Viðskipti erlent

JP/Politiken tapar yfir milljarði króna

Blaðaútgáfan JP/Politikens Hus reiknar með að tapa yfir milljarði króna á þessu ári. Tapið er að mestu tilkomið vegna útgáfu fríblaðsins 24timer.

Þrátt fyrir þetta mikla tap eru engin áfrom upp um að hætta baráttunni við hið íslenskættaða Nyhedsavisen eða Metro og Urban. "Við munum halda áfram með 24timer og teljum að hagnaður verði af þeirri útgáfu á næsta ári," segir Lars Munch forstjóri JP/Politiken í samtali við börsen.dk í dag.

Lesendafjöldi 24timer náði 600.000 í síðustu mælingu á móti 550.000 lesendum Nyhedsavisen en þessi tvö blöð keppa hart um hylli danskra lesenda.

Tapið hefur valdið því að JP/Politiken hefur þurft að skera niður í starfsemi sinni og nýlega var ritstjórn 24timer í Kolding lokað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×