Viðskipti erlent

Sala á Svarta föstudeginum upp rúm 8%

Kaupum ekkert daguinn er haldinn 26. nóvember í Kóreu.
Kaupum ekkert daguinn er haldinn 26. nóvember í Kóreu. MYND/AFP

Bandarískir neytendur eyddu 652 milljörðum íslenskra króna á kauplausa deginum á föstudag sem haldinn er hátíðlegur víða um heim. Smásalar héldu tilboðum á raftækjum og leikföngum að kaupendum til að auka sölu. Þetta er hækkun um 8,3 prósent frá síðasta Svarta föstudeginum, eins og hann er gjarnan kallaður.

Neytendur héldu ótrauðir áfram kaupum sínum og sönnuðu að þeir eru tilbúnir að eyða jafnvel meiru þrátt fyrir hækkandi olíuverð og slakara efnahagsástand samkvæmt könnunarfyrirtækinu ShopperTrak RCT.

Vanalega fer 4,5-5 prósent jólasölunnar fram þennan dag. Búist er við að jólainnkaup muni aukast um 3,6 prósent í Bandaríkjunum í ár en þau jukust um 4,8 prósent í fyrra.

Smásalar brugðust við svartsýnisspám með því að bjóða tilboð og afslætti á ýmsum vörum eins og flatskjám og demantshálsmenum.

Bill Martin einn stofnenda ShopperTrak sagði í viðtali að salan hefði farið langt fram úr væntingum. Hann telur ástæðuna vera gott veður í október og nóvember sem hafi dregið úr neyslugleði landans þá. Nú hafi fólk verið tilbúið að hoppa á góð tilboð og fá þannig meira fyrir peninginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×