Viðskipti erlent

Bilun hjá Danska Bank skilur 80.000 Dani eftir blanka

Yfir 80.000 danskir launþegar fá ekki ánægjulegt upphaf á desember-mánuði. Tölvukerfi Danske Bank brotnaði niður í nótt og það þýðir að launþegarnir fá ekki laun sín útborguð fyrr en á mánudag en þeir áttu að fá þau í dag.

 

Forstjóri tölvudeilar Danske Bank er mjög niðurdreginn yfir þessu og segir að starfsmönnum sínum líði illa og að málið hafi skaðað sjálfsímynd þeirra. Hinsvegar hefur Danske Bank lofað öllum sem lenda í klemmu vegna málsins að endurgreiða þeim kostnaðinn t.d. ef seinkun á útborgunni hefur í för með sér yfirdrátt á reikningnum.

 

Bankinn reiknar með að hver launþegi fái að jafnaði 15.000 dkr. Útborgaðar þannig að um 1,2 milljarður dkr. eða hátt í 15 milljarðar kr. eru nú fastar í einskismannslandi. Viðskiptavinir Danske Bank eru hinsvegar með sitt á hreinu og fá laun sín útborguð svo þeir geta glaðir mætta á jólahlaðborðin um helgina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×