Viðskipti erlent

Rak 7.500 starfsmenn, þarf nú sjálfur að hætta

Ed Zander forstjóri farsímafyrirtækisins Motorola þarf nú sjálfur að feta í fótspor þeirra 7.500 starfsmanna Motorola sem hann hefur rekið á þessu ári.

Rekstur Motorola hefur gengið mjög illa í ár og því hefur þurft að grípa til ýmissa sparnaðaraðgerða, m.a. fjöldauppsagna starfsfólksins. Zander hefur legið undir þrýstingi frá hluthöfum sem eru ekki sammála þeirri stefnu sem hann hefur tekið.

Nú hefur verið tilkynnt að Zander láti af störfum um áramóta. Sjálfur fullyrðir Zander að þetta sé af persónulegum ástæðum. Innanbúðarmaðurinn Greg Brown mun taka við starfinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×