjóðnum Och-Ziff Capital Management. Á móti hafa vestrænir fjárfestar fjárfest grimmt í Kína og HSBC á einmitt yfir 16% eignarhlut í Ping An.
Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira