Viðskipti erlent

Dollarinn að komast á gjörgæsludeild

Dollarinn veikist stöðugt á alþjóðamörkuðum og í morgun fór gengi hans undir 5 krónur danskar en það hefur ekki gerst síðan 1978.

Jafnframt setti veiking dollarans enn eitt metið gagnvart evrunni seint í gærdag er gengi hans fór í rúmlega 1,49 evrur. Og gagnvart japanska jeninu hefur dollarinn ekki verið lægri síðan í júní 2005 en í morgun fór gengi dollarans undir 108 jen.

Sérfræðingar segja að ekki sé enn séð fyrir endan á veikingu dollarans og reikna flestir með stýrivaxtahækkun bandaríska seðlabankans á næstunni til að bregðast við þessu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×