Viðskipti erlent

Dönsk fyrirtæki eyða tæpum 8 milljörðum kr. í jólagjafir

Forráðamenn danskra fyrirtækja dæla út jólagjöfum til starfsmanna sinna sem aldrei fyrr. Samkvæmt könnun Danska vinnuveitendasambandsins nemur heildarupphæðin í ár 740 milljónum dkr. eða tæpum 8 milljörðum kr.

Í samskonar könnun sem gerð var árið 2005 kom í ljós að 84% fyrirtækja gáfu starfsmönnum sínum jólagjöf. Í ár er þetta hlutfall komið í 96%. Og það er ekki bara að fleiri fái gjafir. Þær eru mun dýrari í ár en áður. Hver gjöf nú kostar að meðaltali 430 dkr. eða um 5.000 kr. á móti 350 dkr. áður.

Danskir vinnuveitendur reikna með að jólaverslun í landinu í ár muni slá öll fyrri met og nema um 10 milljörðum dkr. eða vel rúmlega 100 milljörðum kr.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×