Viðskipti erlent

Markaðir í Asíu í uppsveiflu í dag

Markaðir í Asíu eru í uppsveiflu í dag. Ástæðan er meðal annars mun hærri sölutölur úr bandaríska verslunargeiranum á föstudag en vænst hafði verið.

 

Sameinuð úrvalsvísitala fyrir kauphallirnar í Asíu hafði hækkað um 2,6% þegar enn lifðu tveir tímar að lokun kauphallanna.

 

Meðal þeirra félaga sem hækkuðu mikið í Tokyo má nefna Sony með 5,7% og Nintendo með 4,2%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×